Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Page 4
þriðjudagur 17. apríl 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Guðmundur von- ar að skipið fjóti Möguleiki er á að Wilson Mu- uga náist af strandstað í dag eða á morgun. „Ég vona að skipið fljóti en við vinnum þetta eftir ákveðinni áætlun. Það kemur svo endan- lega í ljós þegar á reynir“, segir Guðmundur Ásgeirsson, stjórn- arformaður Nesskips. „Það er stórstreymt núna næstu daga og við reynum að gera allt klárt sem fyrst“, Hann segir að allt þurfi að ganga upp til þess að þetta náist í vikunni en annars þarf að bíða fram í um miðjan maí því þá verður stórstreymt aftur. „Þetta er bara draumur eins og er en kannski náum við að reyna þetta í þessari viku“ Rotaðist í bílveltu Maður var fluttur meðvitund- arlaus til Reykjavíkur á sjúkrahús eftir bílslys við Hraunsá við Stokkseyri í gær. Ökumaðurinn var einn í bíln- um sem fór út af vegi og heila veltu en endaði á hjólunum. Að sögn Steinunnar Jónsdótt- ur, læknis á Landspítalanum, var maðurinn kominn til meðvitundar og meiðsli hans lítilsháttar. Höfuðáherslan á yfirráð þjóðar Íslandshreyfingin leggur höf- uðáherslu á að auðlindir Íslands verði aldrei í eigu eða umsjá er- lendra afla. Skulu yfirráð þjóð- arinnar í eigin málum full og óskoruð um alla framtíð. Forsvarsmenn Íslandshreyf- ingarinnar leggja áherslu á þetta vegna umræðna um stefnu flokksins í Evrópumálum. Flokk- urinn er reiðubúinn að hefja umræður um möguleika á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Landeigendur Brúar á Jökuldal fá 63,7 milljónir vegna eignarnáms: Virkjanir eru verðmætari en fegurð „Vatnsmiðlun er í andránni verð- mætasta nýting á hálendinu, þang- að til sýnt hefur verið fram á annað,“ segir Jón Jónsson, lögmaður þeirra Stefáns og Sigvarðar Halldórssona, landeigenda að Brú á Jökuldal. Hann segir kröfur landeigend- anna um 1.300 milljóna króna bætur, fyrir land sem Landsvirkjun tók eign- arnámi vegna Kárahnjúkavirkjunar, vera byggðar á núverandi og raun- verulegri framtíðarnýtingu lands- ins. Matsnefnd eignarnámsbóta úr- skurðaði á fimmtudaginn að Stefán og Sigvarður skyldu fá 63,7 milljónir í bætur fyrir eignarnámið. Ekki liggur fyrir hvort málið fer fyrir dómstóla. „Þeir segja að landið hafi ver- ið verðlítið þangað til Landsvirkjun kom á svæðið og lagði þarna vegi. Það er náttúrlega bara eins og með kvótann, hann var einskis virði þar til lögin voru sett,“ segir Stefán Hall- dórsson, annar landeigenda. Jón Jónsson lögmaður bendir á að vatnsmiðlunin á Kárahnjúkum sé 2.100 gígalítrar. „Sú miðlun er nán- ast jafn mikil og öll önnur vatnsmiðl- un sem fyrir er í landinu hjá Lands- virkjun. Allar Þjórsárvirkjanirnar og Blönduvirkjun. Það er á þessum sjónarmiðum sem þessi hæsta krafa landeigendanna er byggð,“ segir hann. Matsnefndin segir meðal annars að þar sem landið liggi mjög hátt sé það illa fallið til hefðbundinna nota á borð við búskap eða sem sumar- húsabyggð. Rök landeigenda gegn þessu sjónarmiði eru að lengi hafi legið fyrir kostir þess að nýta land- ið til virkjana. „Það eru áratugir síð- an farið var að hugsa um þrepavirkj- un niður Jökulsá á Dal, í stað þess að veita vatninu niður á Fljótsdal eins og nú er gert,“ segir Jón. Hann segir náttúrufegurð einnig vera verðmæta. „Þetta ræðst þó allt- af af eiginleikum landsins. Þarna var fyrir dalur sem sem hægt var að nýta til vatnsmiðlunar með hagkvæmum hætti.“ sigtryggur@dv.is Í landi Brúar Eigendur Brúar á jökuldal kröfðust 1.300 milljóna króna fyrir eignar- nám landsvirkjunar til gerðar Kárahnjúkavirkjunar. Matsnefnd hefur ákveðið landeigendunum 63,7 milljónir. Samkvæmt, spurningalista sem Fangelsismálastofnun lagði fyrir fanga í fyrra, var óvíst með aðsetur 22,5 prósent fanga að lokinni afplán- un. Um þrjátíu prósent gátu leitað til foreldra, vina eða ættingja tíma- bundið að refsivist lokinni en 48 pró- sent sögðust vera með fast húsnæði, leiguíbúð, eignaríbúð, félagsíbúð eða með vilyrði fyrir dvöl á áfanga- heimili. Með nýjum lögum um fullnustu refsninga, sem tóku gildi í byrjun júl í árið 2005, kom það til að fangels- ismálayfirvöld og félagsþjónustu- an fóru í náið samstarf um að leysa þennan vanda fanga. Fangelsis- málastofnun hefur sjálf engar íbúðir eða peninga til þess að leysa vanda- málið. „Við höfum sjálf ekki aðgang að neinu húsnæði en erum í ágæt- is samstarfi við félagsþjónustuna en þar eru tveggja ára biðlistar. Við ger- um hvað við getum til að fá ferlinu flýtt fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Snjólaug Birgisdóttir, félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun. Öruggt húsaskjól skiptir sköpum „Það er ljóst og rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem hafa fast húsnæði að lokinni afplánun eiga meiri möguleika á að fóta sig heldur en þeir sem búa við óvissuástand,“ segir Snjólaug. Ef fangi hefur íbúð sem hann getur kallað sína eigin, segir Snjólaug hann eiga auðveldara með að útiloka sig frá heimi neyslu og afbrota og því minni líkur á að hann endurtaki leikinn. Fangi sem hefur engan stað til þess að halla höfði sínu á, annan en í sínu gamla umhverfi, er í miklli hættu á að leita í sömu aðstæður og hann var í þegar hann braut af sér. „Föngunum finnst munurinn mikill, því nú er farið að vinna í þeirra málum fljótlega eftir að þeir hefja afplánun. Við reynum að nýta tímann og leiðbeinum þeim sem hafa ótryggt húsnæði við að finna sér fastan samastað á meðan þeir eru í afplánun. Bendum þeim á hvert þeir geti leitað og hvar þeir geti leitað eftir fjárstuðningi til þess að standa straum af kosnaði við rekstur húsnæðisins,“ segir Snjó- laug. Hún segir tímann einnig nýtt- ann til þess auka lífsgæði fanganna eins og með námi og aukinni starfs- reynslu svo þeir hafi jafnvel betri möguleika eftir afplánun en fyrir hana. Fangar vilja líka öruggt athvarf „Það er okkar markmið að allir hafi í hús að vernda,“ segir Snjólaug. Hún segir alla þá fanga sem ekki hafi öruggt húsnæði þiggja hjálp og leið- beiningar til þess að bæta þá stöðu. Það sé ekkert örðuvísi með fanga en aðra þegna þjóðfélagsins, allir vilji eiga athvarf sem þeir geta kallað sitt eigið því slíkt öryggi sé eitt af grunn- þörfunum. Margir fanganna eru jafnvel komnir á biðlista hjá félags- þjónustunni þegar þeir hefja afplán- un. Þá er stór hópur fanga örykjar og geta því leitað eftir íbúð á vegum Ör- yrkjabandalagsins. Snjólaug segist ekki vita nákvæm- lega hvernig málunum sé háttað hvað þetta varðar á hinum Norð- urlöndunum en í Noregi eru mál- efni fanga í sérstökum forgangi hjá stjórnvöldum og þar á meðal hús- næðismál þeirra. HjÖrdÍs rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is snjólaug Birgisdóttir Tveggja ára biðlistar eru hjá félagsþjónustunni eftir húsnæði. Fangelsismálastofnun hefur sjálf engar íbúðir til umráða heldur er hún í samstarfi við félagsþjónustuna. Fimmti Hver FanGi er Heimilislaus Aðeins tæplega helm- ingur fanga á fastan samastað að lokinni refsivist samkvæmt könnun Fangelsis- málastofnunar. Um þrjátíu prósent geta fengið inni hjá foreldr- um, vinum eða ætt- ingjum. Miklu máli skiptir að fangar hafi fast húsnæði til að minnka líkurnar á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. Á Litla-Hrauni Fangar eins og aðrir vilja hafa fastan samastað og taka vel í að fá hjálp og leiðbeingar um að finna sér húsnæði. Fyrsta skóflu- stungan Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, tek- ur fyrstu skóflustunguna af fimmtán hæða verslunar- og skrifstofubyggingu sem reist verður á norð-vesturhorni lóðar Smáralindar. Að auki mun þar rísa þriggja hæða bílastæðahúss. Í heild er áætlað að þrjú til fimmhundruð manns muni starfa í Norðurturninum þegar hann verður að fullu kominn í notkun. Norður- turninn ehf. er að fullu í eigu Fasteignafélags Íslands sem er einnig móðurfélag Smára- lindar ehf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.