Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Side 18
miðvikudagur 28. FEBrÚar 200718 Sport DV
LeBron fór fyrir sínum mönnum
í Cleveland Cavaliers þegar hann
skoraði 35 stig þegar liðið lagði New
Orleans Hornets að velli, 97-89.
James skoraði tvær þriggja stiga
körfur á síðustu mínútu leiksins og
tryggði þar með sínum mönnum sig-
urinn.
Mike Brown, þjálfari Cleveland,
var ánægður með sinn mann. „Ef
skotin fara ofan í þá eru það góð skot.
LeBron lét vaða og hitti beint í mark,“
sagði Brown.
Markmið varnarinnar hjá Hor-
nets var að neyða James til að taka
eins erfið skot og mögulegt væri. Það
tókst en það sem Hornets gerði ekki
ráð fyrir var að James hitti hvort sem
er.
„Við gerðum það sem við ætl-
uðum okkur. Hann [James] skaut
þriggja stiga skoti með hönd í and-
litinu á sér. Málið er að hann hitti.
Við vissum að hann myndi taka
skotið Við verðum bara að lifa með
því að hann hittir af löngu færi,“
sagði David West, leikmaður New
Orleans.
LeBron James var ánægður eftir
leikinn og sagðist vera í góðu formi.
„Ég hef verið að spila mjög vel eftir
stjörnuleikinn. Mér hefur ekki liðið
svona vel allt tímabilið,“ sagði James
eftir leikinn.
Nash er lykilmaðurinn
Amare Stoudemire átti enn einn
stórleikinn þegar Phoenix Suns vann
sigur á Indiana Pacers á útivelli, 103-
92. Stoudemire skoraði 23 stig fyrir
Phoenix í leiknum og hirti auk þess
18 fráköst.
Hann var þó ekki stigahæstur í
sínu liði því Steve Nash skoraði 25
stig, auk þess sem hann gaf 11 stoð-
sendingar. Hjá Indiana var Jermaine
O‘Neal stigahæstur með 28 stig en
hann hirti auk þess 13 fráköst.
Jeff Foster kom af bekknum hjá
Indiana og hirti 14 fráköst í leiknum
en hann náði þó ekki að skora eitt
einasta stig.
„Við vöknuðum loksins til lífsins.
Við vorum hálf sofandi og hittum
illa á löngum kafla. Við tókum okk-
ur saman í vörninni og fórum loksins
að hitta,“ sagði Nash.
„Ég hef aldrei séð lið spila eins
vel og þeir [Phoenix] gerir á þessu
plani. Nash er klárlega lykilmaður-
inn en hann er með réttu leikmenn-
ina í kringum sig,“ sagði Rick Carlisle,
þjálfari Indiana, eftir leikinn.
Jermaine O‘Neal var ekki sáttur
eftir leikinn. „Við verðum að spila
vel allan leikinn. Annað hvort spilar
maður eða ekki. Við verðum að spila
góða vörn og hjálpa hverjum öðr-
um,“ sagði O‘Neal.
Dirk með stórleik
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var
maður leiksins þegar Dallas Maver-
icks sigraði Minnesota Timberwol-
ves á útivelli, 91-65. Í fyrsta sinn í
sögu Dallas liðsins fór liðið í gegnum
heilan mánuð án þess að tapa leik.
Nowitzki skoraði 23 stig og hirti
14 fráköst í leiknum sem var 13 sig-
urleikur Dallas í röð. Kevin Garnett
og Ricky Davis skoruðu 15 stig hvor
fyrir heimamenn í Minnesota.
Leikmenn Dallas virðast þó ætla
að halda sér á jörðinni og virðast ekki
vera mikið gefnir fyrir hrós. „Hér er
enginn að hoppa um af fögnuði. Ég
dettur strax í hug átta mistök sem ég
gerði í leiknum,“ sagði Jason Terry,
leikmaður Dallas, strax eftir leikinn.
Minnesota lenti strax undir í
leiknum eftir að fyrstu sex sóknir
liðsins fóru í súginn þegar leikmenn
liðsins misstu boltann fimm sinnum
og einu sinni var skot þeirra varið.
„Við höfum hvorki reynsluna né
einstaklingana til að koma okkur úr
þeirri stöðu að þurfa að elta allan
leikinn. Stundum hengjum við haus
og það er ókostur,“ sagði Kevin Gar-
nett sem átti frekar slakan leik í gær.
16 þriggja stiga körfur
New Jersey Nets setti nýtt félags-
met í gær þegar liðið hitti 16 þriggja
stiga körfum í 113-101 sigri á Wash-
ington Wizards. Jason Kidd átti stór-
leik og hitti úr sex af níu þriggja stiga
skotum sínum í leiknum.
Kidd skoraði 26 stig í leiknum en-
Vince Carter var þó stigahæstur í liði
Nets með 27 stig. Gilbert Arenas hitti
ekki eins vel en hann hitti aðeins úr
þremur af 12 þriggja stiga tilraunum
sínum í leiknum. Arenas var samt
sem áður stigahæstur í liði Wizards
með 26 stig.
„Þetta var spurning um að spila
vel út á vellinum. Við féllum hálf-
partinn í gildru í fyrri hálfleik en við
fengum góð skotfæri,“ sagði Jason
Kidd þegar hann var spurður um
varnarleik Washington liðsins.
„Við fórum loks að hitta vel. Við
vorum að fá góð skotfæri fyrir utan
þriggja stiga línuna og við nýttum
vel þau skot sem við fengum,“ sagði
Vince Carter.
„Þeir voru sjóðheitir í dag og við
gáfum þeim of mörg opin skotfæri.
Varnarlega vorum við augljóslega
ekki að verjast þeim á réttum stöð-
um,“ sagði Roger Mason Jr., leikmað-
ur Washington, eftir leikinn.
dagur@dv.is
NBANBA
Úrslit næturinnar
Staðan U T
Austurdeildin
detroit 36 19
Cleveland 33 24
Washington 31 24
Toronto 31 26
Chicago 32 27
indiana 29 27
New Jersey 28 30
Orlando 28 30
miami 27 29
New York 26 32
Charlotte 22 35
atlanta 22 35
milwaukee 21 37
Philadelphia 19 38
Boston 14 42
Staðan U T
Vesturdeildin
dallas 48 9
Phoenix 44 13
San antonio 39 18
utah 37 19
Houston 35 21
L.a. Lakers 33 25
denver 27 28
L.a. Clippers 27 29
New Orleans 27 30
minnesota 26 31
golden State 26 32
Sacramento 24 32
Portland 24 34
Seattle 22 34
memphis 15 43
NBA-úrslit
næturinnar
Cleveland - New Orleans 97 - 89
indiana - Phoenix 92 - 103
New Jersey - Washington 113 - 101
milwaukee - golden State 122 - 101
minnesota - dallas 65 - 91
sigurleikur
DAllAs í röð
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni
í nótt. New Jersey setti nýtt félagsmet
þegar liðiðð setti niður sextán þriggja
stiga skot í sigri á Washington.
Sex þristar í hús Jason kidd
hitti úr sex af níu þriggja stiga
skotum sínum í nótt þegar
New Jersey setti nýtt félagsmet
í þriggja stiga skotum.
Þjóðverjinn ógurlegi dirk
Nowitzki skoraði 23 stig í þrettánda
sigurleik dallas í röð.
Leiðtoginn LeBron James tryggði
Cleveland sigur á New Orleans með
tveimur þristum á lokamínútunni.
13.