Læknablaðið - 15.10.1981, Side 9
LÆKNABLAÐID
191
Vafasamt er að minni hyggju hvort heimild er
fyrir pessu ákvæði reglugerðarinnar í lækna-
lögum og greinilegt er, að það er umfram
pað, sem er að finna í norræna samkomulag-
inu og að pví ég bezt fæ séð, getur pað ekki
gilt fyrir pá, sem fengið hafa sérfræðileyfi á
hinum Norðurlöndunum og sækja um leyfi
hérlendis með skírskotun til samningsins um
sameiginlegan vinnumarkað heilbrigðisstétta.
Er pað skoðun mín, að slíkt leyfi beri að veita,
enda pótt umsækjandi hafi ekki skrifað um-
rædda ritgerð, par sem hér er um sérskilyrði
að ræða, sem brjóta í bága við norræna
samkomulagið.
Hér er ég að sjálfsögðu aðeins að túlka
eigið álit og pað verður lögfróðra að kveða
upp úrskurð í málinu. Hins vegar vil ég fylgja
pessum hugleiðingum eftir og velta pví fyrir
mér, hvaða áhrif pað kynna að hafa, ef pessi
skoðun mín reyndist rétt lagalega séð.
Augljóst er, að læknadeild gæti ekki haldið
áfram að krefjast ritgerða af peim, sem öfluðu
sér sérfræðimenntunar utan Danmerkur, Finn-
lands, Noregs og Svípjóðar og pví yrði að fella
úr reglugerðinni ákvæðin í 2. gr. e.
Að skrifa stíl
En væri pá mikill skaði skeður?
Ekki veit ég með vissu, hvað að baki lá,
pegar ákvæðin un ritgerðina voru sett í
reglugerðina 1961, en grun hefi ég um, að par
séu leifar frá peim tíma, er peim, sem ekki
höfðu náð fyrstu einkunn á embættisprófi, var
gert að skrifa sérfræðiritgerð.
Nú skulu sízt af öllu á pað bornar brigður,
að pað auki proska og pekkingu að takast á
við vísindalega ritgerðarsmíð og pví skal
heldur ekki neitað, að fjöldi lækna hefði
líklega alls ekki lagt pað á sig að skrifa grein,
ef peir hefðu ekki mátt til vegna reglugerðar-
ákvæðisins.
Petta hefir hins vegar leitt til mikilla erfið-
leika fyrir Læknablaðið, sem Páll Ásmunds-
son lýsti svo hógværlega í ritstjórnargrein
fyrir fjórum árum (1977; 63:94):
»Mikið hefir verið um pað hin síðari ár, að
menn sendi blaðinu »sérfræðiritgerðir« sínar
til birtingar og telja sig stundum vart eiga í
önnur hús venda. Slíkar greinar eru harla
misjafnar að gæðum, en ógjarnan bregður
maður fæti fyrir starfsbróður á framabraut«.
Ritstjórn hefir fram að pessu verið sammála
um, að beita sér ekki fyrir pví, að ákvæðin um
ritgerðina væru tekin til endurskoðunar og
hafði pá hliðsjón af peim jákvæðu atriðum,
sem áður voru nefnd. Hins vegar verður ekki
hjá pví komist á pessari stundu að skora á
læknadeild að taka málið til endurskoðunar.
Skilyrði pess, að læknar almenn skrifi grein-
ar er, að peim sé kennt pað. Gæti ekki verið
að taka pyrfti upp kennslu í deildinni í pví lesa
tímaritsgreinar? Kynni mín af sjötta árs lækna-
nemum á undanförnum árum benda til, að
peir, sem eru farnir að lesa erlend tímarit, séu
færri en hinir. Aðspurðir báru peir við, að ekki
værí tími til pess. Má vera, en er hitt ekki
líklegra að peir kunni pað ekki?
Önnur hugmynd, sem ég vil koma á fram-
færi við læknadeild, er sú, hvort ekki væri ráð
að fá stúdentum í hendur verkefni, t.d. í miðju
námi og úrlausnir væru lagðar fram fyrir
embættispróf og dæmdar, en við úrlausn nytu
nemendur aðstoðar kennara. Til örvunar vís-
indastarfsemi íslenzkra lækna almennt held ég
að pessi aðferð væri vænlegri til árangurs en
núgildandi pvingunaraðferðir. Með nýskipun
mála, sem lögð er til, útskrifuðust trúlega betri
læknar og Læknablaðið yrði örugglega betra
blað.