Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 28
212 LÆKNABLADID Dr. Pálmi Möller, prófessor TANNSKEMMDIR OG TANNVERND Á ÍSLANDI (Fyrri grein) INNGANGUR Það virðist mega staðhæfa, að tannskemmdir hafi verið svo til ópekkt fyrirbæri meðal íslendinga, allt frá landnámstímabilinu og fram á miðja 19. öld. Þessi staðhæfing byggist á athugunum á jarðneskum leifum íslendinga, sem uppi voru á pessu tímabili, og heilbrigðis- skýrslu, sem gefin var út 1849. Prófessor Jón Steffensen gerði ýmsar athug- anir á beinum íslendinga, sem jarðsettir voru á tímabilinu allt frá 11. öldinni og fram á pá sextándu. í pessu beinasafni voru 2527 tennur og var hver tönn gaumgæfilega skoðuð. Engin vegsummerki tannskemmda voru sjáanleg (17). í Peabodysafninu við Harvard Háskóla er nokkuð safn mannabeina, sem tekin voru úr tveimur grafreitum á íslandi. Þessir grafreitir voru notaðir frá byrjun 13. aldarinnar og fram til 1550. Greinarhöfundur skoðaði höfuðkúp- urnar í safninu og eru helstu niðurstöður peirrar könnunar pessar: 1. í íslenska beinasafninu eru 56 efri kjálkar og 4 neðri kjálkar. 2. Mikinn fjölda tanna vantar í pessa kjálka, og hafa tennurnar sennilega týnst I upp- greftri eða flutningi beinanna. Tannstæðin eru vel opin (ógróin) og engin rýrnun á kjálkabeinum sjáanleg, sem bendir til pess, að íslendingarnir, sem hér er um að ræða, hafi ekki misst tennurnar meðan peir voru á lífi. 3. 240 tennur (21 barnatönn og 219 fullorðins- tennur) eru I safninu og var hver tönn vandlega skoðuð. Engin merki tannskemmda voru sjáanleg, en flestar fullorðinstenn- urnar voru allmikið slitnar á bitflötunum. í sambandi við rannsóknir sínar á munnsjúk- dómum hér á landi skoðaði Dr. John Dunbar um 300 íslenskar höfuðkúpur frá árunum 1000- 1850 (3). í kjálkum pessara íslendinga er mikið Tannlæknaskólinn, University of Alabama in Birmingham, Alabama. Greinin barst ritstjórn 18/10/1979. Samþykkt í endanlegu formi 18/02/1980. um tannstein (calculus) og beinskemmdir af völdum tannholdssjúkdóma. Athugun á tönn- um leiddi í ljós, að tannáta var hverfandi, en elstu merki tannskemmda voru smávægilegar skemmdir I tönnum biskups nokkurs, sem andaðist um 1750. í frásögn af athugun á sjúkdómum meðal íslendinga, sem gerð var á árunum 1847-48, er pess getið, að af 327 íslendingum, sem pátt tóku I rannsókninni, hafi aðeins prír verið með skemmdar tennur(15). Frá miðri 19. öld virðist tíðni tannskemmda hafa farið ört vaxandi á meðal íslendinga. Eftir pví sem best má greina úr skýrslum héraðs- lækna hafa tannskemmdir aukist jafnt og pétt á seinni helmingi 19. aldarinnar, og í byrjun 20. aldar var tannáta álitin algengasti sjúkdómur- inn á íslandi. Samkvæmt skýrslum tannlækna og héraðs- lækna hafa tannskemmdir haldið áfram að aukast á fyrri helmingi 20. aldarinnar. Lítið er um haldgóðar upplýsingar um tíðni og út- breiðslu tannskemmda í íslendingum á pessu tímabili, að undanteknum kafla um tann- skemmdir í grein um mataræði og heilsufar íslendinga eftir prófessor Júlíus Sigurjónsson (16). Meðal annars er par tekið fram, að aðeins 23 (19.6 %) af 117 börnum á aldrinum 7-15 ára hafi verið með allar tennur heilar. Hundraðs- tala barna með óskemmdar tennur var tölu- vert hærri í sveitahéruðum (28.3 %) en I kaupstöðum (14.1 %). Um 1960 hófust all umfangsmiklar rannsókn- ir á tíðni og útbreiðslu munnsjúkdóma á íslandi. Þessar rannsóknir voru gerðar á veg- um Háskóla íslands og Háskólans í Alabama. Árið 1961 var gögnum safnað um munnsjúk- dóma í 609 íslenskum börnum á aldrinum tveggja til sjö ára. Meðal annars leiddi pessi rannsókn í Ijós, að 42.9 % tveggja ára barna voru með eina eða fleiri skemmdar barnatenn- ur. Hundraðstalan fór ört vaxandi eftir aldri barnanna og í sex ára og sjö ára hópunum voru öll börnin, sem skoðuð voru, með skemmdar barnatennur. Meðaltala skemmdra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.