Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 10
266 LÆK.NABLADID einum lækni til annars, af einu sjúkrahúsinu á annað. Á pessu stigi er þýðingarmikið að kanna það til þrautar, hvort við getum veitt aðstoð, og er álitið að 9 af hverjum 10 sjúklingum, sem virðast vera á þessa afneitun- arstigi, séu það ekki í raun og veru, þeir skilja stöðu sína, en finna jafnframt, að við getum ekki rætt við þá um hana. Ef við tölum um góða veðrið og fallegu blómin í sjúkrastofunni, finna þeir, að við viljum aðeins tala um það, sem er skemmtilegt og fallegt. Við komum með því móti í veg fyrir, að þeir tali við mann um það, sem þeir vilja helst ræða við lækni sinn. Æskilegt er að tjá sjúklingi á þessu stigi, að hann geti náð í okkur, hvenær sem er, þegar hann er reiðubúinn að ræða málið nánar. Venjulega líður ekki á löngu, þar til hann gerir það, en gjarnan ekki að degi til, heldur oft á tíðum um miðja nótt, en myrkur og kyrrð næturinnar eykur varnarleysi sjúk- lingsins, og við það gerir hann sér betur ljóst, hvar hann stendur. Þegar sjúklingar geta ekki afneitað veikind- um sínum öllu lengur, byrja þeir að verða erfiðir, ókurteisir, kröfuharðir og ásökunar- gjarnir, en þetta stig er oft kallað gremju- eða reiðistig. Þá sþyr sjúklingurinn, hvers vegna hann varð fyrir þessu. Á þessu stigi verður hann oft mjög erfiður viðfangs og lætur gremjuna bitna á læknum og hjúkrunarfólki, þrestum og gjarnan allri fjölskyldunni. Sjúkling- urinn byrjar að ásaka starfsfólkið á sjúkra- deildum, og því miður hættir okkur öllum til að taka slík viðbrögð til okkar. Okkur finnst þau gjarnan árás á starfshæfi okkar og oft á tíðum veldur það því, að við sneiðum hjá þessum sjúklingum. Læknar og hjúkrunarfólk bíða lengur, áður en það fer inn til sjúklingsins og fjölskyldan hikar við að heimsækja hann eða dvelur eins skamma stund og unnt er hjá honum, og skaþar þetta oft spennu og óþægi- legan anda í kringum sjúklinga á þessu stigi. Þýðingarmikið er að vita, að æskilegt er fyrir sálarlíf sjúklingsins að hann verði leiður og læknum og hjúkrunarliði ber að taka tillit til þeirra leiðitilfinninga, Margir sjúklingar á þessu stigi efast um gæsku Guðs og missa jafnvel guðstrúna, þeir spyrja sig gjarnan: »Hvers vegna lést þú þetta koma fyrir mig?« Við skulum ekki hindra sjúklinga í því að hugsa þannig, heldur reyna að hjálpa sjúkling- um til að létta á hug sínum, en ekki að dæma þá eða ásaka þá fyrir ókurteisi eða trúleysi. í Kaliforníu var rannsakað, hversu lengi dauðvona sjúklingar þyrftu að bíða eftir hjúkr- unarliði, samanborið við aðra sjúklinga, eftir að þeir hringdu bjöllunni. Kom þá í ljós, að dauðvona sjúklingar þurftu að bíða helmingi lengur en aðrir sjúklingar. Ekki ber að gagn- rýna þetta, en skilja heldur orsakirnar. Vinnu- dagurinn er langur og kröfuharður á flestum sjúkradeildum. Okkur hættir til að örvænta um það, hvað sjúklingar kynnu að spyrja okkur um, og ef við gerum eitthvað fyrir þessa sjúklinga ásaka þeir okkur fyrir það. Hvað sem gert er, er gagnrýnt. En það er þýðingar- mikið að hjálpa sjúklingi að tjá reiði sína. Hver sá, sem hjálpar sjúklingi til að tjá reiði sína, hjálpar honum einnig til að líða betur eftir á. Ef okkur tekst að hjálpa sjúklingi til að spyrja »hvers vegna varð ég fyrir þessu«, þá getum við einnig hjálpað þeim að tjá gremju sína og reiði og þá auðveldum við einnig okkur sjálfum og hjúkrunarliði hjúkrun þeirra og alla læknismeðferð þeirra í framtiðinni. Þó að ljótt orðbragð sé ekki til fyrirmyndar, líður sjúklingum oft miklu betur eftir á, ef þeir fá útrás fyrir reiðitilfinningar sínar. Þetta getur valdið því, að dauðvona sjúklingar þarfnist minni deyfilyfja og hætti að kalla sífellt á hjúkrunarkonu eða starfsfólk deildarinnar eða áfellast sífellt fjölskylduna, sem er talsverð bót. Til þess að þetta eigi sér stað, verðum við að svara kalli þessara sjúklinga, þegar þeir eru tilbúnir að létta á hug sínum, en ekki aðeins þegar það hentar okkur. Þegar sjúklingar hafa komist yfir gremjuna og reiðina, tekur oft við 3ja stigið, eins konar kaup kaups-stig, þeir virðast hafa öðlast frið, þó að svo sé ekki. Það líkist frekar tímabundnu vopnahléi. Sjúklingum er Ijóst, hvað er að gerast. Oft koma viðbrögðin þá fram sem bæn, þeir lofa því, að fái þeir að lifa eitt ár enn, að vera sanntrúaðir eða fara oftar í kirkju, en ekki skiptir höfuðmáli, hverju þeir lofa, fæstir efna loforð sín, þó að þeim batni. Kosturinn við þetta stig er sá, að sjúklingurinn hefur loks viðurkennt, hvað er að gerast og biður aðeins um örlítið lengri frest til þess að geta gengið frá málum sínum. Sjúklingar þurfa einnig að ganga úr skugga um, hvernig séð verði fyrir börnunum og fá tækifæri til að gera erfðaskrá. Miklu máli skiptir, að þeir sem eru heilbrigðir, ættingjar eða aðrir, aðstoði sjúklinginn við að ganga frá málum sínum í tæka tíð. Þegar samningastiginu lýkur, tekur þung- lyndi við eða fjórða stigið, en það er tvenns konar. Fyrra stigið einkennist af eins konar

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.