Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 281 Það var þó ekki fyrr en um 1950 að verulegur skriður komst á sjúkraflugið og var hlutur Björns Pálssonar, flugmanns, þar stærst- ur í 25 ár, f>ar til hann lést árið 1973. (5, 6) í fyrstu notaðist hann við eins hreyfils flugvélar, lengst af flugvél af gerðinni Cessna 180 (TF- HIS), sem enn er í góðu lagi. Síðar notaði hann einnig mikið tveggja hreyfla flugvél af gerð- inni Beechcraft Twin Bonanza (TF-VOR). Mun Björn alls hafa farið hátt á fjórða þúsund ferðir í sjúkraflugi. (15) Arið 1958 hóf Jóhann M. Helgason, flug- maður á Akureyri, hliðstæða starfsemi þar. (16). A seinni árum hafa ýmis flugfélög tekið að sér sjúkraflug. Eru nokkur þeirra í Reykjavík, en einnig eru starfandi flugfélög á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þá má einnig geta þess, að Landhelgis- gæslan hefur alltaf flutt eitthvað af sjúklingum með flugvélum sínum á hverju ári og ekki skal gleyma björgunarsveit varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, sem oft hefur hlauþið undir bagga þegar flytja hefur þurft sjúklinga með þyrlum við erfiðar aðstæður. Könnun á sjúkraflutningum með flugvélum Árið 1973 var haldin í Reykjavík á vegum Rauða Kross íslands ráðstefna um sjúkraflutn- inga. Þar starfaði vinnuhópur um sjúkraflutn- inga í lofti og komst hann meðal annars að raun um að uþþlýsingar um sjúkraflug skorti mjög. (13) Höfundur tók sér fyrir hendur að kanna sjúkraflutninga með flugvélum fyrir árið 1976. Haft var samband við alla þá aðila, sem vitað var um að stunduðu sjúkraflutninga með flugvélum á því ári og leitað eftir samvinnu við uþþlýsingaöflun. Þessir aðilar voru: Landhelg- isgæslan, Flugstöðin hf, Flugfélagið Vængir hf og Flugþjónusta Sverris Þóroddssonar í Reykja- vik, Flugfélagið Ernir á ísafirði, Flugfélag Norðurlands á Akureyri, Flugfélag Austur- lands á Egilsstöðum og Eyjaflug í Vestmanna- eyjum. Utbúið var sérstakt eyðublað og tóku flug- menn að sér að fylla út í þau að loknu hverju flugi. Sþurt var um eftirfarandi atriði: Dagsetn- ingu, milli hvaða staða flogið var, tegund flugvélar, flugtíma með sjúkling, hvenær sól- arhrings var flogið, hvort flogið var blindflug eða sjónflug, hvað hafi verið að þeim sjúkling- um sem voru fluttir, hverjir hefðu fylgt sjúk- lingi í flugvélinni, hver hefði beðið um flugvél- ina, hvaða lækninga- og lyfjabúnaður var í flug- vellinni og hvort einhverjar tafir hefðu orðið. Þessum upþlýsingum var síðan safnað saman í árslok. Heimtur voru góðar og hjá flestum aðilum fengust upplýsingar um öll sjúkraflug- in, en ekki voru þó eyðublöðin alltaf fyllt alveg út og vantaði oftast upplýsingar hvað gengið hefði að sjúklingunum. Ekki tókst að afla upplýsinga frá Eyjaflugi né heldur Flugfé- laginu Örnum á ísafirði, en á árinu var það flugfélag aðeins rekið um það bil hálft árið og miðað við sjúkraflug á árinu 1979, sem voru rúmlega 100, virðist eðlilegt að gert sé ráð fyrir að flogin hafi verið um það bil 50 sjúkraflug hjá því félagi á árinu 1976. Tvö til þrjú flug voru farin til Grænlands til að sækja sjúklinga og eru þau ekki talin hér. Haft var samband við Flugfélag Islands (síðar Flugleið- ir hf), þar sem vitað var að félagið flytur árlega allmarga sjúklinga í áætlunarferðum, en ekki tókst þó að afla upplýsinga um fjölda slíkra sjúklinga. Þessi könnun tekur því aðeins til sjúkraflutninga í lofti þar sem sérstök flugvél var fengin til þess flytja sjúklinginn. Alls var um að ræða 300 flug með 300 sjúklinga og lent var á 40 stöðum á landinu. Flest flugin voru á vegum flugrekstraraðila í Reykjavík eða 173. Frá Akureyri voru 95 flug, frá Egilsstöðum 24 og frá Keflavíkurflugvelli 8. Eins og að framan getur vantar þau flug sem voru á vegum flugrekstraraðila á ísafirði og í Vestmannaeyjum og einnig fjölda sjúklinga sem Flugfélag íslands flutti í áætlunarferðum, en ef allt er lagt saman virðist mega ætla að um 400 sjúklingar hafi verið fluttir flugleiðis á íslandi á árinu 1976. Tafla I sýnir milli hvaða staða oftast var flogið. Flugin dreifast nokkuð jafnt yfir árið, en voru fæst í mars eða 17, en flest 38 í júlí. Oftast voru það læknar sem báðu um sjúkra- flugvél. Alls voru 11 flugvélategundir notaðar til sjúkraflugsins og sést nánar í töflu II hvaða flugvélar hafa verið mest notaðar. Flestar þessara flugvéla voru tveggja hreyfla landflug- vélar, nema Cessna 305, sem er eins hreyfils og Hughes 500 og Sikorsky HH 3 E eru þyrlur. Eins og sést voru aðeins tvö flug farin með eins hreyfils landflugvél. Flugvélarnar voru frá 6-19 sæta og vel búnar blindflugstækjum og flestar með afísingartæki, en engin var búin jafnþrýstiútbúnaði. Flugmennirnir munu allir hafa haft full réttindi til þjónustuflugs. Blind- flug var skráð 169 sinnum og sjónflug 64 sinnum. Flug í dagsbirtu voru skráð 201 og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.