Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Page 10
Vélvirkinn Páll Kristinsson stórslasað-
ist aðfaranótt laugardags eftir að hafa
skollið á steyptan brunn. Fjölmargir
bílstjórar keyrðu framhjá honum án
þess að stoppa. Sá eini sem stoppaði
var leigubílstjóri sem keyrði hann á
slysadeild og heimtaði Páll að fá að
borga farið sjálfur. Páll nefbrotnaði,
kinnbeinsbrotnaði auk þess brotn-
uðu rifbein og tær. Hann hafði dottið
vegna þess að hann flúði fjóra unga
menn sem stöðvuðu bifreið rétt hjá
honum og hótuðu honum.
„Þeir hótuðu mér kynferðislega
og það má vel vera að þeir hafi ver-
ið að grínast, en svona eftir á finnst
manni þetta ekki mjög fyndið,“ segir
Páll Kristinsson vélvirki sem er enn
að jafna sig eftir slæma byltu aðfara-
nótt laugardags. Hann var að ganga
heim eftir fimmtugsafmæli mágkonu
sinnar þegar bifreið var stöðvuð rétt
hjá honum. Í henni voru fjórir pilt-
ar sem hótuðu Páli öllu illu. Sjálfur
segist hann ekki hafa ætlað að bíða
og athuga hvort þeir gerðu alvöru úr
hótununum. Úr varð að hann fór yfir
vegrið hjá vegaframkvæmdum við
Vesturlands- og Suðurlandsveg. Það
fór ekki betur en svo að Páll hrasaði
og rúllaði niður grýtta brekku þar
til hann skall með andlitið á steypt-
an brunn sem var óvarinn. Þar hlaut
hann alvarleg meiðsl á andliti.
Óku framhjá slösuðum
„Ég veit ekki hversu lengi ég hef
legið þarna meðvitundarlaus en þeg-
ar ég vaknaði reyndi ég að hringja,“
segir Páll. Hugur hans var nokkuð
skýr þrátt fyrir harða lendingu. Hann
segir farsímann hafa brotnað og því
gat hann ekki hringt eftir hjálp. Hann
reisti sig þá alblóðugan upp og ákvað
að reyna að stöðva ökumann sem
gæti aðstoðað hann. Eftir að hafa
gengið í talsverðan tíma hafði enginn
ökumaður stoppað fyrir honum held-
ur hreinlega ekið framhjá honum al-
blóðugum.
„Það voru allavega tveir leigubílar
sem hægðu á sér þegar ég reyndi að
ná athygli, en þegar þeir sáu útgang-
inn á mér þá gáfu þeir aftur í,“ seg-
ir Páll vonsvikinn yfir skorti á samúð
ökumanna en auk leigubílstjóranna
óku fleiri framhjá honum án þess svo
mikið sem hringja á lögregluna og til-
kynna um slasaðan mann.
Bjargvætturinn á brúnni
Þegar Páll var kominn að bryggju-
hverfinu við Gullinbrú var hann bú-
inn að ganga talsverðan spotta. Nóttin
var köld og sjálfur var hann verulega
hrakinn, bæði af kulda og meiðslum.
„Þá stoppaði einn leigubílstjóri loksins
en hann sá greinilega ekki útganginn á
mér fyrr en ég var kominn í bílinn því
honum dauðbrá,“ segir Páll um við-
brögð bjargvættarins sem var sá eini
sem sá að sér og aðstoðaði manninn.
Hann ók honum á bráðamóttökuna
þar sem hann fékk aðhlynningu.
„Ég borgaði svo bara leigubílinn
og þakkaði honum kærlega fyrir,“ seg-
ir Páll sem heimtaði sjálfur að borga
bílstjóranum fargjaldið.
Dularfulli samverjinn
Sjálfur segist Páll ekki muna hjá
hvaða leigubílastöð bjargvætturinn
starfar né hvað hann heitir. Þrátt fyrir
nokkra leit náðist ekki að hafa uppi á
honum. Páll segist þakklátur bílstjór-
anum því ekki mátti muna minna.
Þegar hann var lagður inn á spítala
þurfti að vefja hann í hitateppi því
kuldinn hafði tekið af honum hættu-
lega mikinn toll.
Páll þurfti að gangast undir aðgerð
þar sem bein var tekið úr mjöðm og
sett í brot sem hann hlaut fyrir neð-
an auga. Hann segir aðgerðina hafa
gengið vel og er hann á batavegi. Páll
segist bera sig vel þessa dagana enda
að ná bata. Hann gagnrýnir þó har-
kalega þá bílstjóra sem óku framhjá
honum og það gerir hann með réttu.
Þá má geta þess að það er saknæmt
að aðstoða ekki fólk í neyð.
miðvikudagur 28. Febrúar 200710 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Borgi ekki ítrekað
fyrir efnið
Neytendur ættu
að fá að kaupa
nýjan disk með af-
slætti ef geisladisk-
ar eða mynddisk-
ar skemmast, segir
Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda.
Hann segir að eðli málsins sam-
kvæmt ætti afnotaréttur efnisins
á disknum að vera stærsti hluti
kaupverðsins. Því ættu neytend-
ur að geta keypt nýjan disk ódýrt
gegn því skila þeim sem hefur
skemmst. Þetta kemur fram í
pistli Gísla á vef embættisins þar
sem hann fjallar um hvernig sé
hægt að taka á því þegar geisla-
diskar eyðileggjast. Þar tiltek-
ur hann sérstaklega diska með
barnaefni sem verði oft fyrir
margvíslegu hnjaski. Hann segir
eðlilegt að fólk greiði aðeins fyrir
nýjan disk en ekki ítrekað fyrir
afnotaréttinn.
Nýr formaður
Hverfisráðs
Borgarráð hefur samþykkt
að Birna K. Jónsdóttir verði
skipuð formaður Hverfisráðs
Grafarholts og Úlfarsársdals.
Birna tekur við af Steinari
Björnssyni sem látið hefur af
störfum vegna brottflutnings.
Fyrsti fundur í Hverfisráðinu
undir stjórn nýs formanns
verður þann 6. mars næst-
komandi. Birna hefur meðal
annars starfað áður á rekstrar-
og afgreiðslusviði Seðlabanka
Íslands.
Neita enn að lýsa
skoðun sinni
Tillögu um að bæjarfulltrúar
Samfylkingar gæfu upp afstöðu
sína til stækkunar álversins í
Straumsvík var vísað frá á bæj-
armálafundi flokksins í fyrra-
kvöld. Bæjarfulltrúarnir hafa
hingað til þvertekið fyrir að gefa
upp afstöðu sína til stækkun-
ar. Andstæðingar stækkunar
lögðu tillöguna fram á fundinum
í fyrrakvöld. Henni var svarað
með frávísunartillögu sem var
samþykkt. Allir bæjarfulltrúarn-
ir nema einn, Guðfinna Guð-
mundsdóttir, greiddu atkvæði
með frávísunartillögunni.
Leiki minnsti vafi á að umsækjandi
um vistun á Vernd sé hæfur til dvalar
þar verður honum synjað um vist, segir
í ályktun stjórnar Verndar. Ákvörðun-
in var tekin eftir að þátturinn Komp-
áss greip kynferðisbrotamanninn, Ág-
úst Magnússon, þar sem hann hugðist
hitta stúlku undir lögaldri. Eins fannst
barnaklám á tölvum Ágústs á Vernd
en þar er netsamband.
„Það er ljóst að breytingar verða
gerðar á inntökuskilyrðum þeirra sem
sækja um á Vernd og hafa brotið af sér
í ákveðnum brotaflokkum. Auðvitað
höfum við áhyggjur af þeim mönnum
sem eiga þar af leiðandi minni mögu-
leika, það er því áríðandi að fundn-
ar verði aðrar leiðir fyrir þá menn
til að aðlagast samfélaginu á nýjan
leik,“ segir Þráinn Farestsveit, fram-
kvæmdastjóri Verndar.
Stjórn Verndar treystir húsnefnd
áfangaheimilisins, eftir atvikið með
Ágúst, fyrir því að afgreiða af fyllstu
aðgát umsóknir brotamanna sem sem
dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisbrot
og kynferðisbrot og þá einkum kyn-
ferðisbrot gegn börnum.Telur stjórnin
að hagsmunir hverfisins og síðast en
ekki síst öryggi barna þar skuli vera í
fyrirrúmi. Eins kemur fram í ályktun-
inni að stjórnin hafi áhyggjur af þeim
áhrifum sem vistun tiltekinna brota-
manna kynni að hafa á úrræðið.
hrs@dv.is
Breytt skilyrði fyrir vistun á Vernd:
Möguleikar barnaníðinga minnka
150 milljarða
króna halli
Vöruskiptajöfnuður við út-
lönd var mun lakari á síðasta ári
en búist hafði verið við. Hall-
inn nam tæpum 150 milljörð-
um króna. Það er 23 milljörðum
króna meira en ráðgert var í vetr-
arskýrslu fjármálaráðuneytisins.
Þá var gert ráð fyrir 126 milljarða
króna halla á viðskiptum við út-
lönd. Á síðasta ári nam hallinn
rétt rúmlega hundrað milljörð-
um króna. Helmingur þeirrar
upphæðar sem vanáætluð var er
tilkominn vegna kaupa á flugvél-
um. Hallinn nemur um 24 pró-
sentum af landsframleiðslu.
Vélvirkinn Páll Kristinsson lenti í hremmingum um helgina þegar enginn vildi stöðva
bifreið sína fyrir honum. Hann stórslasaðaðist þegar hann féll á höfuðið á steyptan brunn.
Það varð honum hugsanlega til lífs að leigubílstjóri stoppaði og ók honum á spítala.
Stórslasaður borgaði
„Þeir hótuðu mér kynferðislega og
það má vel vera að þeir hafi verið að
grínast, en svona eftir á finnst manni
þetta ekki mjög fyndið.“
fyrir leigubíl
valur grettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
steyptur brunnur
Páll rúllaði niður brekku
þar til hann skall með
andlitið á enda óvarins
brunnsins og stórslasaðist
Páll Kristinsson vélvirkinn Páll
þurfti að ganga heljarinnar
vegalengd stórslasaður en enginn
stöðvaði bifreið sína fyrir honum.
vernd reglum
um hverjir fá
vistun hefur verið
breytt eftir að
vistmaðurinn
Ágúst magnús-
son braut af sér.
Framboðið
að verða að
veruleika
„Mér heyrist vera talsverður
hugur í eldri borgurum og ég
vona að menn nái saman um að
samþykkja tillögu um slíkt fram-
boð,“ segir Arnþór Helgason,
einn þeirra sem undirbúa sam-
eiginlegt framboð eldri borgara
og öryrkja.
Verkefnaskrá sem framboð-
ið á að byggja á var samþykkt á
fundi Átakshóps öryrkja í gær.
Úrslitin ráðast svo á sunnudag
þegar eldri borgarar fjalla um
verkefnaskrána.
Áherslan er lögð á að berjast
fyrir réttindum og hagsmunum
lífeyrisþega sem aðstandendur
fyrirhugaðs framboðs segja hafa
verið látin sitja á hakanum hin
síðari ár.