Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 35
LÆK.NABLAÐID 217 verið fjarlægðar í sex og sjö ára börnum og meðalfjöldi fjarlægdra tanna var hverfandi í 8- 11 ára börnum, en nálgaðist eina tönn á barn í 12-14 ára ajdurshópnum. Meðaltala vidgerðra fullorðinstanna var lægri en ein tönn á barn í sex og sjö ára börnum en var orðin 1.6 í átta ára börnum og var hæst í 14 ára aldurs- flokknum, eða 7.9 viðgerðar tennur á barn. Kynmismunurinn á DMF-tölunni virðist ná- tengdur kynmismuninum á fjölda fullorðins- tanna, sem fram eru komnar, eftir aldri barnanna (mynd 2). Stúlkur taka fullorðinstenn- ur fyrr en drengir, og hefur tannáta því lengri tíma til aðgerða á fullorðinstönnum stúlkn- anna. Pessi staðreynd er líklegri skýring á hærri DMF-tölu stúlknanna heldur en að um sé að ræða raunverulegan mismun á mótstöðu- krafti kynjanna gegn tannátu. Á mynd 3 má sjá sundurliðun DMF-tölunn- ar eftir aldri barnanna. Að níu ára börnum undanteknum, eru skemmdar tennur stærsti liðurinn í DMF-tölu yngstu barnanna, en í 9, 12, 13 og 14 ára börnum hafa viðgerðar tennur náð yfirhöndinni innan DMF-tölunnar. Ágætis yfirlitsmynd af útbreiðslu tann- skemmda í fullorðinstönnum íslenskra barna fæst með flokkun barnanna eftir fjölda skemmdra + fjarlægðra + viðgerðra (DMF) fullorðinstanna (tafla VI). Hundraðstala barna með allar tennur heilar lækkaði snögglega úr 50.7 í sex ára börnum niður í 22.5 í sjö ára börnum og náði lágmarki sínu 1.2 í 13 ára gömlum börnum. Ennfremur kom í Ijós, að hundraðstölur barna, sem báru merki tann- skemmda á, að minnsta kosti, helming allra fullorðinstannanna, voru 24.6, 25.6 og 49.9 í 12, 13 og 14 ára aldurshópunum. Fjöldi skemmdra + viðgerðra (DF) tannflata á fullorðinstönnum hækkaði jafnt og pétt úr 1.5 á barn í sex ára börnum upp í 17.8 á barn í 14 ára börnum (tafla VII). Yfirleitt höfðu stúlkur hærri meðaltölu DF flata en drengir. Þessi hærri DF tala orsakaðist af hærri meðal- tölu viðgerðra tannflata meðal stúlkna en á meðal drengja. DMF-tölur íslensku rannsóknarinnar voru bornar saman við DMF-tölur sambærilegra rannsókna í Danmörku (6), Færeyjum (18), Lewis-eyju (4), Noregi (13) og Svípjóð (14). Samanburðurinn leiddi í Ijós, að tíðni tann- skemmda á pessum svæðum var mjög svipuð (mynd 4). í sumum aldursflokkum var íslenska tíðnin aðeins lægri, en hafa verður í huga, að tíðni tannskemmda á samanburðarsvæðunum Mean number of teeth and DMF permanent teeth per child by age and sex. Mean number of teeth 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Age in years Fig. 3. Mean number of decayed, missing, filled and DMF permanent teeth per child, by age.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.