Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 21
LÆKNABLADID 207 móti jafnt og pétt með aldrinum niður í 15 af hundraði yfir áttrætt (12). Cardiomyopathia hypertrophica gerir oftar vart við sig innan við sextugt (13) pótt sjúkdómurinn sé alls ekki ópekktur hjá peim, sem eru eldri (16). í öðru lagi kemst minni hluti peirra, sem deyja vegna sjúkdómsins, á sjúkrahús áður en dauðann ber að (1, 9, 13). Með fáum undantekningum munu peir, sem deyja skyndilega og óvænt í Reykja- vík og nágrenni, koma til réttarkrufningar. Er pví líklegt, að peir, sem pannig dóu vegna cardiomyopathia hypertrophica á tímabilinu, sem um ræðir, hafi verið par á meðal, enda voru 8 af pessum 11 sjúklingum krufðir réttarkrufningu. Við athuganir á stórum hópum fólks með cardiomyopathia hypertrophica hefur ekki fundist verulegur munur á tíðni milli kynja (10, 13). Skýringuna á pví, að fleiri karlar en konur með cardiomyopathia hypertrophica hafa komið til krufningar hérlendis teljum við vera pá, að karlar með sjúkdóminn hafi dáið yngri en konur og oftar skyndilega og óvænt og par af leiðandi frekar verið færðir til krufningar (11). Skyndidauði mun vera hærri meðal karla, pegar fjölskyldusaga er um sjúkdóminn (13). Á peim forsendum, að tíðni cardiomyopa- thia hypertrophica hafi verið svipuð í báðum kynjum og að meiri hluti karla en minni hluti kvenna, sem dóu með sjúkdóminn hafi komið til krufningar, er hægt að áætla, að raunveruleg tíðni sjúkdómsins meðal allra, sem dóu, hafi legið á bilinu milli pess, sem fannst fyrir hvort kyn fyrir sig eða nálægt 0.17 af hundraði. Svarar pað til pess að 30 íslendingar hafi dáið með sjúkdóminn á pessum 12 árum eða að meðaltali 2.5 á ári. Við höfum ekki neinar sambærilegar tíðnitölur frá öðrum löndum, enda pess varla að vænta, par sem ísland hefur pá sérstöðu, að par er aðeins ein stofnun, sem sinnir nær öllum verkefnum á sviði líffæra- meinafræði. Tíðnitölur um marga hægfara sjúkdóma má pannig kanna á Islandi og heimfæra á aðrar skyldar pjóðir í Norður Evrópu og Norður Ameríku, par sem erfitt eða ómögulegt er að ná jafn góðum árangri á pessu sviði á pjóðarmælikvarða (12). Meðal peirra 11 sjúklinga, sem við fundum í krufningarskýrslum og ættingja peirra dáinna og lifandi var arfengi hjá 5, eða 46 af hundraði. Annars staðar hefur arfengi fundist hjá 20 til 40 af hundraði sjúklinga (6, 7, 8, 9) . Okkar tölur eru pví rétt ofan við efri mörkin. Við höfum færri sjúklinga en aðrir, en óvíst er, að okkar niðurstöður hafi minna gildi, par sem pær eru byggðar á úrtaki frá heilli pjóð. Pótt ekki hafi enn verið sýnt fram á, að sjúkdómur- inn hafi erfst nema í hluta einstaklinganna, sem fá hann, er líklegt, að frekari rannsóknir verði til pess, að hærra arfgengi finnist. Vitað er, að fæstir peirra, sem hafa sjúkdóminn á hverjum tíma, hafa hann á pví stigi, að hann gefi sjúkdómseinkenni, sem leiða fólkið til lækna. Cardiomyopathia hypertrophica hefur tals- verða pýðingu sem dánarmein, pegar litið er á einstaka aldursflokka og kynskiptingu. Af mynd 1 má sjá, að öll pau dauðsföll, sem við fundum vegna sjúkdómsins voru ótímabær, p.e. innan við meðaldánaraldur. Meðal karla á aldrinum 20-29 ára er líklegt, að sjúkdómurinn hafi verið algengasta orsök hjartadauða, a.m.k. ef frá eru taldir hjartamyndunargallar, par sem í peim aldursflokki dóu 3 af völdum cardiomy- opathia hypertrophica, en á nánast sama tímabili, eða 1965-1976, var aðeins skráð eitt dauðsfall á landinu vegna kransæðasjúkdóms (17). EFTIRMÁLI Öðrum okkar (I. B.) gafst tilefni til að athuga eina ætt, par sem cardiomyopathia hypertrop- hica hafði komið fyrir, og naut par aðstoðar dr. Árna Kristinssonar á Lyflæknisdeild Land- spítalans. Klinisk greining var byggð á sjúkra- sögu, læknisskoðun, hjartalínuriti og röntgen- myndum, og á sumum einstaklinganna var auk pess gerð hljóðbylgjurannsókn á hjarta (echo- cardiography). Mynd 2 sýnir ættartréð. Proposita (nr. 4 í töflu I og 11, 1 á mynd 2) dó árið 1971, pá 54 ára. Móðir hennar, (I, 1 ) er á lífi, 84 ára, og hefur fjórðu gráðu sið-systoliskt óhljóð, stækk- un á vinstri ventriculus samkvæmt röntgen- mynd og hjartatalínuriti og hljóðbylgjurann- sókn á hjarta er einkennandi fyrir cardiomyo- pathia hypertrophica. Proposita átti 2 dætur og einn son. Önnur dóttirin (III, 1) er 43 ára, hefur dæmigert síð- systoliskt óhljóð og óeðli- legt hjartalínurit, en er án sjúkdómseinkenna að öðru leyti. Röntgenmynd af hjarta og hljóðbylgjurannsókn á hjarta eru eðlileg. Er talið vafalítið, að hún hafi sjúkdóminn. Hin dóttirin (III, 2) 34 ára, fær hjartslátt við áreynslu, hefur síð-systoliskt óhljóð og vinstri öxul (mínus 120 gráður) á hjartalínuriti. Rönt- genmynd af hjarta og hljóðbylgjurannsókn á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.