Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 54

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 54
32 LÆKNABLADIÐ Þótt kandídatar reyndu að flytjast á milli hand- læknisdeilda hérlendis, breytir pað litlu um, þar eð deildirnar hafa í meginatriðum sambærilegan sjúk- lingaefnivið. Ef til kæmi verkaskipting milli hand- læknisdeildanna, sérstaklega I Reykjavík, væri pað til bóta fyrir fræðsluaðstöðu, ef á tiltekna deild yrði samansafnað ákveðnum sjúklingahópum og gæti rotationskerfi milli deildanna og par með spítalanna pá borið betri ávöxt en nú er mögulegt. Verkaskipt- ing er komin lengra áleiðis á sviði bæklunar- lækninga en alm. handlækninga og göngudeildar- starfsemi er á pví sviði þróaðri. Pað yrði fyrst, þegar skipulagðri pjálfun yrði á komið, að hægt yrði að meta sýndan áhuga á fræðslu og par með hæfni deilda til að veita sérfræðiþjálfun. Nefndin lítur svo á, að óheppilegt sé fyrir einstaka lækna og staðal stéttarinnar, að stefna að pví, að þjálfun skuðlækna fari fram að mestu eða öllu leyti hérlendis. Par til er kennslu- og pjálfunar- efni of fátæklegt. Auk pess er það ávinningur fyrir menn, að kynnast erlendum aðstæðum og fram- kvæmd á pessum sviðum sem öðrum. Nefndin telur hins vegar að ýmsu leyti æskilegt og vel framkvæmanlegt, að hefja sérfræðipjálfun hérlendis. Einkum ætti að vera viðráðanlegt að rifja upp og kenna prekliniskar greinar I tengslum við klinikkina. Hefur pað tvo kosti einkum: 1. Dregur úr pví óhagræði í þjálfun, sem dreifing sjúklingaefniviðarins hefur í för með sér. 2. Veitti sérfræðikandídötum æskilega pjálfun, setn þeir ann- ars færu verulega á mis við, a.m.k. peir, sem fara til Skandinaviu. Til ávinnings má einnig telja, að þetta myndi lengja sérfræðinám á íslandi að nokkru til samræmis við nám t.d. I Skandinaviu. Skv. gildandi reglugerð íslenzkri um kröfur til sérfræðimenntunar, eru kröfurnar hérlendis minni en í nálægum löndum. í Skandinaviu er t.d. lágmarks- tími frá kandidatsprófi að loknu sérnámi I handlækn- isfræði 6V2-7V2 ár en á íslandi aðeins 5V2 ár og sýnist óhjákvæmilegt að breyta íslenzkum sérfræði- kröfum til samræmis við skandinavisku kröfurnar að pessu leyti a.m.k. íslendingar, sem fara til sérfræðináms I Skandinaviu nú til dags, geta naumast staðið jafnfætis kollegum sínum i kliniskri reynslu, ef íslenzka kandídatsárið er látið gilda á við tveggja ára almenna pjálfun par, fyrir upphaf eiginlegrar sérpjálfunar. Auk pessa eru engar kvaðir í íslenzkri reglugerð um fræðileg námskeið I sérnáminu, eins og nú er orðið I Skandinaviu og loks eru engar kvaðir um sérfræði- próf á neinu stigi, en um pað eru pegar kröfur í Finnlandi og Svípjóð. Í pessu efni væri einnig ráðlegt að taka mið af engilsaxnesku löndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum, en i þessum löndum er annars vegar all strangt próf í miðju námi og hins vegar sérfræðipróf að námi loknu. Ihuga ber, hvort lengja ætti kandidatsár hér- lendis í tvö ár, þannig að það samsvari tveggja ára almennri þjálfun Skandinava. Nefndin hefur spurzt fyrir um pað i Svipjóð, Danmörku, Noregi og Bretlandi, hvort íslendingar eigi möguleika á að ganga par inn I þjálfunarpró- gram í handlækningum á einhverju stigi og byrjun- arþjálfun á íslandi yrði pá viðurkennd. Að vonum voru svörin óljós. Danir töidu að íslendingar gætu gengið inn I sérfræðinám i Dan- mörku á einhverju stigi. Svíar bentu á að heimild væri fyrir því að taka gildan starfstíma á íslenzkum spítölum í sænsku prógrammi. Dæmi eru enda til, að svo hafi verið gert. Norðmenn töldu fræðilega ekkert pví til fyrirstöðu, en kváðu óhjákvæmilegt að leggja mat á hvert einstakt tilfelli. Bretar segja að mögulegt ætti að vera fyrir íslenzka lækna að koma til Bretlands í þjálfun í handlækningum, en telja ekki mögulegt að tjá sig nánar um það án þess að þekkt sé á hvaða stigi þjálfunar þeir séu heima fyrir, er peir fara til Bretlands. Stinga hins vegar upp á pví að petta sé nánar rætt við hentugleika I London. Bandaríkjamenn hafa sett lög í sínu landi, sem útiloka nánast útlendinga og par með íslendinga, frá að Ijúka sérfræðinámi í handlækningum í Bandaríkj- unum, sé lögunum framfylgt. Þetta sakir pess, að dvalarleyfi er mest 3 ár, eða skemmri tími en hugsanlegt er að Ijúka þjálfuninni á. Óhugsandi má telja, að pjálfun á íslenzkum spítölum verði tekin gild i bandarísku pjálfunarprógrammi, a.m.k. hefur sú raunin orðið á hingað til. Eins og sakir standa virðast pví íslendingar helzt hafa að sækja fyrirmyn- dir en ekki þjálfun, til Bandarikjanna. HEIMILDALISTI FRAMHALDSMENNTUN í HANDLÆKNISFRÆDUM Á ÍSLANDI 1. Reglugerð um veitingu lækningaleyfis og sér- fræðileyfa nr. 39 19. marz 1970, sbr. reglugerð nr. 249/1976 um breytingu á reglugerð nr. 39/1970. 2. Ársskýrsla Læknafélags íslands starfsárið 1974- 1975. 3. Arni Kristinsson & Guðjón Magnússon: Hug- myndir um framhaldsmenntun í lyflækningum á Lyflæknisdeild Landspítalans, des. 1972. 4. Sveriges Yngre Lakares Förening: Kirurgiut- bildning i Sverige. NRYL XI, Helsingfors Nov. 1975. 5. Vidareutbildning af lákare 1978. Socialstyrelsens författningssamling, Socialstyrelsen, Stockholm. 6. NLV-kurser 1976-77. Námnden för lákares vid- areutbildning, Stockholm 1976. 7. Medical Education in Sweden. Current Sweden, feb. 1977. The Swedish Institute, Stockholm. 8. Vilken sidoutbildning krávs för specialistkompe- tensen? Sv. Lákartidningen, vol. 72, nr. 17, 1975. 9. Stig Bengmark: Kirurgi i M-lán — en perspek- tivplan. Sv. Lákartidningen, vol. 72, nr. 25, 1975. 10. Námnden för lákares vidareutbildning juni 1978. Persónulegar upplýsingar. 11. Suomen Láákáriliitto (Finlands Lákarförbund) des. 1976. Persónulegar upplýsingar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.