Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2007, Qupperneq 30
þriðjudagur 3. apríl 200730 Síðast en ekki síst DV
veðrið ritstjorn@dv.is
miðvikudagurþriðjudagur
Sandkorn
Um að gera að nýta páskafríið í
að ferðast lítils háttar. Þó það sé
ekki nema dagsferð eitthvert út á
land, skoða Gullfoss og Geysi eða
skreppa í sumarbústaðinn. Nóg
er um að vera um páskana um allt
land bæði fyrir unga sem aldna.
Margir vilja líka nýta sér síðustu
snjólufsur vetrarins og skella sér á
skíði fyrir norðan en það er tilval-
in skemmtun fyrir alla fjölskyld-
una.
Öfugt við búningapartí þar sem
allir klæða sig upp í búning eiga
allir að mæta með búðing í búð-
ingapartíið. Tilvalið er að veita svo
verðlaun fyrir besta búðinginn,
frumlegasta búðinginn og flottasta
búðinginn. Það hressir alltaf upp
á partýið að hafa smá skemmtilegt
þema og búðingar eru einfaldir í
framkvæmd og einstaklega gaman
er að sjá fólk leggja metnað í búð-
ingagerðina.
Sigurvegarar Músíktilrauna og ef
maður vill vera með á nótunum er
nauðsynlegt að kynna sér þá hljóm-
sveit. Metalrokkarar sem eiga pott-
þétt eftir að láta meira í sér heyra á
næstunni. Flottir á sviði og tromm-
arinn alveg magnaður. Shogun eru
ungir og efnilegir rokkarastrákar
Það er fátt notalegra en að skella sér í
heitt og gott freyðibað fyrir svefninn.
Ekki skemmir fyrir að keyra róm-
antíkina í sjálfum sér alveg í botn og
kveikja jafnvel á nokkrum kertum og
setja disk uppáhalds hljómsveitar-
innar í græjurnar. Það er líka strang-
lega bannað að trufla mann þegar
maður er í freyðibaði svo gott ráð er
að setja símann á þögn.
Við mælum með...
..Búðingapartýi
...páskaferðalagi
...shogun
dj margeir selur
Plötusnúðurinn knái Dj. Margeir
hefur sett íbúð sína við Vesturgöt-
una á sölu og
opnaði dyrnar
á sunnudaginn
fyrir áhugasöm-
um kaupend-
um. Íbúðin,
sem er bæði
björt og fög-
ur, þykir mikil
miðborgarperla
og stoppar því líklega ekki lengi
á fasteignamarkaðnum. Íbúðin
var á sínum tíma öll mynduð í
bak og fyrir tímaritið Hús og hý-
býli sem eru mikil meðmæli því
þangað inn ná yfirleitt ekki nema
flottustu íbúðir borgarinnar.
sigrún flytur suður
Og það eru ef til vill fleiri í fast-
eignahugleiðingum þessa dag-
ana. Sigrún
Stefánsdóttir,
sem er nýráðin
dagskrárstjóri
bæði Rásar 1 og
Rásar 2, þarf að
öllum líkind-
um að flytja
frá Akureyri til
Reykjavíkur til
þess að sinna hinu nýja embætti.
Menn velta fyrir sér hvort Sigrún
selji hið fallega heimili sitt fyrir
norðan og komi alfarið suður
eða hvort hún flakki á milli enda
hefur hún komið sér vel fyrir á
Akureyri.
nýr sjópottur
Nýja sjópottinum í Laugardals-
laug hefur verið vel tekið og er
hann yfirleitt stútfullur af fólki.
Reyndar kvarta sumir yfir því
hversu nánasarleg stærðin á pott-
inum sé, hann hefði alveg mátt
vera stærri. Þrátt fyrir það treður
fólk sér ofan í pottinn og soðnar
þar hvert ofan í öðru. Stemming-
in minnir fyrir vikið á pottapartí í
sumarbústað, eina sem vantar er
bjórinn.
syngjandi sexí
Spákonunni og sjónvarpsþul-
unni Ellý Ármanns verður enn
tíðrætt um kynþokka á bloggsíðu
sinni ellyarmanns.blogspot.is
Hún og vinkonur hennar eru að
setja saman eigin kynþokkalista
sem er reglu-
lega uppfærð-
ur á síðunni.
Þannig hafa
ýmis áhuga-
verð nöfn bæst
á listann síðan
Davíð Þór,
dómara í Gettu
betur var þar
lofaður í hástert. Þar á meðal
eru nöfn eins og Pétur Jóhann
Sigfússon sem Ellý segir að toppi
alla í leikara-
stéttinni, því
hann hefur
fengið þá ynd-
islegu köllun
að fá aðra til að
hlæja. Geir H.
Haarde er víst
einnig kominn
inn á listann
þar sem hann virkar svo traustur.
Nýjasta nafnið á listanum er svo
Sverrir Guðjónsson söngvari en
á bloggsíðu Ellýjar segir að ekk-
ert er meira sexý en syngjand-
i maður klæddur í munkahempu.
...freyðiBaði
Á morgun munu krakkar frá frístundamiðstöðvum Reykjavíkur
keppa sín á milli í ratleik í anda Amazing Race. Eitt lið mun standa
uppi sem sigurvegari eftir að hafa þurft að nota strætisvagna
borgarinnar til að ferðast á milli hverfa til að leysa bæði líkam-
legar og hugrænar þrautir.
ÆSISPENNANDI RAT-
LEIKUR Í REYKJAVÍK
„Ratað í Reykjavík er eins kon-
ar ratleikur sem búinn var til und-
ir áhrifum frá sjónvarpsþáttunum
Amazing Race. Keppnin er verkefni
í Vettvangsverkefni I, sem er áfangi
á tómstunda- og félagsmálabraut í
Kennaraháskóla Íslands. Við erum
fjórar sem stöndum að þessu verk-
efni og erum allar á öðru ári í Kennó.
Eitt lið frá hverri frístundamiðstöð
mun taka þátt í keppninni, hvert
með fjóra keppendur innanborðs,
og það lið sem er fyrst til að leysa all-
ar þrautirnar stendur uppi sem sig-
urvegari,“ segir Þórunn Vignisdóttir,
starfsmaður í frístundamiðstöðinni
Miðbergi og umsjónarmaður keppn-
innar. Að hennar sögn þurfa krakk-
arnir að leysa níu þrautir sem bæði
eru einstaklings- og hópþraut-
ir. Hópþrautirnar byggjast flestar á
samvinnu og klókindum á meðan
einstaklingsþrautirnar byggjast líka
á snöggri hugsun sem og líkamlegu
erfiði. Það skiptir því miklu máli að
liðin séu vel samsett en einhverjar
félagsmiðstöðvanna völdu í lið sín
með undankeppnum.
flottar þrautir
„Þrautirnar eru staðsettar um alla
borg og keppendur fá dagspassa í
strætó og þurfa að flakka á milli borg-
arhluta. Ekki er leyfilegt að hafa gsm-
síma meðferðis og þurfa þau því að
átta sig á strætóleiðum í Reykjavík
sjálf. Við höfum lagt mikið á okkur
til að gera þrautirnar sem flottastar
og sem dæmi má nefna að þá feng-
um við gefins fisk sem keppendur
þurfa að flytja á milli tunna á Mið-
bakka, eins þurfa þeir að klifra upp
turn í Gufunesbæ, finna vísbendingu
sem er falin einhvers staðar undir
einu af 1.000 glösum, hoppa í sjó-
inn í flotgalla og margt fleira,“ segir
Þórunn og er greinilega ekki minna
spennt en krakkarnir fyrir keppn-
inni. Að hennar sögn fylgir einn
myndatökumaður hverjum hóp sem
passar ekki bara upp á það að krakk-
arnir svindli ekki í keppninni held-
ur tekur hann þrautagönguna upp
á myndband sem seinna verður svo
sýnt í félagsmiðstöðvunum. Keppn-
in hefst klukkan níu í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum og hafa liðin allan
daginn til þess að leysa þrautirnar
en verða þó að vera komin tilbaka í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl.17
því þá hefst þar pylsupartí fyrir all-
ar félagsmiðstöðvarnar. Búist er við
100 krökkum í partíið þar sem úrslit-
in verða kynnt og plötusnúðar munu
sjá um að halda uppi fjörinu. Verð-
launin eru ekki af verri endandum,
reiðhjól frá Húsasmiðjunni, páska-
egg og heimatilbúið spil. Ef keppnin
tekst vel sér Þórunn fyrir sér að hún
verði að árlegum viðburði í félagslífi
unglinga í Reykjavík.
snaefridur@dv.is
7
7
4
12
4
4
4
4
4
7
7
6
6
6
13
8
107 14
9
4
17
6
6 8
6 4
9
49
7
5 4
5
4
5
7
9 4
nýjung í félagslífi unglinga þessir krakkar keppa
fyrir hönd félagsmiðstöðvanna Hólmasels og
Miðbergs í ratleiknum ratað í reykjavík á morgun.
þau þurfa meðal annars að hoppa í sjóinn, bera
slímugan fisk og beita klókindum til þess að leysa þær
níu þrautir sem leikurinn samanstendur af.