Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1980, Side 56

Læknablaðið - 15.02.1980, Side 56
34 LÆK.NABLADID Ingimar Sigurðsson lögfræðingur LÖG OG REGLUR VARÐÁNDIHEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁL. INNGANGUR Ritstjórn Læknablaðsins hefur farið þess á leit við mig, að ég taki að mér að safna saman þeim lögum og reglum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála, er varða starfsemi lækna og jafnframt annarra heilbrigðisstétta og fram- vegis að sjá um, að tilsvarandi ný lög og reglur verði birt í blaðinu. Ég hef átt þess kost á undanförnum árum að fylgjast nokkuð með kunnáttu hinna ýmsu hópa innan heilsugæslunnar, að pví er varðar lög, reglur og önnur fyrirmæli, sem þeim ber að starfa eftir. Verður að segjast eins og er, að víða er pottur brotinn í pessum efnum, pótt pað sé að vísu ekkert séreinkenni heilbrigðis- stétta. Oft hefur pað komið fyrir að ég hef verið beðinn um sérprentanir laga og reglna, sem löngu eru úr gildi fallin. Hafa þeir aðilar, sem um petta hafa beðið, oftast gert slíkt eftir ábendingum kennara. Með hliðsjón af framanrituðu tel ég ekki aðeins parft, heldur og nauðsynlegt, að hrinda laga-, reglugerða- og fyrirmælasöfnun sem þessari í framkvæmd. Um leið og ég tek petta verk að mér vil ég leyfa mér að pakka ritstjórn Læknablaðsins pað traust, sem hún hefur sýnt mér, með pví að fela mér þetta verkefni. Áður en lengra er haldið vil ég gera í stuttu máli grein fyrir uppbyggingu stjórnkerfis heil- brigðis- og tryggingamála hér á landi. STJÓRNKERFI HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA Yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamála er byggð á lögum nr. 73/28 maí 1969 um Stjórnar- ráð Islands. í 4. gr. þeirra laga er stjórnar- ráðið greint í ráðuneyti, samtals 13 að tölu. Með þessum lögum var heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið sett á laggirnar, en áður höfðu heilbrigðis- og tryggingamál heyrt undir hin ýmsu ráðuneyti, heilbrigðismálin pó að- allega undir dómsmálaráðuneytið og trygg- ingamál undir félagsmálaráðuneytið. Ráðherrar fara með stjórnarmálefni í Stjórnarráði íslands. Hvert ráðuneyti skal óskipt lagt til eins og sama ráðherra, pannig að í dag verður sami ráðherra að fara með heilbrigðis- og tryggingamál, svo dæmi sé tekið. Ráðherra kveður á um skiptingu ráðu- neytis í starfsdeildir eftir verkefnum. Lögin kveða á um starfslið ráðuneyta. Ráðuneytisstjórar stýra ráðuneytum undir yfirstjórn ráðherra.Starfsdeildumstjórnadeild- arstjórar undir umsjón ráðuneytisstjóra. Skriftstofustjóri ráðuneytis tekur sjálfkrafa við störfum ráðuneytisstjóra í fjarverum hans. Ráðherra er heimilt að kveðja sér til aðstoðar, meðan hann gegnir embætti, mann utan ráðuneytis, sem starfar sem deildarstjóri, enda hverfi hann jafnskjótt úr starfi og ráð- herra. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁDUNEYTID Ráðuneytið greinist nú í eftirtaldar deildir: Almenn skrifstofa, greiðslu- og bókhalds- deild, sjúkrahúsa- og heilsugæsludeild, trygg- ingamála- og áætlanadeild og lyfjamáladeild. Ennfremur starfa sérfræðingar innan ráðuneyt- isins eftir því sem tök eru á. Lögin um Stjórnarráð íslands greina ekki frá pví, nema að litlu leyti, hvernig stjórnarmál- efni ber undir ráðuneyti. Það er hins vegar gert með sérstökum úrskurði forseta íslands, sbr. auglýsingu um staðfestingu forseta íslands á reglugerð um stjórnarráð íslands nr. 96 31. desember 1969. Þessi reglugerð hefur pá sérstöðu að forseti íslands parf að staðfesta hana og birtist hún því eins og lög, þ.e.a.s. í A- deild stjórnartíðinda í stað B-deildar, eins og gildir um almennar reglugerðir og önnur fyrirmæli stjórnvalda, er lúta að almenningi. Samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 96/1969

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.