Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 6
196
LÆKNABLAÐID
aldur eiginmanna þeirra var 1.4 árum hærri en
hinna. Meðalaldur barna í sjómannafjölskyld-
unum er 10.4 ár, 1.5 árum hærri en barna í
samanburðarhópnum (tafla I). Sjómennirnir
höfðu búið heldur lengur með konum sínum
en landvinnumennirnir og meðalfjöldi barna
var einnig heldur hærri í sjómannafjölskyldun-
um (tafla III). Sjómannafjölskyldurnar eru því
heldur eldri en fjölskyldurnar í viðmiðunar-
hópnum, en munurinn er pó óverulegur og
ekki líklegt, að hann skipti máli við heilsufars-
legan samanburð.
Félagslegar aðstæður
Hjúskaparstétt í hópunum er sýnd í töflu II.
Fjórar af konum sjómannanna og fimm af
konum landvinnumannanna höfðu verið giftar
áður. Meðallengd sambúðar var 13.2 ár í
sjómannafjölskyldunum, en 11.5 ár hjá land-
vinnumönnunum er svarar nokkurn veginn til
hærri aldurs í sjómannahópnum. Menntun
kvenna í hópunum tveim var samsvarandi svo
og stétt foreldra peirra. 59 % kvenna hvors
hóps hafði aðeins lokið skyldunámi, en 33 %
gagnfræðaprófi eða samsvarandi. Enginn mun-
ur kom fram á menntun hópanna. Konur
sjómannanna unnu sjaldnar utan heimilis en
konur landvinnumannanna, hvort sem litið er
á fullt eða hlutastarf (tafla IV). Tvær eigin-
kvenna sjómanna og fjórar konur landvinnu-
manna voru í fleiri en einu launuðu starfi utan
heimilis.
Meðal sjómannakvennanna voru 25 er létu í
Ijós óánægju með starf manns síns og var pað
sérstaklega vegna pess hve hann var mikið að
heiman. Þó kom einnig fram hjá peim töluvert
stolt vegna starfs mannsins, sem peim fannst
vera karlmannlegt, erfitt, tekjuhátt og pjóðfé-
lagslega mikilvægt. Aðeins 9 konur í saman-
burðarhópnum létu í ljós óánægju með starf
maka og flestar sögðust vera ánægðar með
pað.
Tuttugu og fjórar sjómannakonur litu á sig
sem forsvarsmenn heimilisins, en sextán eigin-
kvenna landvinnumannanna. Sex sjómanna-
konur sögðu eiginmennina vera í forsvari fyrir
heimilinu, en fimmtán í samanburðarhópnum.
Prjátíu og fimm konur gátu ekki gert upp við
sig, hvort hjónanna væri í forsvari (15 sjó-
mannakonur og 20 konur landvinnumanna).
í báðum hópunum gerði konan mest af
húsverkunum og sá um heimilisreksturinn að
mestu leyti. Enginn munur kom fram milli
hópanna með tilliti til almenns ástands og
aðbúnaðar á heimilinu. Mun fleiri sjómanna-
konur sögðust taka pátt í félagslífi utan
heimilis en konur í samanburðarhópnum, 22 á
móti 11. Sjómannakonurnar fara einnig oftar
til guðspjónustu en landmannakonurnar, pótt
ekki kæmi fram, að neinn munur hefði verið á
peirri áherslu, er lögð var á trú í uppeldi
peirra. Tómstundaiðja er fyrst og fremst
Table I. Age of men, women and children and
duration of cohabitation. Means± Standard deviati-
on.
Fishermen’s families N: 47 Factory worker’s families N: 52
Men 37.4 ± 10.8 36.0 ± 12.7
Women 37.1 ±12.2 33.5 ± 11.8
Children 10.4 ± 6.2 8.9 ± 8.2
Duration of cohabitation 13.2 ± 9.2 11.5 ± 10.0
Table II. Marital status.
Factory
Fishermen’s worker’s
families families
Married .... 41 42
Unwed (living together) .. .... 6 10
Total 47 52
Table III. Comparison of family size (number of
children) among fishermen and factory employees.
Factory
Fishermen workers
Number of children % %
0 .... 26 31ln
1 .... 17 21 '
2 19 17
3 .... 15 13
4 or more .... 23 18
Total 100 100
Families seen .... 47 52
Mean number of children . 2.2 1.8
1) x2 = 0.534 d.f. 1 P > 0.25
Table IV. The wives employment outside the home.
Factory
Fishermen’s worker's
wives wives
Full time ................. 15 24
Half time................... 9 16
No out of home employment 21 9
Unknown .................... 2 3
X2 - 8.791 d.f. - 3 P < 0.005