Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 42
224
LÆKNABLADID
C — þeir þurfa að vera vel dómbærir á aðra
sjúkdóma, sem sjúklingur er ef til vill
haldinn og verður að taka tillit til með
árangur aðgerðar í huga.
D — haft skal í huga að þó að tækjabúnaður
og aðstaða sé sú bezta sem völ er á, er
f>að ekki einhlítt til árangurs.
Hér á landi hefur ekki þótt fært eða hag-
kvæmt að hefja aðgerðir í hjarta- og lungna-
vél, þar sem aðgerðatilfelli voru fá vegna
fámennis þjóðarinnar. Petta átti við þegar
einungis voru gerðar aðgerðir á meðfæddum
hjartagöllum og áunnum hjartasjúkdómum,
öðrum en kransæðasjúkdómum.
Ný tækni við aðgerðir á sjúklingum með
kransæðasjúkdóma sem Rene G. Favaloro,
Cleveland Clinic er upþhafsmaður að, breytti
viðhorfum lækna til kransæðaaðgerða. Frá því
að Favaloro hóf þessar aðgerðir árið 1967
hafa þær stöðugt verið gerðar í vaxandi mæli
um allan heim, enda taldar hafa sannað gildi
sitt. Breytt sjónarmið í kjölfar þessara að-
gerða höfðu í för með sér, að hjartasérfræðing-
ar hér á landi (skurð- og lyflæknar) töldu að
fyrri afstöðu til hjartaaðgerða bæri að endur-
skoða.
í febrúar 1978 voru þáverandi heilbrigðis-
málaráðherra sendar greinargerðir þar að
lútandi og var að tilhlutan ráðherra skipuð
nefnd, til að fjalla um þetta og skila álitsgerð.
Nefndarmenn urðu ekki sammála um niður-
stöðu, en meirihluti nefndarinnar taldi, að
undirbúningur hjartaaðgerða hér á landi væri
tímabær.
í janúar 1980 var málið tekið upp að nýju
við þáverandi heilbrigðismálaráðherra og
þann 31. janúar sl. kom tilskipun að undirbún-
ingur hjartaaðgerða á Landspítala skyldi þeg-
ar hafinn og miðað yrði við að byrja hjarta-
skurðlækningar (opnar hjartaaðgerðir) á
Landspítala í ársbyrjun 1981.
Á Landspítalanum eru nú þegar gerðar
forrannsóknir sjúklinga, sem fara erlendis í
hjartaaðgerðir og er því sá undirbúningsþáttur
hjartaaðgerða í okkar höndum.
Fjöldi sjúklinga, sem fer í hjartaaðgerðir
bæði hérlendis og erlendis vex stöðugt ár frá
ári og hefur sl. 4 ár verið þessi:
1976 1977 1978 1979
38 46 53 66
Fjöldi sjúklinga er nú það mikill, að hann
réttlætir að þessari þjónustu verði hrundið í
framkvæmd hér á landi, en í umræðum og
ákvarðanatöku verður að taka tillit til slíks,
með það í huga, að allir aðilar, sem við þetta
eiga að starfa séu ávallt í góðri þjálfun, því
árangur er undir því kominn.
Taka þarf einnig tillit til kostnaðar, bæði
stofn- og rekstrarkostnaðar og vega það á
móti kostnaði við að senda sjúklinga utan til
aðgerða, en kostnaður þess opinbera (heil-
brigðisgeirans) er ekki eini kostnaðurinn, held-
ur ber einnig að hafa í huga að aðstandendur
sjúklinganna verða oft fyrir miklum fjárútlát-
um, því algengt er, að þeir fylgi sínum nánustu
erlendis á eigin kostnað. Hafa ber jafnframt í
huga, hvort þeir erlendu aðilar, sem leitað er
til verði ávallt reiðubúnir að sinna sjúklingum
okkar.
Undirbúningur og tillögugerð þessara mála
hefur verið í höndum hjartasérfræðinga
Landspítalans, Borgarspítalans og Landakots-
spítala, bæði skurð- og lyflækna og eru þeir
sammála um að halda þessu samstarfi áfram,
þegar hjartaskurðlækningar í hjarta- og lungna-
vél hefjast á Landspítalanum, væntanlega, á
næsta ári.
Marz 1980
Grétar Ólafsson
Gunnar H. Gunnlaugsson