Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 9
:
LÆKNABLAÐID
265
Helga Hannesdóttir
HUGLEIÐINGAR UM DAUÐVONA SJÚKLINGA
Við eigum það öll sameiginlegt að eiga erfitt
með að gera okkur grein fyrir dauða okkar
eða að við séum dauðleg. Er það m.a. álitið
stafa af því, að undirmeðvitund okkar býr ekki
yfir þessari skynjun. Við skiljum og skynjum
hins vegar dauða annarra. Ef við hugsum um
okkur sjálf, ímyndum við okkur gjarnan, að ef
við deyjum, munum við deyja skyndilega
vegna slysfara eða að einhver muni drepa
okkur.
Börn skynja dauða öðruvísi en fullorðnir.
Þau upplifa dauðann sem tímabundið ásig-
komulag fram að 9 ára aldri, en börn eldri en 9
ára skynja dauðann svipað og fullorðnir.
Á undanförnum 50 árum hafa ýmsar breyt-
ingar átt sér stað í okkar þjóðfélagi, sem hafa
stuðlað að því, að fólk almennt á auðveldara
með að afneita dauðanum og alvarlega veik-
um ættingjum sínum. Flestir í okkar þjóðfélagi
deyja nú á sjúkrahúsum, en áður fyrr dóu
sjúklingar í heimahúsum, umkringdir ættingj-
um og vinum, en nú hjúkrunarliði, læknum og
sjúkraliðum.
Pegar dauðvona sjúklingur er umkringdur
rafsjám og öndunarhjálpartækjum, hættir okk-
ur oft til að afneita, að þeir séu deyjandi. Öll
óttumst við dauðann, og því er það líklegast,
að við höfum fjarlægt hann frá heimilum inn á
sjúkrahús.
En hvaða áhrif hefur dauði á þig, sem lækni
eða hjúkrunarkonu? Hvaða áhrif hefur það á
sjúkling að vera með banvænan sjúkdóm?
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar undanfar-
in ár til þess að komast betur að þessu, og
hefur Dr. Elisabeth Kubler Ross, geðlæknir í
Bandaríkjunum, náð hvað mestri frægð með
rannsóknum sínum og skrifum um deyjandi og
dauðvona sjúklinga. Dr. Ross hefur talað við
mörg hundruð sjúklinga s.l. 10 ár og komist að
raun um, að þeir hafa mjög sterkar tilfinninga-
legar þarfir til að tala um veikindi sín og yfir-
Geðdeild Barnaspítala Hringsins. Byggt á fyrirlestri á
vegum handlseknisdeildar Lsp. 07/10/77. Barst ritstjórn
18/03/80. Sampykkt 04/05/80. Send 1 prentsmidju 01/06/80.
vofandi dauða. Einnig vita flestallir alvarlega
veikir sjúklingar, að þeir eru deyjandi, hvort
sem þeim hefur verið sagt það eða ekki. Þetta
gildir vanalega einnig um börn. Sjúklingar
með ólæknandi krabbamein vita í yfir 90 %
tilfella, að þeir eru með krabbamein, þótt þeim
hafi aldrei verið sagt það. Sérlega þýðingarmik-
ið er að segja sjúklingum sannleikann, t.d. að
þeir séu alvarlega veikir. Við segjum ekki
sjúklingi, að hann sé að deyja eða að hann sé
með ólæknandi krabbamein, heldur að þetta
líti mjög illa út, en hvernig sannleikurinn er
sagður, skiptir meira máli en hvað er sagt,
þ.e.a.s. heiðarleiki, nærgætni og raunsætt sjón-
armið er mikilvægast. Það skiptir miklu máli
að læknirinn sé í góðu, andlegu jafnvægi,
þegar hann ræðir við dauðvona sjúkling um
veikindi hans. Það er ávallt mjög sársaukafullt
fyrir krabbameinssjúkling að fá vitneskju um
að hann sé með krabbamein. En læknirinn
getur að verulegu leyti dregið úr þeim sárs-
auka með því, hvernig hann hagar orðum
sínum og með því að ræða rólega og nærfær-
nislega við sjúkling um þá meðferð sem
ráðgerð er fyrir hann í framtíðinni. Sérstak-
lega þýðingarmikið er fyrir sjúklinga að vita, að
þeir geti alltaf leitað til sama læknisins fram á
það síðasta.
Dr. Ross komst að því, að dauðvona sjúk-
lingar ganga í gegnum fimm stig frá því, að
þeir veikjast alvarlega og fram að því, að þeir
deyja, jafnvel þótt þeir hafi mjög takmarkað-
an tíma. Sjúklingar komast fljótt að raun um,
hvenær þeir veikjast alvarlega. Ættingjarnir
koma sjaldan, þeir tala minna, þegar þeir
koma, þeir vita ekki, hvað þeir eiga að segja,
þeir verða vandræðalegir, sumir brosa, aðrir
tala um eitthvað óviðkomandi veikindum sjúk-
lingsins, og svo mætti lengi telja.
Ef sjúklingi er sagt, að hann sé haldinn
banvænum sjúkdómi, verða fyrstu viðbrögð
hans jafnan skelfing og afneitun. Þetta'má
kalla fyrsta stig, en það einkennist af því, að
sjúklingurinn, trúir ekki, að þetta geti komið
fyrir hann sjálfan. Slíkir sjúklingar fara oft frá