Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 46

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 46
290 LÆKNABLADID ekki aðgengilegar. Læknar á nítjándu öld reyndu samt að átta sig á blóðþrýstingi með pví að þreifa á slagæðum og finna, hversu fast þurfti að þrýsta til þess að loka æðunum. Reynt var jafnvel að mæla þennan kraft með lóðum. Rétt fyrir síðust aldamót dró til tíðinda í þessum efnum. Nú var farið að nota upphand- leggsslíður með innsaumuðum gúmmíbelg, sem blása mátti upp. Hinn aukni prýstingur í slíðrinu leiddi til pess, að upphandleggsslagæð- in (arteria brachialis) klemmdist saman. Þeg- ar siðan var létt á þrýstingnum, var athugað, við hvaðá prýsting púlsinn í æðinni varð þreifanlegur. Þessi uppgötvun var fyrst gerð af Scipione Riva-Rocci á Ítalíu árið 1896 (sjá mynd 1). Fyrstu slíðrin voru alltof mjó, en Von Recklinghausen áttaði sig fljótlega á mikil- vægi slíðurbreiddarinnar og gerði slíður af svip- aðri stærð og notuð eru enn í dag. Litlu síðar gerði skurðlæknir nokkur í Pétursborg, Nicola Sergejevich Korotkoff að nafni, pá merku en einföldu athugun, að sé hlustunarpípa Iögð yfir slagæðina, heyrast hljóð, þegar æðin opnast. Þessum hljóðum lýsti Korotkoff árið 1905, og hafa pau síðan verið við hann kennd. Þau eru grundvallaratriði hinnar óbeinu mælingarað- ferðar (sjá mynd 2). Eins mörgum merkum nýjungum var upp- götvun Korotkoffs heldur fálega tekið í fyrstu, en engu að síður tók nú hin óbeina mælingarað- ferð stakkaskiptum og varð nothæf í stórum stíl. Leið nú ekki á löngu, par til læknum varð ljóst samband hás blóðprýstings og hinna alvarlegu sjúkdóma, sem ástand petta getur haft í för með sér. Þannig lýstu t.d. Volhard og Fahr pegar árið 1914 ljóslega hinum alræmda illkynja háprýstingi (22). Óbein blóðþrýstingsmæling Aðferð pessi er afar einföld eins og flestum er kunnugt. Gæta parf pess, að slíðrið sé sett mátulega pétt á upphandlegginn, og sé neðri rönd pess u.p.b. 2 cm ofan olnbogabótar. Handleggur hvíli pægilega í hæð við hjartað. Þrýstingur í slíðrinu er síðan aukinn hratt, pó án pess að valda sársauka, u.p.b. 30-50 mm Hg yfir púlshvörf í arteria radialis. Því næst er þrýstingnum létt hægt og jafnt með u.p.b. 2-3 mm Hg/hjartaslag. Hlustað er yfir upphand- leggsslagæðinni (arteria brachialis) eftir Ko- rotkoff hljóðunum (sjá mynd 2). Fyrsta hljóðið er haft til marks u'm systóliska blóðþrýsting- inn. Er yfirleitt gott samræmi milli fyrsta Mynd 1. Mælitæki með hinu upprunalega slíðri Riva-Roccis. pögula bil getur leitt til rangra mælinga (eftir Hansson (8)).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.