Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 12

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 12
194 LÆKNABLAÐID verið staðfest fyrir pennan tíma. Nýgengi sjúkdómsins á þessu tímabili er 0.83/100.000 og algengi er 8/100.000. Tilfellin eru dreifð um allt landið svarandi til fólksfjölda. Kynskipt- ingin og sjúkdómseinkenni sem leiðir pessa sjúklinga til læknis er svipuð og erlendis. Aftur á móti er meðalaldur sjúklinga hér (53 ára) við greiningu hærri en annars staðar og sjúkdóm- urinn vægari. Krufningaskýrslur RHÍ voru athugaðar (4903), en enginn sjúklingur lést með ógreinda langvinna virka lifrarbólgu af óþekktum uppruna á pessu tímabili. Sigurður Björnsson, Porgeir Þorgeirsson, Lyfjadeild Borgarspítala og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg Colitis ulcerosa á íslandi 1950—1979. Könnun á nýgengi og algengi Könnun hefur verið gerð á tíðni colitis ulcero- sa á öllu landinu á 30 ára tímabili. Greining byggðist í öllum tilfellum á einkennum og ristilspeglun, oftast sýnistöku og röntgenmynd af ristli. Tilraun var gerð til að aðgreina sjúkdóminn í fjögur stig eftir útbreiðslu við greiningu. Alls fundust 316 tilfelli, 175 karlar eða 55.4 % og 141 kona eða 44.6 %. Hlutfall milli karla og kvenna var pví 1.24. Algengasti aldurinn hjá báðum kynjum var 31—40 og næstalgengastur 21—30 ára. Algengasta stig eftir útbreiðslu við greiningu var proctosigmo- iditis hjá báðum kynjum, næstalgengast proc- titis, en sjaldgæfast total colitis. Karlar voru fleiri á öllum stigum en konur nema í total colitis, en par voru konur fleiri. Meðalnýgengi sjúkdómsins fyrsta áratuginn var 2.81, næsta áratuginn 4.67 og síðasta áratuginn 7.36 á hverja hundrað púsund íbúa. Hlutfall milli karla og kvenna breyttist úr 0.58 fyrsta áratuginn upp í 1.51 síðasta áratuginn. Fjörutíu sjúklingar létust á tímabilinu, 23 karlar og 17 konur, og var meðalalgengið 1950 8.41, en hækkaði upp í 122.25 í lok árs 1979 á hundrað púsund. Af pessu sést, að aukning hefur orðið á greiningu sjúkdómsins á tíma- bilinu, einkum hjá körlum. Ársæll Jónsson, Jónas Hallgrímsson, Öldrunarlækningadeild Landspítalans, Rannsóknastofa Háskóla fslands í meinafræði Samanburður á sjúkdómum eldra fólks og fjörgamalla íslendinga á krufningsskýrslum árin 1965 til 1977 Gerð er afturvirk rannsókn á 100 krufnings- skýrslum 90 ára íslendinga og eldri og borið saman við samhæfðar skýrslur einstaklinga 70 ára og yngri sem létust á sama ári. Gerð er grein fyrir aðalsjúkdómum og fylgikvillum peirra og öðrum meiri háttar sjúkdómum sem fram komu. Lýst er ástandi kransæða og hjartavöðvans og skrásettri tíðni gallsteina, pokamyndana í ristli og heilabilunar (Demen- tia). Fylgikvillar í kjölfar aðalsjúkdóms komu oftar fram meðal 90 ára og eldri (74/57) og reyndist lungnabólga algengust (52/36). Lungnabólgan kom einnig oftar fyrir sem aðal- sjúkdómur (14/2) 90 ára og eldri en bæði kransæðasjúkdómar (14/31) og krabbamein (25/32) reyndust fátíðari. Aðrir meiri háttar sjúkdómar fundust oftar í eldri hópnum (61/45). Tíðni kransæðaþrengsla var svipuð í báðum hópunum en í eldra hópnum voru meiri hrörnunarbreytingar í hjartavöðva (Intestitial fibrosis), (59/29) en færri höfðu neggdrep (9/31). Tíðni gallsteina (37/23), pokamyndana í ristli (49/13) og heilabilunar (39/9) var einnig hærri meðal fjörgamalla. Sigurður B. Þorsteinsson, lyflækningadeild Landspítalans og Borgarspítalans, Jóhanna Björnsdóttir, lyflækningadeild Landspítalans Bacterial endocarditis á íslandi 1976-1980. Tíðni, orsakir og árangur meðferðar Tíðni bacterial endocarditis (BE) á íslandi árin 1976—1980 var könnuð með athugun sjúkra- skýrslna á stærstu sjúkrahúsunum, auk pess voru krufningaskýrslur athugaðar. Alls fundust 37 sýkingar hjá 35 sjúklingum. Tíðni BE var 3.3/100.000 íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru str. viridans, 11, staph. aureus 7, str. non-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.