Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 27

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 27
LÆK.NABLADID 203 flokka eða engin slík tengsl fundist1-3. Við á- kváðum að rannsaka þessa þætti hér á landi. Flestir sjúklinganna og allir í viðmiðunar- hópnum voru »haplotýpu« — greindir. Hjá íslenskum IHSS (Teg. 1) voru bornir saman sjúklingar með eða án sjónuskemmda, er höfðu haft sykursýki í sambærilegan sjúk- dómstíma í um og yfir 10 ár. Niðurstöður voru metnar með Fisher’s prófi og P-gildi tvö- földuð. HLA-B]5 jákvæðir sjúklingar reyndust marktækt hafa tæplega prisvar sinnum minni áhættu til sjónuskemmda en HLA-B15 nei- kvæðir sjúklingar (P = 0.046). HLA-B8 vefja- gerðin var hins vegar jafnalgeng hjá þeim, er höfðu eða voru ekki með sjónuskemmdir. Við leituðu eftir tengslum ákveðinna litningabúta við sjónuskemmdir, en slíkt hefur okkur vit- andi ekki verið gert í erlendum rannsóknum. Sjúklingar með litningsbútinn A2-B]5-Bfs höfðu 8.5 sinnum minni áhættu til sjónu- skemmda en peir, er voru án hans. Nálguðust niðurstöður hefðbundna marktækni (P = 0.12). IHSS án sjónuskemmda, er höfðu haft sykursýki í 10-19 ár og sambærilegan sjúk- dómstíma að baki, höfðu oftar ættarsögu um insulinháða sykursýki en peir, sem höfðu sjónuskemmdir. (P = 0.20). Sams konar tilhneig- ing í ættarsögumynstri sást hjá hinum sjúk- dómstímahópunum. Ályktun 1. HLA-B15 jákvæðir insúlínháðir sykursjúkir á íslandi fá marktækt síður sjónuskemmdir en HLA-B|5 neikvæðir sjúklingar. 2. Vefjagerðin A2-B15-Bfs virðist hafa vernd- andi áhrif gegn sjónuskemmdum hjá ÍHSS hérlendis, og hafa slík tengsl ekki fundist í erlendum rannsóknum. 3. Viss »ættarþáttur« virðist hafa verndandi áhrif gegn sjónuskemmdum hjá IHSS á íslandi. HEIMILDIR 1. Standl. E. et al. (1980) HLA-Antigens and Diabe- tic Retinopathy: A different view warranted, Diabetologia 18, 79-80. 2. Barbosa, J., Ramsay, R. (1980). Genetic Contribu- tion to Retinopathy. Diabetologia, 18, 515. 3. Cove, D. H. et al. (1980) Are HLA-Types or Bf alleles markers for diabetic retinopathy? Diabe- tologia, 19, 402-403. Alfreð Árnason'), Helgi Jónsson2), Jón Þorsteinsson2), Kári Sigurbergsson3), Ingvar Teitsson4), Helgi Valdimarsson4), Inga Skaftadóttir') og Birgitta Birgisdóttir1). Nokkur erfðamörk í hryggikt (AS) og Reiters sjúkdómi Þau erfðamarkakerfi, sem hér verða rædd eru: HLA, Bf, C3, Hp, Gc, AcP,, GPT, GLO-1 og EsD. 30 — 40 sjúklingar með hryggikt (AS) og um 30 með Reiters sjúkdóm hafa verið flokkaðir í ofangreindum erfðamörkum. Auk pess hefur stór gigtarætt verið ítarlega greind. Allir AS sjúklingar höfðu HLA-Bfi og um 79 % sjúk- linga með Reiters sjúkdóm höfðu HLA-B27 og ýmist Bfs eða BfF. 59 % sjúklinga með Reiters sjúkdóm höfðu C3F en 22 % AS sjúklinga hafði C3F (Tafla 1). í ættarrannsó- kninni kom í Ijós að samband er milli C3F og gigtarpáttar G (G-RF) (Tafla 2). í öðrum erfðamarkakerfum er nokkur munur á pessum tveim sjúkdómshópum, pó ekki nái hann tölfræðilegu máli. Niðurstaðan verður spur- ning: Eru hryggikt (AS) og Reiters sjúkdímar (Reiter’s syndrome) afleiðing mismunandi ónæmissvörunar, sem byggð er á mismunandi erfðagerð? ') Blóðbankinn, Reykjavík, 2) Lyflækningadeild, Landspítal- inn, Reykjavík, 3) Reykjalundur, Mosfellssveit, 4) Dept. of Immunology, St. Mary’s Hospital, London. Tafla 1. Total no. C3-phenotypes Gene freq. F FS s F s Ankylosing spondylitis . ... 36 0 8 28 iu 889 Reiter’s syndrome 34 3 17 14 338 662 Control ... 501 32 171 297 236 763 Tafla 2. Association between rheumafactor G (G- RF) and compiementfactor 3 (C3) in an inbred Iceiandic family + G-RF G-KF C3 genotype C3 genotype FF FF SS FF FS ss 1 22 9 7 29 51 9 51

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.