Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ
275
Ijós í ítarlegum rannsóknum, sem gerðar hafa
verið víða um heim (3, 17, 18). Ennfremur er
óskaðsemi aðferðarinnar borið vitni með með-
mælum og hvatningu Alpjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) gagnvart notkun henn-
ar (19), og peirri staðreynd, að milljónir manna
um allan heim hafa neytt fluoride-bætts drykk-
jarvatns hverjum degi, svo árum skiptir, án
heilsutjóns, sem sanna megi að sé af völdum
C. Höfudkúpa biskups, sem jardsettur var í Skálholti
árid 1211, pá 56 ára að aldri. Prjár framtennur hafa
týnst í uppgreiftri eda flutningi beinanna. Smávægi-
legar beinskemmdir eru sjáanlegar á tannstæðum,
en engin tönn bar merki tannskemmda.
D. Höfuðkúpa biskups, sem jarðsettur var í Skálholti
árið 1743, pá 78 ára ad aldrí. Töluverðar bein-
skemmdir eru á tannstæðum í báðum kjálkum og
smávægilegar tannskemmdir á hlíðarflötum tveggja
jaxla.
fluoride í drykkjarvatninu. Enginn neitar pví,
að ofneysla fluoride getur haft skaðleg áhrif í
för með sér. Því hefur mikil áhersla verið lögð
á að finna pað magn fluoride, sem best henti
tannskemmdavörnum, án pess að skaða tenn-
ur eða aðra líkamshluta. Niðurstöður fjölda
rannsókna hafa sýnt fram á, að besta tann-
verndin fæst með blöndun 1.0- 1.2 eininga
fluoride í hverja milljón einingar af vatni og
E. Sex ára gamall kaupstaðadrengur, sem skoðaður
var árið 1970. Tannskemmdir voru á öllum barna-
tönnum, sem til staðar voru, par á meðal voru efri
framtennur undirlagðar af tannátu upp í kviku.
F. Tólf ára gamall kaupstaðapiltur, sem var skoðað-
ur árið 1970. Smáskemmdir voru finnanlegár á
flestum fullorðinstönum, og allar barnatennur voru
sundurtættar af tannátu, svo rótarbrotin stóðu ein
eftir.