Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 5
LÆKNABLADID
261
Jón G. Stefánsson, Tómas Helgason, Gylfi Ásmundsson
SAMANBURÐUR Á HEILSUFARI
TOGARASJÓMANNA
OG VERKSMIÐ JU STARFSMANN A í LANDI
INNGANGUR
Sjómennska og fiskveiðar eru mikilvægar
atvinnugreinar hér á landi og um 1/10 hluti
vinnandi karlmanna á landinu eru sjómenn.
Sjómennskan er einnig pýðingarmikill atvinnu-
vegur í nágrannalöndum okkar og á undanförn-
um árum hafa komið fram ábendingar, m.a. í
Norðurlandaráði um nauðsyn pess, að rann-
saka heilsufarslegar og félagslegar afleiðingar
pessa starfs.
Sjómennskan er líkamlega erfitt og krefjandi
starf og vitað er að likamlegt álag eykst að
mun í slæmu veðri og kulda. Vinnudagur
sjómanna er oft langur og hvíldarstundir í
vinnutíma óreglulegar. Ekki er pó ljóst, hvort
sjómenn eru líklegri en aðrir til pess að pjást
af einhverjum líkamlegum sjúkdómum, en
vitað er að slysatíðni meðal peirra er há. (2, 5,
7).
Heildarlíkur íslenskra sjómanna á pví að
verða geðsjúkir eru pær sömu og meðal
annarra stétta. Líkur á drykkjusýki og lyfjamis-
notkun eru pó hærri meðal sjómanna en líkur
á öðrum geðsjúkdómum að sama skapi minni.
(3).
Athugun sú er hér greinir frá, er hluti
rannsóknar á félagslegum, heilsufarslegum og
sálfræðilegum högum íslenskra togarasjó-
manna, maka peirra og barna. Rannsóknin var
gerð í samráði við sjómannasamtökin og
Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda. Fór
gagnasöfnun fram á árunum 1976 og 1977 en
úrvinnsla upplýsinga hefur farið fram síðan.
AÐFERÐ
Margvíslegir erfiðleikar voru fyrir hendi við
framkvæmd rannsóknarinnar. Hún krafðist
mikils tíma frá allra hendi. Tími sjómanna í
landi er oftast mjög stuttur og peir hafa pá
margs að gæta. Varð pví að samkomulagi, að
útgerðarmenn gæfu pann tíma sem til pyrfti
með pví að seinka brottför skipanna. Fór
Geðdeild Landspítalans. Barst ritstjórn 03/05/80. Send í
prentsmiðju 10/06/80.
hópur rannsóknarmanna um borð í skipin er
pau voru að leggja af stað í veiðiferð til að
safna nauðsynlegum upplýsingum um hvern
meðlim áhafnarinnar. Nauðsynlegt var að fá
samanburðarhóp og pví leitað til nokkurra
stórverksmiðja og óskað eftir að fá að rann-
saka par slíka hópa.
í upphafi var gerð athugun á einni togara-
áhöfn og samsvarandi hóp úr einni verksmiðju
til að reyna pær rannsóknaraðferðir er ráð-
gert var að nota. Gekk sú athugun eftir áætlun
og leiddi aðeins til smávægilegra breytinga er
miðuðust að pví að stytta pann tíma, er
upplýsingasöfnun tók. Síðan var ætlunin að
rannsaka áhafnir 5 togara til viðbótar og
samsvarandi hóp starfsmanna frá jafnmörgum
vinnustöðum í landi til samanburðar. Ekki
reyndist pó unnt að fá nema 4 útgerðarfyrir-
tæki og 3 verksmiðjur til viðbótar til pátttöku.
Af togurunum 5 voru 3 gerðir út frá
Reykjavík, en 2 után höfuðborgarinnar. Á
móti hverjum togara var valin verksmiðja í
sama sveitarfélagi nema peim fimmta, Reykja-
víkurtogara, er engin verksmiðja fékkst á
móti. Á móti hverjum togarasjómanni var
valinn starfsmaður í viðkomandi verksmiðju,
pannig að aldur, menntun og ábyrgð í starfi
væri sem allra líkust.
Sjómennirnir voru skoðaðir um borð í
skipunum í upphafi veiðiferðar. Hver peirra
fyllti út spurningalista um almennt heilsufar
(Cornell Medical Index Health Questionnaire)
og fór síðan til læknis er kannaði heilsu-
farssögu hans og gerði læknisskoðun. Hver
sjómaður svaraði einnig spurningum um fé-
iagsfræðileg og sálfræðileg atriði, en peim
páttum verða ekki gerð skil hér.
Verksmiðjustarfsmennirnirvorueinnigskoð-
aðir á vinnustað í vinnutíma. Var farið að öllu
á sama veg og við togarasjómennina.
Að skoðun lokinni var farið yfir allar
heilsufarslegar upplýsingar og niðurstöður
skoðunar og gert heildarmat á líkamlegri
heilsu og geðheilsu viðkomandi, auk sjúk-
dómsgreiningar ef við átti.