Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 39

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 39
LÆKNABLADIÐ 221 staðhæfa, að tíðni og útbreiðsla tannskemmda bæði í barna- og fullorðinstönnum sé töluvert hærri meðal kaupstaðabarna en á meðal sveitabarna. Samkvæmt tölfræðilegri athugun reyndist pessi mismunur raunhæfur. Þegar leitað er skýringa á mismun á tíðni tannskemmda eftir búsetu manna, verður að kanna eftirfarandi atriði: (1) ólíkt pjóðerni, (2) ólíkt lífsviðurværi, (3) mismun á fluroide- innihaldi drykkjarvatnsins, og (4) ólíkt matar- æði. Við athugun á orsök mismunar á tíðni tannskemmda í kaupstaðabörnum og sveita- börnum á íslandi má útiloka fyrstu prjú atriðin, og beinist athyglin pá að hugsanlegum mismun á mataræði, sérstaklega notkun syk- urs (kolvetna). Þar til fyrir 40-50 árum var töluverður munur á mataræði í kaupstöðum og til sveita. í sveitahéruðum var hvert heimili, að mestu leyti, sjálfu sér nógt um aðdrætti og tilbúnað á mat. Á hinn bóginn, voru flestir kaupstaðabúar háðir nýlenduvöruverslunum, brauðgerðar- húsum og mjólkurbúðum um öflun hráefna til matargerðar. Þetta fyrirkomulag hefur án efa orsakað að matur kaupstaðabúa hefur verið mýkri og sykurmengaðri en matur til sveita. Á fimmta tug 20. aldarinnar eiga sér stað talsverðar breytingar á lífsviðurværi til sveita, sem valda pví, að mismunurinn á mataræði í kaupstöðum og sveitahéruðum verður hverf- andi. Með bættum samgöngum og tilkomu miðstöðva fyrir mjólkur- og kjötvinnslu flytja nú flestir bændur afurðir sínar til verslunar- miðstöðva hvers svæðis og afla sér hráefna til matargerðar á sömu stöðum og kaupstaðabú- ar. Þótt mataræði islenkum heimilum sé nú orðið svo til pað sama, hvort sem um kaup- staða- eða sveitaheimili er að ræða, virðist enn vera töluverður mismunur á sykurneyslu kaupstaðabarna og sveitabarna, utan heimils- ins. Magn og tíðni sykurneyslu með áti á sælgæti, kexi, kökum og gosdrykkjum er mikið hærra meðal kaupstaðabarna en á meðal sveitabarna. Þetta er bein orsök hins gífurlega fjölda verslana, sem fullnægja sæt- indahungri kaupstaðabarna, samanborið við hinn mjög svo takmarkaða fjölda staða, sem hafa pennan varning á boðstólunum í sveita- héruðunum. Aðstaða er til kaupa á alls konar sætindum er á hverju horni í flestum kaupstöðum á íslandi. Árið 1970, voru í Vestmannaeyjum 25 verslanir, sem buðu upp á ýmis konar sætindi, og 14 pessa staða voru opnir fram til klukkan 11:30 að kvöldi. Það má staðhæfa, að í flestum kaupstöðum á íslandi eru sætindi á boðstólun- um 14 klukkutíma á dag á stöðum skammt frá Age group: 6-8 9-11 12-14 Fig. 6. Mean number of permanent teeth erupted, sound and DMF permanent teeth by community and age group. 12.2 Age group: 6-8 9-11 12-14 *=0.1 Fig. 7. Mean number of decayed, missing, filled and DMF permanent teeth by community and age group.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.