Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 36
284
LÆKNABLAÐIÐ
sveitar varnarliðsins flutt allmarga sjúklinga.
Þyrlur þeirrar sveitar eru bæði stórar, hrað-
fleygar og vel útbúnar og hafa auk þess mjög
vel pjálfaðar áhafnir. Gera má ráð fyrir að
hlutur pyrla verði nokkuð meiri í framtíðinni
en verið hefur, þar sem ráðgert mun vera að
Landhelgisgæslan fái fullkomna þyrlu á næst-
unni. Þær þyrlur sem nú eru smíðaðar eru
mjög fullkomnar. Þetta stafar meðal annars af
aukinni notkun tveggja hreyfla þyrla með
túrbínuhreyfla og einnig hafa verið notuð ný
efni, svo sem í skrúfublöðin. Einnig eru þessar
þyrlur búnar fullkomnum blindflugsútbúnaði.
Þetta hefur í för með sér meira öryggi og
hávaði og titringur er miklu minni. (10) Hins
vegar hefur ekki ennþá tekist að komast fyrir
öll vandamál í sambandi við ísingu. (17) Þyrlur
henta best á tiltölulega stuttum vegalengdum
og þar sem ekki er hægt að lenda öðrum
flugvélum.
í könnun þeirri sem að framan getur kom í
Ijós að lækningatækjaútbúnaður í flugvélum
hefur verið næsta lítill. í mörgum tilfellum var
enginn útbúnaður, en stundum eingöngu súr-
efnisútbúnaður og stöku sinnum lyfjakassi.
Þetta þyrfti að breytast. Útbúnaðinn þyrfti að
staðla og ætti hann að vera eins hvar sem er á
landinu. Þau tæki sem nauðsynleg eru í hverri
sjúkraflugvél eru: Fullkominn súrefnisútbúnað-
ur með nægum birgðum, sogtæki til að hreinsa
úr vitum sjúklings, öndunarbelgur, barkaslöng-
ur, spelkur, umbúðir og nauðsynleg lyf. Full-
komin sjúkraflugvél væri auk þess útbúin
hjartarafsjá, defibrillator, lítilli öndunarvél og
útbúnaði til að gefa innrennslislyf. Að
sjálfsögðu er nauðsynlegt að hafa fullkomnar
sjúkrabörur í flugvélum.
Þegar flytja þarf nýfædd börn eða fyrirburði
er nauðsynlegt að hafa til taks hitakassa með
tilheyrandi útbúnaði og eru slíkir kassar til í
eigu Barnaspítala Hringsins og e.t.v. víðar.
Flugvellir
Eins og kunnugt er eru margir flugvellir hér á
landi næsta ófullkomnir. Ýmsir þeirra eru að
miklu leyti frá náttúrunnar hendi, en hafa verið
sléttaðir, valtaðir, merktir og vindpoki settur
við þá. Yfirborð margra er mjög lélegt og geta
þeir oft verið varhugaverðir vegna bleytu,
forar og holklaka.
I samantekt um flugvelli, sem Flugmála-
stjórn lét gera 1978, er talið ýmislegt sem
ófullkomið er á flugvöllum landsins og rætt
um það sem gera þarf til úrbóta: Gera þarf
Mynd I. Sjúklingur fluttur med flugvél 1930. Flugvél
af gerdinni Junkers F-13. Flugmadurinn, Sigurdur
Jónsson, lengst til hægri.
Mynd 2. Sjúklingur fluttur með flugvél 1979. Flugvél
af gerðinni Britten Norman Islander. Pórólfur Mag-
nússon, flugmadur, lengst til vinstri.
sem flestar flugbrautir frostfríar, þannig að
hægt sé að lenda á þeim, án þess að sökkva í
aurbleytu. Marga flugvelli þarf.að girða til að
verja þá ágangi búfjár. Snjóruðningi af flug-
brautum er víða áfátt. Merkja þarf flugbrautir
betur. Koma þarf upp fleiri farþegaskýlum
með hreinlætisaðstöðu. Víða skortir umsjón-
armenn með lágmarksþekkingu til að gefa
upplýsingar um veður og ástand flugvallanna.
Þá eru talin upp öryggisatriði sem víða vantar,
svo sem brautarlýsingu, aðflugshallaljós, slökk-
vitæki, sjukrakassa, radióvita, radíósamband
milli flugvélar og flugvallar, hæðarmæla, vind-
mæla, miðlínusenda, fjarlægðarmæla, talsíma
og fleira. Það eru aðeins á tiltölulega fáum
stöðum þar sem mörg framangreind atriði eru
í lagi og sennilega er langt í land að svo verði,
þar sem fjárveitingar til flugvalla hafa verið
litlar á undanförnum árum. Þannig er ljóst, að
mjög víða er ekki hægt að sækja sjúkling
flugleiðis, nema í björtu veðri og góðu skyggni.