Læknablaðið - 15.10.1981, Page 15
LÆKNABLADIÐ
195
haemolyticus 6. Alls dóu 12 sjúklingar eða
32.4 %. Slæmar horfur fylgdu sýkingum af
staph. aureus (28.6 %), Gram. neikvæðum
stöfum og ef sjúklingur hafði gerviloku. Sýkla-
lyfjagjöf fyrir innlögn gerði horfur ekki verri.
Fjórtán sjúklingar höfðu annan hjartasjúkdóm
og átta sjúklingar höfðu auknar líkur á BE
vegna annarra ástæðna. Ekki varð séð að
skortur á hefð bundinni fyrirbyggjandi sýkla-
lyfjagjöf við tannaðgerðir og fleira hafi valdið
neinni sýkinganna. Við innlögn voru sex sjúk-
lingar ekki með hjartaóhljóð. Skoðun m.t.t.
húð- og augnbotnabreytinga við BE var oft
ónákvæm. Við innlögn voru 25 sjúklingar
(68 %) með 10.000 hvít blóðkorn/microl. eða
færri, hins vegar höfðu flestir (75.7 %) sökk
yfir 20 mm/klst. Af peim 12 sjúklingum sem
dóu höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf
lengur en sjö daga.
Jónas Magnússon, Sigurður Björnsson, Gunnar
Gunnlaugsson, skurðdeild og lyfjadeild
Borgarspítalans
Yfirlit yfir bráða magablæðingu
á Borgarspítalanum 1974—1978
Á fimm ára tímabili, 1974— 1978, vistuðust 198
sjúklipgar í 227 skipti á Borgarspítalanum með
bráða magablæðingu. Algengasta orsök blæð-
ingar var skeifugarnarsár í 31 % tilfella. Blæð-
ingarorsök fannst ekki í 12.6%. Fjörtíu pró-
sent sjúklinganna voru 60 ára og eldri. Fjörtíu
sjúklingar eða 20 % fóru í aðgerð. Heildar-
dánartala var 5.6 %. Afdrifum 54 sjúklinga
með lágt hemoglobin við innlögn og sem hlutu
lyfjameðferð, eru gerð sérstök skil.
Ingvar Bjarnason, Þórður Harðarson, Stefán
Jónsson, Lyfjadeild og Rannsóknadeild
Borgarspítalans
Cardiomyopathia hypertrophica:
Könnun á arfgengi og kliniskum
einkennum
Rannsóknin tók til nánustu ættingja átta
einstaklinga af 11 sem látist höfðu með
cardiomyopathia hypertrophica (CH) á árun-
um 1966—1977. Alls voru 59 manns athugaðir,
28 karlmenn, meðalaldur 42 ára (17 — 82) og 31
kona, meðalaldur 46 ára (6 — 82 ára). Hópnum
var skipt í tvennt samkvæmt niðurstöðum
hljóðbylgjurannsókna á 20 manna heilbrigðum
viðmiðunarhóp. Þeir einstaklingar mynduðu
hóp A, sem höfðu eðlilega sleglskiptarþykkt
(<1.3 cm) og hóp B (sleglskiptarþykkt >1.3
cm). Auk hljóðbylgjurannsókna var spurt um
sjúkdómseinkenni, fyrri sjúkdóma og gerð
nákvæm hjartaskoðun og hjartarit tekið af
öllum.
Helstu niðurstöður eru þær, að óskýrð
sleglaskiptarþykkt (CH) virðist erfast sam-
kvæmt ríkjandi erfðaeiginleika (autosomal do-
minant). Aðeins þrír af þeim 25 einstaklingum
sem við teljum hafa CH höfðu einkenni á því
stigi, að þeir leituðu læknis vegna þess. Færri
en þriðjungur hópsins hafði óeðlileg hjarta-
hljóð og aðeins fjórir höfðu einkennandi út-
streymisóhljóð. Hjartarit virðist mega nota
sem síupróf meðal ættingja CH sjúklinga, því
það reynist óeðlilegt í 84 % tilfella.
Ingvar Bjarnason, Þórður Harðarson og Stefán
Jónsson, Lyfjadeild og Rannsóknadeild
Borgarspítalans
Hjartsláttartruflanir hjá
sjúklingum með
cardiomyopathiu hypertrophica
og ættingjum þeirra
Meðal sjúklinga með arfgenga cardiomyopa-
thia hypertrophica (CH) ber dauða yfirleitt
skyndilega að, en orsaka er talið mega rekja til
hjartsláttartruflana eins og hjá sjúklingum
með kransæðasjúkdóma. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að athuga tíðni hjartsláttar-
truflana meðal sjúklinga með CH og ættingja
þeirra.
Tuttugu og tveir sjúklingar með CH voru
rannsakaðir, 15 karlar og sjö konur, meðal-
aldur 50 ára (18—82 ára). Tuttugu og sjö
ættingjar þeirra voru athugaðir, 12 karlar og
15 konur, meðalaldur 39 ára (10—82 ára). Til
viðmiðunar voru rannsakaðir níu karlar og níu
konur, meðalaldur 48 ára (23 — 71 árs). Þegar
hefur verið greint frá kliniskum einkennum,
niðurstöðum skoðunar, hjartarits og hljóð-
bylgjurannsóknar hjá þessu fólki. Sólarhrings