Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Page 21
DV Lífsstíll þriðjudagur 3. apríl 2007 21 LífsstíLL Ný skynjun dagana 5.-6. maí verður haldið námskeið á vegum Heilsustofu lilju og Ella í Hafnarfirði þar sem þáttakendur læra meðal annars að víkka vitund sína, ná hærra stigi í sköpunar- gáfu, ná tökum á hraðlestrartækni og jafna starfsemi milli beggja heilahvela. Notuð er svokölluð Hemi-Sync hljóðtækni sem þróuð hefur verið og rannsökuð af Monroe stofnuninni síðastliðin 40 ár. Gjafir sem gera gagn Geit eða frelsi barNs í fermiNGarGjöf Uppfærsla fyrir hUGaNN Ný handbók að betra lífi er komin út eftir Barböru Berger sem skrifaði hinar vinsælu bækur Skyndibitar fyrir sálina og Fleiri skyndibitar fyrir sálina. í þessarri bók Barböru, sem heitir Hugræn tækni og andlegu lögmálin tíu, eru lesendur hvattir til þess að grípa gæfuna og uppfæra hugbúnaðinn sem stýrir hugsunum með því að tileinka sér andlegu lögmálin tíu því til þess að mannshugurinn virki rétt þarf hann að vera í lagi. . Stjórnunarfélagið selur bókina á tilboðsverði á 1490 krónur og einnig er hægt að fá allar þrjár bækur Barböru fyrir 3500 krónur. betri vélritUN- arkUNNátta þeir sem eru að sækja um starf þar sem vélritunarkunnáttu er krafist geta tekið próf inn á heimasíð- unni www. réttritun.is til að finna út hversu mörg slög þeir slá á mínútu. Vefurinn, sem er ókeypis fjarnámsvef- ur, er annars hægt að nota ekki bara til að bæta vélritunarkunnáttuna heldur einnig til þess að bæta stafsetninguna. þar er að finna allar helstu stafsetningarreglur og gagnvirkar æfingar sem hjálpa til við að ná betri tilfinningu fyrir málinu. iNNkaUpapokar út í San Francisco sést brátt ekki nokkur maður út á götu með innkaupapoka því yfirvöld þar hafa bannað verslunum að bjóða upp á óendurvinnanlega plastpoka og gildir bannið í hálft ár. gömlu góðu innkaupatöskurnar koma þess í stað sterkar inn enda mun umhverfisvænni. íslendingar mættu alveg taka þetta líka upp, innkaupatösk- ur á hjólum, framleiddar fyrir tíma plastpokanna, leynast örugglega í einhverjum geymslum. fUllkomiN feGUrð Frederic Fekkai er nafn sem þeir sem vilja líta virkilega vel út ættu og hafa efni á því að borga fyrir það ættu að leggja á minnið. Til þessa rómaða fegurðarfræð- ings og stílista leita allar fegurstu konur Hollywood til Frederic, sem tekur stjörnurnar í einkameðferðir og ráðleggur þeim hægri, vinstri, rekur einnig snyrti- og hárstofur undir eigin nafni og framleiðir eigin snyrtilínu. í vörulínu Frederic Fekkai má meðal annars finna vöru sem kallast Overnight Hair repair. þetta er snilldarefni sem hefur hárinu hreinan glamúr á meðan sofið er. Efnið er afar létt í sér og smitast ekki á koddann þannig að fegrunar- blundurinn verður hreinlega fullkominn. Það færist sífellt í vöxt að fólk frá- biðji sér gjafir á stórafmælum og óski fremur eftir stuðningi við líknarfélög eða til góðgerðarmála. Fermingargjafir geta líka verið af þessum toga og mörgum ferm- ingarbörnum þykir vafalaust vænt um að stóri dagurinn í lífi þeirra hafi orðið einhverju til gagns; jafn- vel lífs. Hjá Hjálparstarfi kirkjunn- ar er hægt að kaupa gjafakort fyr- ir upphæð að eigin vali. �okkrar hugmyndir: Geit í Afríku og tvær hænur fyrir 3.000.- krónur, að leysa þrælabarn úr ánauð 5.000 krónur - og svo er hægt að fá tvær hænur fyrir 1000 krónur.Einnig er hægt að gefa peninga til mennt- unar barna á Indlandi. Gjafakort- ið er hægt að nálgast hjá Hjálpar- starfi kirkjunnar sem nýverið flutti í Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, en ef gefandinn óskar eftir að kortið sé fyllt út af starfsmönnum þar, þarf að panta það með sólar- hrings fyrirvara. Fleiri upplýsing- ar um hvernig hægt er að gefa gjöf til gagns má finna á heimasíðunni help.is annakristine@dv.is „Það er miklu meira um það að karlmenn séu skósjúklingar, miklu meira en menn gera sér grein fyr- ir,“ segir Þráinn Jóhannsson, betur þekktur sem Þráinn skóari á Grettis- götu. Þráinn er ófeiminn við að við- urkenna að hann hafi verið haldinn skóbakteríu frá því á unglingsárun- um og að hún sé síður en svo að rját- last af honum. „Karlmenn leyfa sér bara síður en konur að vera sjúkir í skó,“ segir skósmiðurinn sem nýver- ið tók upp þann skemmtilega sið að stilla áhugaverðum skóm út í glugg- ann á verkstæði sínu. Þessa dagana er þar að finna tvö karlmannsskó- pör, annars vegar gullfallega ferm- ingarskó frá 1975 og hins vegar handsmíðaða ítalska skó frá 1978, en bæði pörin eru í hans eigin eigu. „Fermingarskórnir voru keyptir í verslun á Laugavegi og ég valdi þá sjálfur. Fólki finnst afskaplega gam- an að sjá þá og margir virðast sjá eft- ir því að hafa ekki sjálfir haldið upp á eigin fermingarskó. Hinir skórnir eru frá árinu sem ég hóf nám í skó- smíði.“ Að sögn Þráins er meiningin að skipta um ústillingu í gluggan- um einu sinni til tvisvar í mánuði. Þannig má þar fljótlega sjá forláta skó sem fundust uppi á háalofti í húsi við �jálsgötu. „Skórnir eru sérstakir fyrir þær sakir að þeir eru með tré- sóla sem beygist. Ég gæti best trúað að þeir væru frá millistríðsárunum, framleiddir í austantjaldslöndun- um,“ segir Þráinn. Hann upplýsir að sjálfur eigi hann ógrynni af áhuga- verðum skóm en einnig hafi hann falast eftir skóm til sýnis frá heldri mönnum borgarinnar. Það verð- ur því fróðlegt að fylgjast með því hvaða skópör dúkka upp í sýningar- glugganum á næstunni. „Ég á eigin- lega flest skópör krakkanna minna. Það er gaman að halda upp á góða skó en því miður er hryllilegt að sjá hvað fólk hendir oft á tíðum miklu. Vel pússaðir og vandaðir skór geta verið mikil stofuprýði þótt þeir séu úr sér gengnir enda yfirleitt mikil sál og saga í skónum,“ segir Þráinn. Opnar skóverslun Þráinn segir að karlmenn í dag hafi mikinn áhuga á vönduðum og flott- um skóm og sem gott dæmi um það þá nefnir hann að fyrir áramót hafi hann flutt inn 100 pör af handsmíð- uðum gæðaskóm sem hann hafi selt á verkstæðinu hjá sér. „Skórnir hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur og ný sending er á leiðinni,“ upplýsir Þráinn og bætir við að ýmsar breyt- ingar séu væntanlegar á skósmíða- stofu hans. Með vorinu mun hann opna þar skóverslun sem einbeitir sér eingöngu að karlmannsfótum, hvað sem svo seinna verður. snaefridur@dv.is Skór með Sál og Sögu Það er alltaf talað um það að kvenmenn séu skósjúkir. Karlmenn geta þó ekki síður verið veikir fyrir skóm og gott dæmi um það er skósmíðameistarinn Þráinn Jóhannsson sem hefur verið með skódellu frá því hann var unglingur. Hann hefur nú tekið upp þann skemmtilega sið að stilla fallegum skóm úr safni sínu út í glugga svo fleiri geti notið þeirra. Flottir fermingarskór þeir sem eiga leið framhjá skóvinnu- stofu þráins skóara í miðbænum geta barið háhæluðu fermingarskóna hans frá 1975 augum sem og fleiri fallega skó með sögu. þráinn stækkar líka fljótlega við sig og opnar verslun með gæðakarlmannsskó. Nemendur í Myndlistarskóla Reykjavíkur nota nútímaleg efni úr eigin umhverfi: áhugaverðar hugmyndir vöknuðu á safninu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.