Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 32

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 32
282 LÆKNABLADID Table I. Number of patients transported. Rif — Reykjavík 23 Akureyri — Reykjavík 22 Blönduós — Reykjavík 21 Hvammstangi — Reykjavík 21 Stykkishólmur — Reykjavík 17 Patreksfjörður — Reykjavík 10 Hornafjörður — Reykjavík 10 Egilsstaðir — Reykjavík 6 Pórshöfn — Akureyri 10 Vopnafjörður — Akureyri 9 Blönduós — Akureyri 8 Siglufjörður — Akureyri 7 Raufarhöfa — Akureyri 7 Egilsstaðir — Akureyri 5 Djúpivogur — Neskaupstaður 7 Other 117 Total 300 Table II. Type of aircraft and number of flights. Piper PA 23 Aztec........................... 86 Piper PA 31 Navajo ......................... 74 Britten Norman Islander..................... 45 Beech D 50Twin Bonanza...................... 24 Beechcraft D 18 ............................ 23 Cessna 310.................................. 18 De Havilland Twin Otter .................... 17 Cessna 305 .................................. 2 Piper Apache................................. 1 Helicopters: Sikorsky HH 3 E ............................. 8 Hughes C 500 ................................ 2 Total 300 Table III. Reasons for transport. Abortions and deliveries........................ 20 Fractures ...................................... 20 Other injuries.................................. 18 »Internal« diseases ............................ 16 Prematures, newborn, young children............. 12 Appendicitis .................................... 7 Mental disease................................... 6 Other........................................... 21 Total reported 120 flug í náttmyrkri voru 49. Stystur flugtími var 10 mínútur, en lengstur flugtími var tvær klst. og 25 mínútur. Flugtími var oftast styttri en ein klukkustund. Tafir urðu í nokkur skipti og hamlaði veður 9 sinnum, oftast nokkrar klukkustundir, en í eitt skipti var ekki hægt að fljúga vegna veðurs í tvo daga samfleytt. Nokkrum sinnum urðu tafir vegna ástands flugvallanna sjálfra, svo sem vegna skorts á brautarljósum, yfir- borð brautanna var ekki í lagi og í nokkur skipti urðu tafir vegna pess að ekki var blindaðflug að flugbrautunum. Tvisvar urðu nokkrar tafir meðan beðið var eftir súrefnis- kassa. Athugað var hverjir fylgdu sjúklingunum í fluginu og í 43 skipti voru pað læknar, í 24 skipti hjúkrunarfræðingar og í 37 skipti voru pað aðstandendur eða aðrir. Nokkuð erfiðlega gekk að fá upplýsingar varðandi hvað gengi að sjúklingum peim sem voru fluttir, en tafla III gefur nokkra vísbend- ingu um algengustu kvilla. Pað sem flokkað er undir önnur slys er meðal annars höfuðslys, augnslys, brunar, aðskotahlutir í hálsi og vél- inda, voðaskot, eitrun. Það sem flokkað er undir »innvortis sjúkdóma« er meðal annars nýrnasjúkdómar, »andarteppa«, kransæða- stífla, asthma, »gat á lunga«, heilablæðing, Park- insonveiki, blóðtappi, kviðslit, lungnabólga, hrörnun, blóðsjúkdómar, ígerð. Eins og sjá má virðist algengast að sjúklingar séu fluttir í sjúkraflugvélum vegna alls konar slysa, meðgöngu og barnsburðar og fylgikvilla í sambandi við pað, svo og vegna fyrirburða og sjúkdóma nýfæddra og lítilla barna. Tveir sjúklinga létust á leiðinni í flugvél. Annað var 4 mánaða gamalt barn með heila- himnubólgu og hitt var sjúklingur sem hlotið hafði slæmt höfuðhögg. Ekki urðu nein slys eða óhöpp í sambandi við flugið sjálft. Læknisfræðileg atriði Eins og áður segir eru eins hreyfils flugvélar lítið notaðar í sjúkraflugi nú orðið. Þær eru yfirleitt 4-6 sæta og oftast er mjög lítið pláss í peim, pannig að erfitt er að komast að sjúklingunum til hjúkrunar og aðhlynningar. Þær flugvélar sem algengastar hafa verið í sjúkrafluginu á undanförnum árum eru nokk- uð rýmri að innan, en ekki er hægt að segja að plássið sé mikið, einkum í minni flugvélunum. Einnig eru dyrnar oft mjög pröngar og erfitt getur verið að koma sjúklingunum inn í vélina. Pess vegna skiptir miklu máli að undirbúa sjúklinginn eins vel og kostur er á fyrir flugferðina. Ef sjúklingurinn parf að fá blóð eða vökva í æð á leiðinni er nauðsynlegt að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.