Læknablaðið - 15.10.1981, Side 28
204
LÆKNABLAÐIÐ
Jakob Úlfarsson, Sigurður Guðmundsson, Birgitta
Birgisdóttir, Matthías Kjeld*) og Ólafur Jensson
Ig A skortur í sermi íslendinga.
Rannsóknir á tíðni og
fjölskyldum
Með sérstöku skimprófi (double immunodiffu-
sion a.m. Ouchterlony) hefur verið gerð leit að
Ig A skorti í sermi blóðgjafa og fleiri frá 1974
til 1979. Alls hafa verið rannsökuð sýni frá
rúmlega 15.000 manns eða um 6 % af þjóðinni.
Tíðni Ig A skorts meðal blóðgjafa var 1:633.
Alls fundust 26 einstaklingar með Ig A skort
við leitina. Af peim gátu 18 og 101 náskyldur
tekið þátt í sérstakri fjölskyldurannsókn sem
framkvæmd var 1979 og 1980. Tilgangur
fjölskyldurannsóknarinnar var príþættur: 1) að
athuga heilsufar í fjölskyldum, þar sem einn
eða fleiri eru með Ig A skort, 2) kanna breyti-
leika á magni ónæmisefna (Ig A, G, M, E) og
3) að athuga erfðahátt Ig A í fjölskyldum, þar
sem einn eða fleiri eru með Ig A skort.
AÐFERÐIR
Sérstaklega saminn spurningalisti var notaður
til að kanna heilsufar. Ig A, G og M var mælt
með rafdrætti í agarosuhlaupi með mótefni
(rocket) í 19 — 20 klst. við 1,5 v/cm straum. Þau
sýni sem mældust minna en 80 mg/dl af Ig A
voru endurmæld með gruggmæli (nephelome-
ter). Serum Ig A var mælt í tvígang með
Phadedas PRIST radioimmunoassay (Pharma-
cia).
NIÐURSTÖÐUR OG SKIL
Gerð er grein fyrir heilsufari í þessum 18
fjölskyldum. Alls fundust 9 manns í 7 fjölskyld-
um með Ig A skort við skimpróf. Hækkuð
Ig G gildi voru algens (12/27) og einnig lág
Ig E gildi. Hópur af svipuðum Ig gildum innan
sumra fjölskyldna kom fram, aðallega Ig A og
Ig E, en í mörgum fjölskyldum eru Ig gildi á
víð og dreif.
Tíðni Ig A skorts í ofangreindum fjölskyld-
um er a.m.k. 50 sinnum meiri en finnst almennt.
Margir með Ig A skort eru með Ig G hækkun
og eru dæmi í fjölskyldum líklega afleiðing
aukinnar ónæmissvörunar (immune response).
Eineggja tvíburum með ólík Ig A gildi er lýst
og má skýra mun hærra Ig A hjá öðrum þeirra
Blóðbankinn og Rannsóknastofa Landspitalans í meinefna-
fræði*. Landspítalinn, Reykjavík.
sem örvun frá óþekktu áreiti. Tvíburarnir eru
með eins erfðagerð samkvæmt útliti og mörg-
um erfðamörkum, sem greind hafa verið.
Jón Högnason, Gunnar Sigurðsson j-, Nikulás
Sigfússon og Þorsteinn Þorsteinsson *, j" lyfjadeild
Borgarspítala og * Hjartavernd.
Alkaliskur fosfatasi í sermi
íslenskra karla
Alkaliskur fosfatasi í sermi er að mestu
upprunninn í beinum og lifur. Aukning verður í
sermi við sjúkdóma í ýmsum líffærum, en
fysiologiskt hlutverk er ennþá óþekkt.
í hóprannsókn Hjartaverndar 1968 var gerð
mæling á alkaliskum fosfatasa hjá 1458 íslensk-
um karlmönnum og síðan þeim sem komu
aftur 1974. Karlarnir voru fæddir á árunum
1970 til 1934 eða á aldrinum 34 til 61 árs 1968.
Við skoðun á gögnum Hjartaverndar kom í
ljós að:
1. Flest mæligildi 1968 dreifast á tiltölulega
þröngt bil, en talsverður munur er á hæstu
og lægstu gildum. Gildi fylgja ekki alveg
»normal dreifingu«, heldur er kurfan
»skekkt« í átt að efri gildum. Venjulegur
útreikningur »normal marka« (meðalgildi
±2 S.D.) gefur því ekki alveg rétta hug-
mynd um dreifingu gilda.
2. Einstaklingar, sem hafa alkaliskan fosfatasa
í efstu percentilum 1968, reyndust einnig
vera í efstu percentilum 1974. Gildi hvers
einstaklings virðast breytast þannig lítið í
lengri tíma.
3. Á árunum 1968 til 1979 hafði látist úr
þessum hóp 131 einstaklingur. Heildar-
dánarhlutfall var hærra hjá þeim hópi sem
hafði alkaliskan fosfatasa í efri percentilum.
Ekki er ljóst hvort hækkun á alkaliskum
fosfatasa er sjálfstæður áhættuþáttur eða að-
eins tengdur öðrum áhættuþáttum.
Jón Jóhannesson og Guðmundur Arnason,
Sjúkrahúsi Akraness
Fylgikvillar lyfjameðferðar
Lýst er skráningu á lyfjaofnæmi og ýmsum
öðrum fylgikvillum lyfjameðferðar hjá sjúk-