Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 10
200
LÆKNABLAÐIÐ
heimilis. Segja má, að allar aðrar heimilisparfir
en tekjuöflun hvíli fyrst og fremst á herðum
þeirra. pað er því ekki að furða, að þær líti
oftar á sig sem forsvarsmann heimilisins. Pær
taka einnig meiri þátt í félagslífi en konur í
samanburðarhóþnum. Tengsl þeirra við
stórfjölskylduna beinast fremur að þeirra eigin
skyldmennum. Staða sjómannskonunnar innan
fjölskyldunnar verður því að teljast sterk og
áhrifamikil, en jafnframt krefjandi. Eiginmað-
urinn og starf hans er þó einnig þýðingarmikið
fyrir fjölskylduna alla. í mörgum fjölskyldum
var fylgst vel með fréttum af veðri og veiði-
skaþ, svo og hinni almennu umræðu í fjöl-
miðlum um fiskveiðar og fiskvinnslu. Sumar
konurnar og sum börnin höfðu verið um borð í
togaranum með heimilisföðurnum, stundum
farið í siglingar og unglingar í fjölskyldunni
stundum unnið um borð. Algengt var, að hjónin
töluðu saman í síma, svo sem einu sinni til
tvisvar í veiðiferð, en mjög sjaldan oftar og af
einhverjum orsökum virtist tilhneiging til að
halda tölu slíkra símtala í lágmarki, líklega
vegna þess, hve aðstæður til þersónulegra
tjáskiþta með þessu móti eru slæmar.
Ekki kom fram neinn munur á líkamlegri
heilsu hóþanna. Hins vegar eru geðsjúkdómar
og hjónabandsvandamál algengari hjá konum
sjómanna. Geðsjúkdómur var greindur hjá
45 % þeirra, en 21 % kvenna í samanburðar-
hóþnum (tafla VIII), sem er sviþað og algengi
geðsjúkdóma hefur fundist vera hjá íslenskum
konum á aldrinum 20-49 ára (7). Til samanburð-
ar má geta þess, að í norsku sjávarplássi, þar
sem um 80 % karla stunda fiskveiðar hefur
algengi geðsjúkdóma hjá konum verið talið
36 % (4). Hinn norski rannsakandi taldi, að
álag og kvíði vegna þeirrar sífelldu hættu, er
sjómennirnir væru í, í starfi sínu, ætti stærstan
þátt í auknu algengi geðsjúkdóma hjá konum
þeirra og mæðrum. Hér kom ljóst fram, að
sjómannakonurnar gerðu sér grein fyrir hætt-
um samfara starfi mannsins, en þær virtust
skipta minna máli en langvarandi fjarvistir
eiginmannanna að heiman. T.d. kom fram, að
sjómannakonurnar töldu það þýðingarmikinn
þátt í því að skapa og viðhalda hjónabands-
erfiðleikum, hve erfitt væri að jafna ágreining
og komast að málamiðlun á þeim stutta tíma,
er eiginmaðurinn væri heima við milli veiði-
ferða.
Geðsjúkdómar voru algengari hjá börnum í
sjómannafjölskyldunum, 43 % barna greind
veik, en 30 % í samanburðarhóþnum. Mun-
urinn er þó ekki marktækur. Algengi geð-
sjúkdóma hjá íslenskum börnum hefur áður
fundist vera 30.8 % (2). Hafa ber í huga, að hér
voru aðeins skoðuð börn foreldra í sambúð, en
vitað er, að geðsjúkdómar eru tíðari hjá
börnum foreldra, sem hafa skilið. Af þeim 116
sjómönnum er tóku þátt í rannsókninni, voru
12 fráskildir, en aðeins 2 af 81 landvinnumanni.
Börn þeirra manna, er voru fráskildir, voru
ekki skoðuð, en ætla verður að hefði það verið
gert, mundi munurinn á algengi barnageðsjúk-
dóma milli hópanna heldur aukast.
í sjómannafjölskyldunum virtust tengsl milli
mæðra og barna sterkari en í samanburðar-
hópnum og mun fleiri sjómannabörn sváfu
reglulega uppi í rúmi hjá móður sinni. Slíkt má
venjulega rekja til kvíða og óöryggis barns
eða móður. Ef barn verður of móðurbundið
veldur það því erfiðleikum síðar meir á ævinni
að þroska með sér sjálfsvitund og sjálfstæði.
Mjög náið samband móður og barns getur
aukið móðurerfiðleika við að sameina stöðu
móður og eiginkonu og átt þátt í sambúðar-
erfiðleikum við eiginmann.
Greindur var geðsjúkdómur hjá u.þ.b. helm-
ingi barna þeirra kvenna í sjómannahópnum,
er sjálfar áttu við geðræn vandamál að stríða,
en aðeins þriðjungi þeirra kvenna, sem ekki
áttu við slík vandamál að glíma. Pótt þessi
munur sé ekki marktækur, má e.t.v. rekja hann
til þess, hve afgerandi áhrif móðirin í sjó-
mannafjölskyldunni hefur á uþpeldi barnanna,
vegna langvinnrar fjarveru föður.
Ekki er Ijóst, hvers vegna vandamál og
sjúkdómar eru tíðari í sjómannafjölskyldun-
um, en telja má líklegt, að langvarandi fjarvera
föður eigi þar nokkurn hlut að máli. Draga
mætti úr því álagi, er sjómannafjölskyldur eru
undir, með auknum landvistartíma togarasjó-
manna og bættri þjónustu, t.d. greiðari aðgang
að dagvistunarstofnunum fyrir börn þeirra.
PAKKIR
Við þökkum sjómannafélögunum, togara-
áhöfnum, eigendum og forstjórum togara- og
útgerðarfélaga og starfsmönnum og eigendum
þeirra iðnfyrirtækja, er gerðu rannsóknina
mögulega. Vísindasjóður Háskóla íslands og
Rannsóknarsjóður I.B.M. vegna Reiknistofn-
unar Háskóla íslands studdu rannsóknina.
Sérstaklega þökkum við þrófessor Tómasi
Helgasyni yfirlækni, sem var með í upphafi í