Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 45

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 45
LÆKNABLADIÐ 289 Þorkell Guðbrandsson UM BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLINGAR INNGANGUR Eins og vel er kunnugt, er hár blóðþrýstingur algengur meðal flestra þjóða (28, 29). Lengi hefur verið vitað, að því hærri sem blóðþrýst- ingur er, þeim mun meiri hætta er á hjarta- og æðasjúkdómum. Gildir þetta samband fyrir bæði kyn og alla aldurshópa (14). Þegar unnt er að lækka blóðþrýstinginn, minnkar hætta á því að verða fyrir barðinu á þessum alvarlegu fylgikvillum. Hefur verið sýnt ntjög skýrt fram á þetta við hin svæsnustu form blóðþrýstings- hækkunar eða illkynja háþrýsting (16). í hinni þekktu Veterans Administration rannsókn vestan hafs var sýnt fram á góðan árangur af blóðþrýstingslækkandi meðferð hjá miðaldra körlum, sem höfðu díastóliskan blóðþrýsting yfir 105 mm Hg (27). Lengi hefur ríkt óvissa og skiptar skoðanir um gildi meðhöndlunar á hinum vægari stigum blóðþrýstingshækkunar Nýlega hafa verið kynntar fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar í Bandaríkjunum (HDFP-rannsóknin (12)). Kemur þar fram, svo að ekki virðist um villzt, að með nákvæmri blóðþrýstingslækkandi meðferð tókst að koma í veg fyrir fjölmörg dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hjá fólki með væga blóðþrýstingshækkun (díastóliskan blóðþrýst- ing 90-100 mm Hg). Það ríður því á, að blóðþrýstingshækkun greinist snemma. Greining byggist á blóðþrýst- ingsmælingum. Haldgóð vitneskja um fram- kvæmd mælingar, takmarkanir og skekkju- valdaaðferðarinnar er nauðsynleg við mat á niðurstöðum. Mikilvægt er, að allir, sem mæla blóðþrýsting, fái rækilega kennslu og þjálfun í aðferðinni. Það kynni að hafa alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir sjúkling, ef blóð- þrýstingur væri vitlaust mældur. í þessari grein verður lýst stuttlega sögu blóðþrýstingsmælinga, og síðan fjallað nokkru nánar um einstök atriði venjulegrar blóð- þrýstingsmælingar. Barst 08/03/1980. Sampykkt 25/03/1980 Sögulegt ágrip Eftir því sem bezt er vitað, var blóðþrýstingur fyrst mældur á öndverðri átjándu öld af enskum guðfræðingi Stephen Hales að nafni. Mældi hann þrýsting blóðugt eða beint á lærslagæð merar nokkurrar með því að færa messingsrör inn í slagæðina, og tengdi hann síðan rörið við langa glerpípu. Steig þá blóð- súlan í glerpípunni rúmlega átta fet upp fyrir afturhólf hjartans. Séra Hales gerði í þessum tilraununum ýmsar merkar athuganir, m.a. á breytileika blóðþrýstingsins (6). Síðar hefur aðferðum við beinar (blóðugar) mælingar fleygt fram, og hin síðari ár hafa verið gerðar merkar athunganir á eðli blóðþrýstings með stöðugum beinum mælingum, oft svo sólar- hringum skiptir (7, 18). Það er ókostur við hina beinu mælingaraðferð að opna þarf slagæð. Þess vegna er aðferðinni nær eingöngu beitt í rannsóknarskyni og við einstaka óljós tilfelli. Við hina venjulegu mælingaraðferð er hins vegar reynt á óbeinan hátt (þ.e. án þess að stinga á eða opna slagæðina) að átta sig á blóðþrýstingnum inni í æðinni (vide infra). Svo virðist sem þrýstingi blóðsins hafi ekki verið gerð skil í vísindum hinna fornu menn- ingarþjóda. Ekki að heldur minnist William Harvey, sem lýsti hringrás blóðsins 1628, á blóðþrýsting sem slíkan. Hann lýsti þó, hvern- ig blóð spýttist úr æðum í samræmi við samdrætti hjartavöðvans. Skömmu eftir að séra Hales gerði hinar fyrstu blóðþrýstings- mælingar, lýsti prófessor Samuel Schaarsch- midt í Berlín æðabreytingum, sem sennilega stöfuðu af háum blóðþrýstingi (1). Nær einni öld síðar lýsti Richard Bright hjartastækkun hjá sjúklingum, sem höfðu alvarlegan nýrna- sjúkdóm (Bright’s sjúkdóm eða nephritis). Taldi hann líklegt, að blóðþrýstingshækkun gæti átt þátt í hjartastækkuninni. Síðar vac lýst útbreiddum smáæðabreytingum í þessum sama sjúkdómi (22). Ekki var læknum þó vel ljóst samband hinna sjúklegu breytinga og blóðþrýstings, enda blóðþrýstingsmælingar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.