Læknablaðið - 15.11.1980, Page 21
LÆKNABLADID
273
áætla, að til pess að fullnægja öllum viðgerð-
arþörfum 6- 14 ára barna á íslandi mundi
purfa 54 tannlækna, sem sinntu engu öðru í
eitt ár, og er pá gert ráð fyrir, að hver
tannlæknir starfi 40 stundir á viku í 40 vikur.
Til pessa hefur verið fjallað um kostnaðar-
hliðar tannlækningatrygginga án pess að ræða
kosti slíkra ráðstafana. Tvímælalaust er helsta
markmið trygginganna að gera börnum og
unglingum fjárhagslega kleyft að fá góða
tannlæknispjónustu. Árangurinn ætti að koma
í ljós í tilfærslu milli liða df og DMF talnanna,
p.e.a.s. hækkun á fjölda viðgerðra tanna og
lækkun á fjölda skemmdra (óviðgerðra) tanna
og tanna, sem verður að fjarlægja.
Sannarlega er lækkun á fjölda skemmdra
(óviðgerðra) tanna til mikilla bóta fyrir tann-
heilbrigði, en ekki má leggja pann skilning í
pessa breytingu, að um raunverulega lækkun á
tíðni tannskemmda sé að ræða, pví með
tannviðgerðum er barist við afleiðingar tann-
skemmda en ekki orsakir peirra. Hefting á
tíðni og útbreiðslu tannskemmda er fram-
kvæmanleg eingöngu með vel skipulögðum
fyrirbyggjandi aðgerðum, og verða peir, sem
afskipti hafa af tannheilbrigði að leggja jafn-
mikla áherslu á leiðir, sem geta komið í veg
fyrir tannskemmdir eins og á viðgerðir
skemmdra tanna.
ALMENNINGSVARNIR GEGN ORSÖKUM
TANNSKEMMDA
Vörnum gegn tannskemmdum má skipa í tvo
megin flokka. Annarsvegar eru aðferðir, sem
auka mótstöðu tannglerungsins gegn orsökum
tannskemmda, og hins vegar eru aðferðir, sem
draga úr styrkleika árásaraðilanna, p.e. kol-
vetna og baktería.
Ýmis konar aðferðir, sem draga úr tíðni
tannskemmda, hafa gefið góða raun víða um
heim. Verður nú gerð grein fyrir nokkrum
peirra, sem hent geta íslenskum staðháttum.
Almenningsfrædsla um tannheilbrigði
Helstu leiðir til pess að draga úr styrkleika
kolvetna og bakteria grundvallast á eftirfar-
andi atriðum: (1) minnkun á neyslu sykurs,
einkum sykursambanda, sem vilja loða lengi
við tennurnar, og (2) reglubundinni og sam-
viskusamri tannhirðu til pess að hefta bakteriu-
gródur á yfirborði tannanna.
Börnum eru kenndar, bæði í skólum og á
tannlæknastofum, réttar aðferðir við tann-
hirðu og pau vöruð við skaðlegum áhrifum
ýmísrsa matartegunda. En pessi vörn gegn
tannskemmdum kemur að litlu gagni nema
daglegt eftirlit sé haft með pessum atriðum á
heimilum barnanna. Til pess að ná tilætluðum
árangri parf að gefa foreldrum barnanna kost
á fræðast um áhrif góðs mataræðis og góðrar
tannhirðu á tannheilbrigði barnanna.
Tannlæknafélag Islands hefur í mörg ár
staðið fyrir fræðslupáttum um munnsjúkdóma
í útvarpinu. Þessa pætti ætti að auka og láta ná
til sjónvarps og dagblaða, með áherslu á
aðferðir, sem geta komið í veg fyrir tann- og
tannholdskvilla.
Skipulag fræðslupáttanna ætti að vera pann-
ig, að sérstakir pættir fjölluðu um vandamál
vissra aldursflokka, allt frá ungbörnum og til
aldraðra. Víða hafa pau mistök orðið, að beina
fræðslupáttum um tannheilbrigði eingöngu að
börnum á skólaskyldualdri. Slíkir pættir missa,
að mestu leyti marks, pví hugmyndir barna og
unglinga um tennur og tannheilbrigði byggjast
á skoðunum og reynslu foreldra peirra. Svo
sem áður var getið um ástand tannanna í
fullorðnum íslendingum (11), hljóta skoðanir
peirra á tannheilbrigði að vera frekar neikvæð-
ar og parfnast úrbóta. Því parf að skipuleggja
fræðslupætti um tannheilbrigði, sem stefndu
að vanfærum konum og foreldrum ungra
barna. Þessir pættir ættu að gera pessu fólki
fært að sjá, að mestu leyti, sjálft um fræðslu
barna sinna um tennur og tannhirðu.
Tannlæknafélag íslands og Tryggingarstofn-
unin ættu að sjá sameiginlega um skipulag
páttanna, og flytjendur ættu að vera tann-
læknar, héraðslæknar, hjúkrunarkonur, kenn-
arar og aðrir opinberir starfsmenn, sem afskipti
hafa af heilbrigðismálum.
Fluor í baráttunni við tannskemmdir
Frumefnið fluor fyrirfinnst eingöngu í efna-
samböndum sem fluoride í djúpum berglögum,
eldgosaösku og nokkrum málmum (t. d. bauxi-
te). Eftir aldaraða vatnsrennsli um pessar
berg- og málmtegundir losnar fluoride úr
viðjum og er til staðar í sjávarvatni, víðast
hvar í gróðurmold og flestum hráefnum, sem
notuð eru til matar.
Magn fluoride í nokkrum algengum fæðu-
tegundum má sjá í eftirfarandi skrá, og er
fluoridemagnið miðað við fjölda eininga af
fluoride í einni milljón einingum af hverri
fæðutegund (ppm = »parts per million«).