Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 28
204 LÆKNABLAÐIÐ Jakob Úlfarsson, Sigurður Guðmundsson, Birgitta Birgisdóttir, Matthías Kjeld*) og Ólafur Jensson Ig A skortur í sermi íslendinga. Rannsóknir á tíðni og fjölskyldum Með sérstöku skimprófi (double immunodiffu- sion a.m. Ouchterlony) hefur verið gerð leit að Ig A skorti í sermi blóðgjafa og fleiri frá 1974 til 1979. Alls hafa verið rannsökuð sýni frá rúmlega 15.000 manns eða um 6 % af þjóðinni. Tíðni Ig A skorts meðal blóðgjafa var 1:633. Alls fundust 26 einstaklingar með Ig A skort við leitina. Af peim gátu 18 og 101 náskyldur tekið þátt í sérstakri fjölskyldurannsókn sem framkvæmd var 1979 og 1980. Tilgangur fjölskyldurannsóknarinnar var príþættur: 1) að athuga heilsufar í fjölskyldum, þar sem einn eða fleiri eru með Ig A skort, 2) kanna breyti- leika á magni ónæmisefna (Ig A, G, M, E) og 3) að athuga erfðahátt Ig A í fjölskyldum, þar sem einn eða fleiri eru með Ig A skort. AÐFERÐIR Sérstaklega saminn spurningalisti var notaður til að kanna heilsufar. Ig A, G og M var mælt með rafdrætti í agarosuhlaupi með mótefni (rocket) í 19 — 20 klst. við 1,5 v/cm straum. Þau sýni sem mældust minna en 80 mg/dl af Ig A voru endurmæld með gruggmæli (nephelome- ter). Serum Ig A var mælt í tvígang með Phadedas PRIST radioimmunoassay (Pharma- cia). NIÐURSTÖÐUR OG SKIL Gerð er grein fyrir heilsufari í þessum 18 fjölskyldum. Alls fundust 9 manns í 7 fjölskyld- um með Ig A skort við skimpróf. Hækkuð Ig G gildi voru algens (12/27) og einnig lág Ig E gildi. Hópur af svipuðum Ig gildum innan sumra fjölskyldna kom fram, aðallega Ig A og Ig E, en í mörgum fjölskyldum eru Ig gildi á víð og dreif. Tíðni Ig A skorts í ofangreindum fjölskyld- um er a.m.k. 50 sinnum meiri en finnst almennt. Margir með Ig A skort eru með Ig G hækkun og eru dæmi í fjölskyldum líklega afleiðing aukinnar ónæmissvörunar (immune response). Eineggja tvíburum með ólík Ig A gildi er lýst og má skýra mun hærra Ig A hjá öðrum þeirra Blóðbankinn og Rannsóknastofa Landspitalans í meinefna- fræði*. Landspítalinn, Reykjavík. sem örvun frá óþekktu áreiti. Tvíburarnir eru með eins erfðagerð samkvæmt útliti og mörg- um erfðamörkum, sem greind hafa verið. Jón Högnason, Gunnar Sigurðsson j-, Nikulás Sigfússon og Þorsteinn Þorsteinsson *, j" lyfjadeild Borgarspítala og * Hjartavernd. Alkaliskur fosfatasi í sermi íslenskra karla Alkaliskur fosfatasi í sermi er að mestu upprunninn í beinum og lifur. Aukning verður í sermi við sjúkdóma í ýmsum líffærum, en fysiologiskt hlutverk er ennþá óþekkt. í hóprannsókn Hjartaverndar 1968 var gerð mæling á alkaliskum fosfatasa hjá 1458 íslensk- um karlmönnum og síðan þeim sem komu aftur 1974. Karlarnir voru fæddir á árunum 1970 til 1934 eða á aldrinum 34 til 61 árs 1968. Við skoðun á gögnum Hjartaverndar kom í ljós að: 1. Flest mæligildi 1968 dreifast á tiltölulega þröngt bil, en talsverður munur er á hæstu og lægstu gildum. Gildi fylgja ekki alveg »normal dreifingu«, heldur er kurfan »skekkt« í átt að efri gildum. Venjulegur útreikningur »normal marka« (meðalgildi ±2 S.D.) gefur því ekki alveg rétta hug- mynd um dreifingu gilda. 2. Einstaklingar, sem hafa alkaliskan fosfatasa í efstu percentilum 1968, reyndust einnig vera í efstu percentilum 1974. Gildi hvers einstaklings virðast breytast þannig lítið í lengri tíma. 3. Á árunum 1968 til 1979 hafði látist úr þessum hóp 131 einstaklingur. Heildar- dánarhlutfall var hærra hjá þeim hópi sem hafði alkaliskan fosfatasa í efri percentilum. Ekki er ljóst hvort hækkun á alkaliskum fosfatasa er sjálfstæður áhættuþáttur eða að- eins tengdur öðrum áhættuþáttum. Jón Jóhannesson og Guðmundur Arnason, Sjúkrahúsi Akraness Fylgikvillar lyfjameðferðar Lýst er skráningu á lyfjaofnæmi og ýmsum öðrum fylgikvillum lyfjameðferðar hjá sjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.