Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 26
210 LÆK.NABLAD1Ð ins (Cc, Ee) sem þessa einstaklinga vantaði. Hin fyrri hafði örvast til mótefnamyndunar með blóðgjöfum, en hin síðari með örvun frá þrem meðgöngum sínum. Fyrirsjáanlegt er að torvelt verður að út- vega blóð í sjúkling með þessa Rh-erfðagerð, sem þegar hefur myndað mótefni. Til að leysa þá erfiðleika væri best að koma uþp »einka- banka« fyrir hann. Hann myndi þá leggja inn blóð sitt, þegar hann væri aflögufær og væri það blóð djúpfryst og tiltækt, ef hann kæmist í kreppu. Erlendis frá má fá blóðeiningar af þessum sjaldgæfa flokki, en það getur tekið talsverða fyrirhöfn og tíma að útvega það. Þekking á þessum sjaldgæfa Rh-flokki getur verið gagnleg í barnsfaðernismálum (2) og við mannerfðafræðirannsóknir (5). Þessi Rhesus- gerð gefur tilefni til að rannsaka betur sjald- gæfari Rh-gerðir sem greindar eru hér á landi og víðar eins og t.d. cDe, C Due og CwDe, sem hafa tíðni milli 1 %-3 % eða minni. í hluta af þeim geta leynst erfðaafbrigði með vöntun á mótefnavökum Rhesus blóðflokkakerfisins, Sú tíðni (1/214) á hinni óvenju Rhesusgerð, - D-, sem fram kemur við Rh-Blóðflokkarann- sókn í barnsfaðernismálum, teljum við að gefi mun réttara mat á tíðninni, en sú (1/60) sem finnst við rannsókn á systkinabarnafjölskyld- um, Tafla 1. Þessi túlkun er einkum studd með því, að fyrra úrtakið er miklu stærra og óbundnara vali. Tíðni svipgerða (phenotypes) og setraða- gerða (haplotypes) Rhesusblóðflokka hjá íslendingum var fyrst lýst 1950 (1) og 1973 voru birtar niðurstöður af ítarlegum blóð- flokkarannsóknum á sýnum frá rúmlega 2000 íslendingum, sem send voru til London 1966- 1968 (4). Ekki var þess að vænta að arfhreinn (-D-/- D-) né arfblendinn einstaklingur væri greindur í þessum úrtakshópum. Helst eru 1 2 3 cDE cDE Systkini Órannsakaður Mögulegur arfberi Venjuleg Rh Gerð Arfblendinn -D / Heterozygote Arfhreinn -D-/-D- Homozygote Proposita Mynd 1. Ættarkortid sýnir skyldleika foreidra konu (2. sjúkiings), sem er arfhrein Rhesus -D-/-D-. Rhesus erfdagerdir 10 ættingja hennar eru sýndar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.