Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 35

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 35
LÆKNABLADID 283 ganga rækilega frá nálum og slöngum. Þá er einnig nauðsynlegt að sjúklingurinn losni við þvag og hægðir áður en lagt er upp ef hægt er, •vegna pess að aðstaða til notkunar bekju í flugvélum er erfið og einnig getur verið erfitt að losna við úrgang. Mjög mismunandi er eftir flugvélategundum hversu hávaði er mikill, en hann er alltaf talsverður, einkum í pyrlum. Sama máli gegnir um titring. fetta getur orðið mjög ópægilegt fyrir sjúklinga, sérstaklega börn. Erfitt getur verið að nota hlustpípu og að fylgjast með púls. Samræður geta verið erfiðleikum bundn- ar sökum hávaðans. Flugvélar pær sem notaðar hafa verið til sjúkraflutninga hafa ekki haft jafnþrýstiútbún- að og hafa því oft purft að fljúga í skýjum og getur þá hreyfing á vélinni verið talsvert mikil á köflum, einkum ef mikil ókyrrð er í lofti. Petta getur að sjálfsögðu valdið hinum mestu ópægindum fyrir sjúklinginn og hann getur orðið mjög flugveikur. Er pví ekki ráðlegt að láta sjúklinginn drekka mikið af vökva áður en flugið hefst. Vegna hugsanlegrar ókyrrðar er alltaf nauðsynlegt að festa vel börur pær sem sjúklingurinn liggur á og festa sjúklinginn vel við börurnar. Petta skiptir einnig talsverðu máli í sambandi við flugtak, pegar flugvélin fer mjög hratt af stað og klifrar bratt og sömuleið- is þegar lent er og stöðva þarf vélina skyndi- lega. Nauðsynlegt er að hitakerfi í flugvélum séu fullkomin, pannig að hiti verði pægilegur, jafnvel pó hátt sé flogið. Gæta parf pess pó að hafa nægilegt af teppum meðferðis. Sömuleið- is er nauðsynlegt að lýsing í farpegarými flugvéla sé fullnægjandi, pannig að hægt sé að fylgjast með ástandi sjúklingsins í góðri birtu. Talið er, að heilbrigðir þoli flug í allt að 8000 feta hæð (2438 metrar) án pess að súrefnis- skorts gæti að ráði. Er pá hlutþrýstingur súrefnis í lungnablöðrum 65 mm Hg (8,7 KPa) og súrefnismettun slagæðablóðs 90 %. (8) Strax og hærra er farið breytist petta mjög til hins verra og er súrefnismettun blóðs aðeins 85 % við 12000 feta hæð. (9) Þannig er ljóst að sjúklingar sem hafa alvarlega lungna- eða hjartasjúkdóma og einnig peir sjúklingar sem eru blóðlitlir pola alls ekki flutning í flugvél, nema þeim sé gefið súrefni á leiðinni. Lofttegundir þenjast út við lækkaðan loftprýsting. Þannig getur rúmtakið aukist um 50% við 10000 feta hæð. (2) Hjá sjúklingum sem fluttir eru í flugvélum án jafnprýstibúnað- ar getur petta skipt miklu máli. Þannig getur verið varasamt að fljúga hátt með sjúklinga sem eru með þarmalömun á háu stigi, par sem loftið í pörmum og maga mundi þenjast mikið út og gæti orsakað mikinn sársauka, öndunar- erfiðleika, uppköst og jafnvel gæti magainni- hald runnið ofan í lungu (aspiration). Einnig er talin hætta á lækkuðum blóðprýstingi og jafnvel yfirliði. Ætti því að setja niður maga- slöngu hjá slíkum sjúklingum áður en lagt er upp í flugið. (7) Ef gefa parf sjúklingi vökva á leiðinni er talið ráðlegra að nota vökva í plastpokum en í glerflöskum, par sem að loftþrýstingurinn við yfirborð vökvans í glerflöskunum gæti ýmist hert eða hægt að rennsli vökvans eftir þvi hvort flugvélin hækkaði sig eða lækkaði. Hjá sjúklingum með loftbrjóst (pneumotho- rax) parf að setja kera inn í brjóstholið, þannig að loftið komist óhindrað út. Hættulegt getur verið að flytja sjúklinga, sem nýlega hafa verið rannsakaðir, pannig að lofti hafi verið spraut- að inn í heilabúið (loftencephalogram). Þá er rétt að geta pess, að loft í belgjum á barkarennum (endotracheal og tracheostomy tubum) penst út með aukinni hæð og sama er að segja um loft í loftspelkum og gætu slíkar spelkur stöðvað blóðrás í útlimum, jafnvel í tiltölulega lítilli hæð, nema að lofti sé hleypt úr þeim að hluta. (8) Flugvélar og útbúnaður þeirra Eins og áður segir hefur notkun eins hreyfils flugvéla í sjúkraflugi verið svo til alveg hætt og eru langflestar flugvélarnar tveggja hreyfla, eru útbúnar fullkomnum blindflugstækjum og flestar einnig afísingartækjum. Flughraði peirra er milli 130 og 200 hnútar. í flugvélum af minni gerðinni er aðeins pláss fyrir einn sjúkling, en stærri vélarnar geta tekið tvo eða jafnvel fleiri sjúklinga. Hingað til hafa flugvél- ar með jafnþrýstiútbúnaði af peirri stærð sem um hefur verið rætt ekki verið notaðar í sjúkrafluginu hérlendis. Slíkar flugvélar eru nokkuð dýrari en aðrar, en kosturinn er sá, að þær geta flogið miklu hærra og komist upp fyrir flest ský og veður og þannig er hægt að komast hjá pví að fljúga í mikilli ókyrrð og ísingu. Einnig er hægt að halda loftþrýstingi í farpegaklefa nokkuð eðlilegum. Sjúkraflug með pyrlum hefur ekki verið mikið á undanförnum árum. Þó hafa þyrlur í eigu Landhelgisgæslunnar farið nokkur flug árlega og sömuleiðis hafa pyrlur björgunar-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.