Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Síða 22

Læknablaðið - 15.11.1980, Síða 22
274 LÆKNABLAÐIÐ Fæðutegund Fluoridemagn (ppm) Hrísgrjón 1.0 Hveiti 1.1 Heilhveiti 1.3 Te-blöð 30-60 Mjólk 0.2-0.7 Smjör 1.5 Nautakjöt 0.2 Hænsnakjöt 1.4 Nýr fiskur 1.6 Smávegis af fluoride er í flestum mat, sem við leggjum okkur til munns og er eðlilega til staðar í sumum vefjum líkamans. Kannanir hafa verið gerðar á neyslumagni fluoride í nokkrum löndum, t.d. hefur verið áætlað, að dagleg neysla fluoride í mat og drykkjarvatni (óblönduðu) í Noregi sé 0.34-3.13 mg. á mann Megnið af pví fluoride, sem bundið er fæðutegundum, hverfur úr líkamanum með saurnum. Það litla magn, sem kemst í blóðið, binst kalkbornum vefjum líkamans eða fer sína leið með þvaginu. Þegar fluoride er til staðar (í blóðinu eða á yfirborði tannanna) fara fram efnaskipti í kristöllum tannglerungs- ins og breytist hydroxyapetite í fluorideapeti- te, sem eru stærri og betur byggðir kristallar, og par af leiðandi miklu síður uppleysanlegir í sýrum, sem myndast við samspil kolvetna og bakteria. Fluoride-efnasambönd hafa reynst best af öllum þeim efnum, sem reynd hafa verið, til þess að auka mótstöðu tannglerungsins gegn tannskemmdum. Fluoride er notað til varna gegn tannskemmdum í margs konar mynd og er komið áleiðis til tannanna eftir ýmsum leiðum (með penslun, í munnskolvatni, í tann- kremi, í drykkjarvatni o.s.frv.). Hér eftir verður greint frá þremur aðferðum við notkun fluori- de, sem borið hafa góðan árangur, eru tiltölu- lega ódýrar og vel hæfar íslenskum staðhát- tum. Fluoride-bæting drykkjarvatns Vel skipulögð fluoride-bæting drykkjar- vatns hófst í Bandaríkjunum árið 1944. Síðan hefur notkun þessarar fyrirbyggjandi aðferðar gegn tannskemmdum aukist gífurlega, þrátt fyrir töluverða mótspyrnu, og neyta nú 130 milljónir einstaklinga fluoride-bætts drykkjar- vatns í liðlega 30 löndum. Mesti fjöldi neyt- enda er í Bandaríkjunum (83,700,000) og Rúss- slandi (13,000,000). Ekki hefur verið fylgst með neinni sjúkdómsvörn eins vel og fluoride- bætingu drykkjarvatns, og hafa áhrif þessara aðgerða á tennur og almennt heilsufar manna verið gaumfæfilega rannsökuð síðastliðin 35 ár. Niðurstöður þessara vísindalegu rannsókna eru sammála um, að vel framkvæmd fluoride- bæting drykkjarvatns sé hættulaus, áhrifamikil og ódýr aðferð, til þess að hefta tíðni tann- skemmda. Engin skaðleg áhrif af takmarkaðri (1.0-1.2 ppm) blöndun fluoride í drykkjarvatn komu í Nokkrar myndir sem bregda Ijósi yfir hrörnun á tannheilbrigdi íslendinga. A. Nedri kjálki úr kvenmanni, sem jardsett var í Skeljastadagrafreit á tímabilinu 1000-1104. Engar tannskemmdir voru finnanlegar, en töluvert slit er á bitflötum tannanna (attrition). Mikil beinpykkildi eru á innri hlidum kjálkans (mandibular tori). B. Höfudkúpa karlmanns, sem var jardsettur í Haffjardareyjargrafreit á tímabilinu 1100-1563. Eng- ar tannskemmdir fundust en mikid um tannstein. Tannstædin hafa augsjáanlega ordid fyrir bein- skemmdum, sem sennilega eru afleidingar tann- holdssjúkdóma.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.