Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 41

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 41
LÆK.NABLAÐIÐ 285 Virðist eðiilegt að endurbætur gangi fyrir á peim flugvöllum, sem mikið sjúkraflug er til. Samkvæmt erindi sem Tryggvi Helgason, flugmaður, flutti á sjúkraflutningaráðstefnunni árið 1973, þarf flugvöllur sem koma á að fullu gagni fyrir sjúkraflug jafnt að nóttu sem degi, að hafa að minnsta kosti eina 600 metra upphleypta flugbraut, sem ekki linast í bleyt- um, brautarljós, aðflugshallaljós á að minnsta kosti einn brautarenda, radíóvita fyrir aðflug, fjarskiptastöð, vindmæli og upphitað húsnæði, par sem hlynna má að sjúklingum. Einnig ræddi hann um nauðsyn snjóruðningstækja og umsjónarmanns, sem getur gefið upplýsingar um veður og ástand flugvalla. (16) Flugrekstraraðilar og flugmenn Hjá peim aðilum sem stundað hafa sjúkraflug á undanförnum árum, hefur leiguflug og áætl- unarflug yfirleitt yerið burðarásinn í flugrek- strinum og hefur skapað hina fjárhagslegu und- irstöðu. Þær flugvélar sem notaðar hafa verið undanfarið, hafa verið pað dýrar í innkaupi og rekstri, að sjúkraflug eingöngu nægir ekki til þess að reksturinn beri sig. Á undanförnum árum hefur nokkurt fé á fjárlögum verið ætlað til styrktar sjúkrafluginu og hefur því verið skipt á milli nokkurra þeirra aðila sem sjúkra- flug stunda, en mismikið hefur komið í hlut hvers. Hefur þessi upphæð um það bil svarað til kaupverðs á einum jeppabíl. Það sem valdið hefur nokkrum óþægindum hjá flugrekstraraðilum er hversu illa og seint hefur gengið að innheimta greiðslu vegna sjúkraflugsins. Fyrirkomulag greiðslu fyrir sjúkraflug hefur í höfuðatriðum verið þannig að undanförnu, að sjúkrasamlögin greiða 3/4 hluta upphæðarinnar, en sjúklingur eða að- standendur hans '/4 hluta. Þarna getur orðið um allháa fjárhæð að ræða og er hér um að ræða mikinn aðstöðumun fólks eftir búsetu. Eðlilegt væri að Tryggingastofnun ríkisins eða sjúkrasamlögin greiddu flugrekstraraðila strax alla upphæðina, en innheimti síðan hluta sjúklingsins, þó þannig að þak væri á þeim hluta, sem honum bæri að greiða. Flugmenn þeir sem flogið hafa sjúkraflug á síðustu árum hafa haft full réttindi, þ.e.a.s. þeir hafa lokið atvinnuflugmannsprófi og blind- flugsprófi og hafa a.m.k. 500 (klukkustunda) flugtíma að baki. Mjög margir hafa mikla reynslu í sambandi við sjúkraflug og mikinn flugtíma að baki. í viðtölum við nokkra þeirra kom í ljós, að það sem þeir telja nauðsynlegt til úrbóta er meðal annars, mjög bætt aðstaða á ýmsum flugvöllum, bæði hvað varðar flug- vellina sjálfa og ýmis öryggisatriði, sem hafa verið rædd hér að framan. Hvað flugvélakost varðar telja flestir að stefna beri að því, að fá flugvélar með jafnþrýstiútbúnað til sjúkra- flugsins af ástæðum sem fyrr hafa verið nefndar. Varðandi fyrirkomulag sjúkraflugsins hafa verið ýmsar hugmyndir. Á þetta þó einkum við Reykjavík, þar sem margir aðilar hafa tekið að sér sjúkraflug. Virðast tveir kostir geta komið til greina. Annar er sá, að einum aðila verði falið að sjá um sjúkraflugið og verði honum gert kleift að reka heppilegar flugvélar í þessu skyni og eignast hæfilegan lækningatækjaút- búnað. Hefði þessi aðili þá stöðuga vaktþjón- ustu með höndum. Hinn kosturinn væri sá, að allar beiðnir um sjúkraflug bærust einum sérfróðum aðila, sem mundi þá ákveða hvaða flugvél væri heppilegust hverju sinni. Með fyrrnefnda fyrirkomulaginu skapaðist ákveðin sérhæfing í flugrekstri, en hvort fyrirkomu- lagið sem notað væri gæti oft sparað mikinn tíma og óþægindi hjá þeim aðila sem á sjúkraflugvél þyrfti að halda. Hlutur lækna og annarra heilbrigðisstétta Margir læknar hafa einhvern tíma á starfsferli sínum þurft að fylgja veikum eða slösuðum sjúklingi flugleiðis. Segir dr. Friðrik Einarsson, nokkuð frá reynslu sinni í æviminningum sín- um. (5) í könnun þeirri sem sagt hefur verið frá kom í ljós að læknir fylgdi sjúklingi í 43 skipti og hjúkrunarfræðingur í 24 skipti. Hafa þessir aðilar þó vafalítið fylgt sjúklingum oftar, þó gleymst hafi að geta um það. Oftast eru það læknar og hjúkrunarfræðingar á Iandsbyggð- inni sem fylgja sjúklingum, en einnig er talsvert um það að læknar fari með flugvélum frá þeim stað sem flugið hófst, einkum þó Reykjavík. Þetta fer nokkuð eftir því um hvers konar sjúklinga er að ræða. Þannig fara læknar frá vökudeild Landspítalans þegar þarf að flytja fyrirburði eða nýfædd börn. Einnig hafa verið nokkrir flugmenn og flugáhuga- menn í hópi lækna í Reykjavík, sem tilbúnir hafa verið að fara í slíkar ferðir með stuttum fyrirvara. í mörgum tilfellum þarf ekki sér- menntað fólk til að fylgja sjúklingum, svo-sem við minniháttar áverka, en oft getur komið fyrir, að ekki veiti af bæði lækni og hjúkrunar- fræðingi ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.