Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 12
202 LÆKNABLADID Konráð Magnússon, Anders Movin* SAMANBURÐUR BARIUMSKUGGAEFNA VIÐ GREININGU AÐSKOTAHLUTA í VÉLINDA INNGANGUft Oddhvassir aðskotahlutir í vélinda svo sem fiskbein, plastbitar og glerflísar geta stungist í gegnum slímhúðina, valdið bólgu í kringum sig og jafnvel borað sig gegnum vélindavegginn, svo að gat myndist og lífshættulegt ástand skapist. Greiningin er pví mikilvæg, en oft erfið, ef aðskotahluturinn er ekki röntgenpétt- ur. í byrjun aldarinnar greindi Holzknecht fyrst- ur manna aðskotahluti í vélinda með skugga- efni. Skuggaefnin, einkum bariumsulfat, hafa æ síðan verið mikilvægur páttur í greiningu aðskotahluta í vélinda, einkum ef peir eru ekki röntgenpéttir. Rannsóknaraðferðirnar hafa breyst nokkuð með árunum. Nager (8) og Carlsund (2) bentu á mikilvægi pess að taka myndir eftir skolun með vatni. Kjellberg (6) sýndi fram á, að smásár, sem greinast í vélinda á röntgenmyndum, gátu verið eina merkið um aðskotahlut. Carlsund sýndi fram á, að kontrastefnið loddi betur við aðskotahluti, ef sett var gummi arabicum út í skuggaefnið og greiningin auð- veldaðist við pað, einkum ef sjúklingurinn var látinn drekka vatn. Schatzki (12) sýndi fram á, að atropin dró úr slímmyndun vélindans. Bariumsulfat skuggaefnin eru mörg og eig- inleikar mismunandi. Agnarstærð, aukaefni, aldur og pynning hafa mikil áhrif á eiginleika pess. Aukaefni, sem bætt er í við blöndun með vatni, hafa einnig mikil áhrif á eiginleika bariumsulfats skuggaefnisins. Við blöndun, hvort heldur er með vatni eða aukaefnum, er nauðsynlegt að nota staðlaða aðferð. Algeng- asta aðferðin á röntgendeildum við að blanda bariumsulfat skuggaefni er að mæla barium- sulfatið og vatnið í rúmmálseiningum. Ná- kvæmara væri að mæla hin einstöku efni, sem notuð eru við blöndunina í pyngdareiningum, vatnið mætti pó mæla í rúmmálseiningum. Viðloðunarhæfni blöndunnar fer mjög eftir pynningarhlutfallinu. Of pykk eða of punn blanda rýrir gildi skuggaefnisins við greiningu *Sjúkrahúsiö í Eskilstuna, röntgendeild. aðskotahluta í vélinda. Astra-Meditec framleið- ir bariumsulfat skuggaefni, Mixobar, sem er sérstaklega gert fyrir skoðun á vélinda. Bari- umsulfatið er blandað af framleiðanda og selt í túpum. Við höfum borið petta skuggaefni saman við annað algengt skuggaefni, Unibaryt C, með pví að rannsaka viðloðunarhæfni pessara efna, bæði með tilliti til aðskotahluta og til slímhúðar vélindans. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsakaðar voru prjár blöndur af Unibaryt C. Unibaryt C inniheldur 90 g bariumsuifat, 4 g Saccharum, 6 g gummi arabicum. Einnig var rannsakað Mixobar ösofagus, sem inniheldur 100 g bariumsulfat konst. aromefni og eimað vatn upp í 100 ml. Allar mælingar eru gerðar í millilítrum. Blöndurnar fjórar eru: A) Unibaryt C 2 hlutar og eimað vatn 1 hluti. B) Unibaryt C 2 hlutar, eimað vatn 1 hluti og 10 % gummi arabicum 1 hluti. C) Unibaryt C 2 hlutar, eimað vatn 1 hluti og gummi arabicum 35 % 1 hluti. D) Mixobar ösofagus. Adskotahlutir. Teknir voru fjórir aðskotahlut- ir. porskbein, kjúklingsbein, plastbiti og gler- biti og peim dýft í skuggaefnið (tafla I). Síðan var pessum aðskotahlutum dýft í volgt vatn og athugað, hve oft purfti að dýfa peim í vatnið til pess að allt sýnilegt skuggaefni skolaðist af peim. Slímbúð. Gerð var athugun á 10 körlum, sem kyngdu 15 ml af blöndunum A, B, C og D. Þeir drukku síðan vatn 100 ml í skammti og pegar athugun sýndi engan kontrast í brjósthluta vélinda var skoðun hætt. Það vatnsmagn, sem purfti til að skola burtu 15 ml af barium skuggaefnisblöndunni, er sýnt í töflu II. NIÐURSTÖÐUR 1 töflu I er sýndur fjöldi niðurdýfinga í volgt vatn fyrir mismunandi aðskotahluti.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.