Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 26
12 LÆKNABLADIÐ Horfur við frum-ófrjósemi eru lakari en við síðari, 40,2 % (78 af 194) móti 52,9 % (80 af 151). Mismunurinn er tölfræðiliga marktækur við 5 % mörkin (P<0,05, x2= 5,58). UMRÆÐA Ófrjósemi hefur hér verið miðuð við eitt ár án þungunar. Það er f>ó ekki um algilda reglu að ræða. Sumir hafa engin neðri mörk (George, Nesbitt, 72) (5) með þeirri röksemd, að flestir valdar ófrjóseminnar hverfi ekki við biðina eina. Aðrir hafa miðað við '/2 ár (Whitelaw, Table II. Pregnancies according to age at diagnosis of infertility. Pregnancies Number ------------------------- Age of pat. E Percent 15-19 ......... 34 22 15,7 67,0 20-24 ........ 136 66 63,0 48,5 25-29 ......... 90 41 41,7 45,5 30-34 ......... 44 17 20,4 38,6 35- ........... 22 5 10,2 22,7 Total 326 151 46,3 Table III. Pregnancies according to duration of infertility. Duration of Pregnancies Infertility Number ---------------------------------- (years) of pat. E Percent 1- 2 .......... 100 64 46,0 64,0 2- 3 ........... 80 38 36,8 47,5 3- 5 ........... 69 30 31,7 43,4 5-10 ............ 57 13 26,2 22,8 10- ............. 16 3 7,4 18,7 322 148 45,9 Table IV. Probability of pregnancy according to duration of infertility less than/more than 3 years and age. Duration of infcrtility <3years >3years Age Num- ber of pat. Pregnancies Per- cent Num- ber of pat. Pregnancies Per- cent E E 20-24 74 46 42,3 62,2 57 19 18,3 33,3 25-29 40 25 22,9 62,5 49 17 15,7 34,6 30-34 27 13 15,4 48,1 15 4 4,8 26,6 35- 13 4 7,4 30,7 7 1 2,2 14,2 Total 154 88 57,1 128 41 32,0 1960) (8), og benda á, að 80% af frjósömum hjónum hafi tekist þungun innan þess tíma. Loks hafa aðrir miðað við 2 ár (Gregersen & Plesner 1977; Strand 1965) (6, 7). Færa má rök að því, að réttlætanlegt sé að bíða svo lengi með fullkomna rannsókn á ófrjósemi, einkum hjá aldursflokknum 15-19 ára. í okkar uppgjöri voru þungunarlíkur fyrir þann aldurs- flokk 67% og fyrir 1-2 ára ófrjósemisskeið 64%. Bergman (1965) (2) lagði áherslu á þýðingu aldurs varðandi þungunarlíkur og einkum eftir 35 ára aldur taldi hann horfurnar minnkandi. Fleiri hafa fundið hið sama. Hins- vegar taldi Bergman Iengd ófrjósemiskeiðsins hafa litla þýðingu. í 5 ára uppgjöri hans voru 412 tilfelli og athugunartíminn allt að 6 árum. Gregersen og Plesner (1977) komust að þeirri niðurstöðu, að aldurinn hefði engin endanleg áhrif á horfurnar. Hjá þeim voru tilfellin 267 og hafði verið fylgt eftir lengst í 6 ár. í hér umfjölluðum efnivið virðist lengd ófrjósemiskeiðsins hafa ótvíræð áhrif á horfurnar. Aldurinn einn sér hefur ekki veruleg áhrif samkvæmt okkar niðurstöðum, en þess ber að gæta, að í aldursflokknum 35 ára og eldri eru tiltölulega fá tilfelli. Segja má, að helstu niðurstöður þessarar könnunar séu í samræmi við það, sem fram hefur komið í nálægum löndum. Þannig virðist frumlæg ófrjósemi jafnan vera heldur tíðari og horfur hennar heldur lakari en síðar ófrjósemi. Að einu leyti er þó um verulegt frávik að ræða þessari könnun. Tíðni karl-ófrjósemi virðist hér lægri en upp er gefið af flestum öðrum, 12,2%, miðað við 20-30%, sem al- gengt er talið. Hérlendis hafa eingöngu verið gerðar smásjárskoðanir og talningar á sæðis- frumum, en ekki efnagreining eða ónæmis- rannsóknir á sæðisvökva. Normalmörk sæðis- fruntufjölda eru misjafnlega sett, 20-60 millj./ml. Við höfum sett markið við 30 millj./ml. En þetta skýrir ekki frávikið og verður það að bíða. Á meðan verður ekki fortekið, að frjósemi íslenskra karla sé með besta móti. Víða sést fullyrt (4), að enginn ófrjósemis- valdur sé í 10-15 %. Tilkoma kviðsjár (laparo- scope) hefur bætt mjög greininguna. Drake et al. (1977) höfðu 24 slík tilfelli, þar sem skýring fékkst hjá 18 með kviðspeglun (11 höfðu »endometriosis« og 7 »adhesiones«). Við þetta lækkaði hundraðstala ógreindra (funktional)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.