Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 51

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 51
LÆKNABLADIÐ 29 ingum með háum staðli, bæði m.t.t. aðgerða og klinikur. A spítalanum eða spítalahóp, sem stendur saman að kennsluáætlunum, á auk handlæknisdeild- ar að vera lyflæknisdeild, röntgendeild, og meina- fræðideild, allar mannaðar sérfræðingum (consul- tants). Ekki mega spítalarnir hafa færri en 100 rúm. Sá sem gegnir pjálfunarstöðunni á að annast deild með 25-40 rúmum. undir leiðsögn »consultants«. Hann á auk pess að fá góða pjálfun á göngudeild og bráðamóttöku (slysadeild). Slysadeildin verður að vera undir stjórn sérfræðings (consultant), sem sinnir henni eingöngu. Færsla sjúkraskránna á að vera i bezta lagi og hæfilegt bókasafn verður að vera á spítalanum. Ákvæði er um pað, að starfslið á öllum fyrrgreindum deildum I spítalanum. eigi að vera áhugasamt um kennslu. Aðstoðarlæknisstaðan er endurmetin m.t.t. kennsluhæfni ekki sjaldnar en á 5 ára fresti. í mati á kennsluhæfni stofnana I síðari hluta sérnáms í alm. handlækningum, (higher surgical training) gilda í meginatriðum fyrri grundvall- arkröfur. Lögð er rík áherzla á að kandidatinn fái alhliða pjálfun I greininni, eins og áður er að vikið og vaxandi ábyrgð sé honum lögð á herðar. Deild á hann að hafa til umsjár. Sérstaklega er tekið fram, að hann eigi að fá nægilegt tækifæri til pess að sinna meðferð á slysum. Æskilegt er talið, að menn fari eitt ár erlendis og pá liklega innan engilsaxneska heimsins, til pjálfunar. Sérgreinanefnd á að líta eftir kennslu-áætlunum árlega og framförum peirra, sem í pjálfun eru. Á sviði bæklunarlækninga er tekið fram, að engin lægri mörk fyrir rúmafjölda hafi verið sett við veitingu kennsluheimildar til spítala, en í raun hafi rúmin verið milli 200-500 á peim spltala eða spítölum, sem fengið hafi pjálfunarréttindi. Lág- markstala nýrra brotatilfella, sem lögð hafa verið inn á deildirnar, hefur verið 1-2 pús. á ári og nokkur púsund tilfelli hafa verið afgreidd á göngudeild. í kaldri orthopaediu hefur innlagnarfjöldinn á pjálfun- ardeildunum verið frá 1-6 pús. á ári. Sagt er, að fáir spítalar, sem hafi færri en 10 pús. nýja sjúkl. á göngudeild á ári, í bæklunarlækningum, myndu reyna að sækja um að fá pjálfunarréttindi. Rík áherzla er lögð alhliða pjálfun í bæklunarlækningum og að menn flytjist milli consultanta til pess að öðlast pessa pjálfun. í bæklunarlækningum hefur engin deild eða samstarfandi deildir, sem hafa færri en 3 eða helzt 4 menn I pjálfun í einu, fengið viðurkenningu til kennslu, vegna vandkvæðanna á halda uppi fræðilegum námskeiðum fyrir 1-2 menn, en fræðileg námskeið, ekki nánar skilgreind, eru kvöð i pjálfun í bæklunarlækningum. Það mun ekki ófrávíkjanleg kvöð í alm. handlækningum, en talið engu að síður sjálfsagt par. Að öðru leyti á fræðsla bæklunarlækna að fara fram á cliniskum fundum, kennslustofugöngum, sérstaklega fyrir áverkatilfelli, með sameiginlegri yfirferð á sjúkraskrám, symposi- um og fyrirlestrum í grundvallarfræðigreinum, clini- skum fyrirlestrum o.s.frv. Við mat á hæfni pjálfunarstöðu er tekið mið af fyrrgreindum atriðum, farið er yfir færslu sjúkra- skránna, bæði fyrir inniliggjandi sjúklinga og göngu- deildarsjúklinga. Þess er krafizt að sjúkraskrár séu í bezta lagi og séu vélritaðar til pess að auðvelda vinnuna og cliniskar rannsóknir. Rannsóknarað- staða I grunvallarvísindum er taiin mjög æskileg, en er að svo stöddu ekki ófrávíkjanleg skylda. Með heildarhliðsjón af ofantöldum atriðum og ýmsum fleirum, er kennsluhæfni nárhsstöðunnar metin. Islendingar hafa lítt sótt til Bretlands til sérnáms í handlæknisfræðum. Meginástæðurnar munu vera tvær, p.e. í fyrsta lagi eru laun manna í námsstöðum par bágborin, og í öðru lagi er peim ekki tryggð samfelld pjálfun, einkum fyrstu árin, heldur verður á mörgum stigum pjálfunarinnar að sækja um stöður i samkeppni við aðra og er pá jafnan óvíst hvernig til tekst. Bandaríki Norður-Ameríku f byrjun árs 1975 urðu nokkrar skipulagsbreytingar á eftirlitskerfi og upplýsingamiðlun um framhalds- námsbrautir í Bandaríkjunum. Fram að peim tíma höfðu bandarísku læknasamtökin (AMA) metið kennsluprógrömm og hæfni stofnana til að veita sérpjálfun, svo og gefið út leyfi par til, en nú er pað nefnd, sem hlut eiga að AMA, samtök bandarískra spítala, samtök bandarískra læknaskóla og samtök sérgreina. Nefnd pessi nefnist »The Liason Commit- tee on Graduate Medical Education« og gefur hún út leiðbeiningar, bæði til peirra stofnana. er óska pess að fá rétt til að sérmennta lækna, svo og leiðbeiningar til peirra, sem ætla að sérmenntast, um kröfur pær, sem gerðar eru til pjálfunarinnar og hvernig pær skulu uppfylltar. Þessar upplýsingar gefur nefndin út í ritlingsformi og nefnist hann »Essentials of Accredited Residencies«. Í fyrrgreindum »Essentials« er annars vegar að finna almennar reglur, sem gilda um allar sérgreinar og hins vegar sértækar reglur um einstaka sér- greinar. I almennu reglunum er tekið fram, að ekki sé hægt að tilgreina lágmarksstærð stofnana eða deilda, en cliniskur efniviður verði að vera nægilega mikill og fjölbreyttur, til pjálfunar. Áskilið er einnig, að til séu öll venjuleg tæki og búnaður, sem notaður er, við nútímalega, vísindalega læknisfræði. í starfs- liði eiga að vera læknar með góða cliniska pekkingu og áhuga og hæfni til að kenna. Starfsliðið á að vera vel skipulagt. A spítalanum á að vera kennslunefnd, sem sér um skipulag kennsluáætlunar, eftirlit og stjórnun. Á spítalanum verða að vera stoðdeildir og eru par sérstaklega tilgreindar röntgendeild og meinafræðideild, er taki fullan pátt í sérfræðipjálfun- inni. Sérstaklega er lögð áherzla á hlutverk meina- fræðistofnunar og par skuli vera aukarými, er sé pannig, að sérfræðikandidatar geti starfað par að eigin athugunum og fái ennfremur tækifæri til að taka pátt í krufningum. Gert er ráð fyrir sérstakri sjúkraskrárdeild, sem

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.