Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 29

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 29
LÆKNABLADID 15 ekki nægjanlega vel, holur minnkuöu ekki. Tólf gamlir berklasjúklingar voru lagðir inn vegna berklaígerðar í fleiðru (empyema) og fjórir höfðu gamla plúmbu, sem fór að leka. Þrír voru með samfall í lungum og tveir höfðu ekki polað lyfjameðferð. Tafla IV sýnir tegund aðgerða hjá 47 sjúklingum með berkla, aukakvilla peirra og fylgikvilla fyrri meðferðar. Lungnageiri var numinn brott hjá tuttugu sjúklingum vegna tuberculosis fibrocaseosa og voru öll pessi brottnám gerð fyrir árið 1974. Síðan hefir enginn sjúklingur verið sendur frá berklahælum vegna tuberculosis fibrocaseosa, enda aðgerðir taldar óparfar (7), eins og áður er vikið að. Tólf aðgerðir voru gerðar á sjúklingum, sem áður höfðu verið með loftbrjóst og plúmbu. Allir pessir sjúklingar komu á deildina vegna berklaígerðar i fleiðru og fistil (bron- cho-pleural). Gerð var brjóstholsaðgerð og fistillinn undirbundinn. Hjá átta pessara sjúk- linga var gerð brjóstholsprenging, til pess að loka holrúmi í brjóstholi. Hjá prem peirra pandist lungað pað vel út, að ekki var ástæða talin til að gera brjóstholsprengingu. Hjá einum sjúklingi í pessunt hópi var gerð afhjú- pun fleiðru (decorticatio). Fjórir sjúklingar voru skornir upp vegna gamalla samfalla (atelectasis) eftir lungnaberkla og langvarandi berkjuskúlk (bronchiectasiae). Lungnablað var tekið hjá premur og hjá einum sjúklingi purfti að taka allt lungað. í tveimur tilfellum var talið, að sjúklingar myndu ekki pola brottnám lungnageira og var pví aðeins gert brottnám berklaholu. Þá eru ótaldir tveir sjúklingar með blóðuppgang og sögu um gamla berkla. Við rannsóknir kom ekkert pað fram, sem ástæðu gæfi til aðgerðar og fengu peir pví lyfjameð- ferð. 1 töflu V eru niðurstöður meinafræðirann- sókna eftir aðgerðir. f peim efnivið, sem hér er um fjallað voru upphaflega 49 sjúklingar og gengust 47 peirra undir aðgerð. Fylgikvillar eftir aðgerðir voru pær helstar, að prír fengu samfall lungna og einn hjartabil- un. Einn sjúklingur dó eftir aðgerð og var hann skorinn upp vegna gruns um illkynja æxli, en hann var með óreglulega, stóra berklaholu í lungnatoppi og hafði sögu um endurtekinn blóðuppgang. Fjörutíu og sex sjúklingar voru sendir til áframhaldandi meðferðar á berklahælum, eftir Table III. Reason for surgery. Suspicion of malignancy ......................15 Adverse reactions to anti- tuberculous chemotherapy .................. 2 Response was unsatisfactory to antituberculous chemotherapy ..............11 Empyema.......................................12 Plumbage with bronchopleural fistula.......... 4 Tuberculous atelectasis ...................... 3 Total 47 Table IV. Operations Segmental resection ..........................20 Enucleation of tumour......................... 1 Thoracoplastic................................ 3 Thoracoplastic; Resection of BP-fistula and plumbage................................... 3 Thoracoplastic; Resection of BP-fistula....... 8 Thorax drainage............................... 2 Explorative thoracotomy ...................... 1 Decortication and exstirpation of BP-fistula . 1 Cavernectomy.................................. 2 Resection lob. sup.; Thoracoplastic .......... 1 Pneumonectomy................................. 1 Lobectomy .................................... 3 Resection of the sternum ..................... 1 Total 47 Table V. Patho-anatomical diagnosis Tuberculoma ................................... 4 Fibrocaseous and cavernous tuberculosis .......26 Thoracic empyema .............................. 8 Old tuberculosis .............................. 4 Pleural fibrosis and chronic pleural inflammation 2 Tuberculous granuloma of the pleura............ 1 Old tuberculosis. mycetoma in the apex of the lung ....................................... 1 Tuberculosis of the sternum ................... 1 Total 47 að meðferð á Landspítalanum var lokið. Voru peir allir hita- og einkennalausir við brottför af Landspítalanum. UMRÆÐUR Franski skurðlæknirinn Tuffer gerði fyrstur manna brottnám lungnavefs fyrir u.p.b. 75 árum (14, 15). Um tíma var hætt við slíkar aðgerðir vegna hárrar dánartíðni. Fyrir 45 árum var aftur hafist handa við brottnám lungnavefs vegna berkla og nú með mun betri

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.