Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 13
LÆKNABLADID
267
andsvörun, sjúklingurinn harmar þá missi ein-
hvers, t.d. brjósts, saknar þess að geta ekki
verið með börnum sínum eða saknar þess að
geta ekki sinnt starfi sínu lengur. Hann talar
um allt, sem hann hefur þegar misst. Vanalega
reynast læknar, hjúkrunarlið og fjölskylda
sjúklingum vel á þessu stigi, líklegast vegna
þess, að við þekkjum tilfinninguna sjálf. Hitt
skeiðið er gjarnan mjög erfitt fyrir sjúklinga.
Pað hefur verið nefnt þögla undirbúningsstig-
ið. Pá harmar sjúklingurinn þann missi, sem er
í vændum, manni sem kominn er að dauða
verður skyndilega ljóst, að hann verður ekki
aðeins að sjá af einum ástvin, heldur öllum og
öllu. Sjúklingurinn grætur gjarnan án þess að
tala um það, hvers vegna hann grætur. Læknar
eiga vanalega erfitt með að þola grátandi
sjúklinga, einnig þunglynda sjúklinga í lengri
tíma. Því hættir læknum þá til að biðja um
geðlæknisfræðilega ráðgjöf, en sjúklingum
finnst það óviðeigandi og þeir kæra sig ekki
um það. Þeir hafa á réttu að standa, því að
þetta eru mannleg og eðlileg viðbrögð undir
slíkum kringumstæðum. Ef við missum ástvin,
er talið eðlilegt að syrgja hann í allt að 20 ár,
en sá sem stendur fyrir framan dauða sjálfs sín,
stendur frammi fyrir því að sjá af öllu og öllum
og það er þúsund sinnum hryggilegra. Því
eigum við að hjálþa þessum sjúklingum að
gráta, segja þeim að það sé gott og mannlegt,
ef þeir gráta og að það þurfi karlmann til að
gráta undir slíkum kringumstæðum. Á þessu
stigi fer sjúklingurinn að búa sig undir enda-
lokin, hann kveður ættingja og kunningja á
táknrænan hátt og biður um, að fá börnin sín
einu sinn enn í heimsókn til sín. Loks vill hann
hafa einn eða tvo vini hjá sér, sem geta setið
þegjandi og haldið í hönd hans, og verður það
öllum orðum þyngra á metunum. Á þessu stigi
minnkar áhugi sjúklingsins fyrir umheiminum,
hann missir allan áhuga á stjórnmálum og
yfirleitt því, sem gerist í heiminum. Hann vill
ekki heyra minnst á heimili sitt, það mundi
aðeins auka á söknuðinn. Á þessu stigi líður
karlmönnum oft verr en konum. Af óskiljan-
legum ástæðum telur samfélag okkar óviðeig-
andi, að karlmenn gráti, en það er fáránlegt og
því er ekki síður þýðingarmikið að segja
karlmönnum, að það krefjist hugrekkis að
taka því, sem að höndum ber og gráta. Ef
sjúklingum leiðist að gráta og þeir verða ekki
taldir hugleysingjar fyrir vikið, tala þeir um
það, hversu erfitt það sé að verða að sjá af
öllu, sem þeim þykir kærast í framtíðinni. Fái
sjúklingar að láta harm sinn á ljós áður en þeir
deyja, geta þeir að lokum sætt sig við hlut-
skipti sitt.
Þýðingarmikið er, að læknar geri sér grein
fyrir því, að þeir þurfa að sleppa takinu, en
ekki endilega álíta það æðstu skyldu sína að
reyna að lengja lífið með öllum hugsanlegum
ráðum, í þess stað að leyfa sjúklingum að fá að
vera í friði, þegar sjúklingurinn er kominn á
það stig, að hann er reiðubúinn að kveðja
heiminn. Það er ekki síður skylda læknis að
vita, hvenær hætta skal án þess þó að hann
yfirgefi sjúklinginn, en það einmitt getur
hjálpað sjúklingum að öðlast frið, deyja ró-
lega.Takmark okkar er að hjálpa sjuklingum að
öðlast ytri sem innri frið fyrir dauðann, þannig
að þeir geti sagt við okkur: »Ég finn að
endalokin eru að nálgast og ég kvíði engu«.
Nær allir vilja alltaf lifa, en það er einnig
hægt að vera undirbúinn undir það að deyja,
án gremju, leiða og hræðslu, en hún er ekki
síður kveljandi.
Börn á öllum aldri ganga einnig í gegnum
þessi stig, en ekki nærri því eins greinileg og
fullorðnir. Lítil börn óttast aðeins skilnaðinn.
Lítið eitt eldri börn fá einnig hræðslu, síðar
óttast þau dauðann eins og draug, sem kemur í
myrkri og tekur þau til sín. Síðar skynja þau
dauðann sem ekki tímabilisbundið ástand,
heldur ævaranlegt.
Aðstandendur og fjölskyldur deyjandi fólks
sýna sömu viðbrögð og deyjandi sjúklingar.
Æskilegast er, að aðstandendur séu á svipuðu
stigi og sjúklingurinn, ella skapast oft vand-
ræði af. Það er því einnig þýðingarmikið, að
áfellast ekki erfiða aðstandendur sjúklinga,
sem vekja gjarnan hjá okkur sektarkennd, en
þess í stað aðstoða þá við að láta tilfinningar
sínar í ljós, án þess að hefja rökræður við þá.
Einmitt við það létta þeir oft á huga sínum á
nokkrum mínútum og eiga auðveldara með að
umbera sjúklinginn og erfiðleika hans.
HEIMILDIR:
1. Kiibler-Ross E.: On Death and Dying. New York,
Macmillan Publishing & Co, 1969.
2. Kiibler-Ross E.; Wessler S.; Avioli L. V.: On
Death and Dying. Jama July 10, 1972; Vol.'221,
No. 2.