Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 16
þriðjudagur 17. apríl 200716 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Newcastle Neitar orðrómi um oweN glenn roeder knattspyrnustjóri Newcastle hefur neitað að félagið ætli sér að selja Michael Owen til Manchester united. Blöð á Englandi sögðu frá því á sunnudag að Sir alex Ferguson vildi fá Owen í sitt lið. Samkvæmt samningi Owen á hann að geta losnað frá Newcastle bjóði eithvert lið 12 milljónir punda í hann, um tvo milljarða króna. „Michael er stór hluti af mínum áætlun- um fyrir næsta tímabil. Ég veit að hann getur ekki beðið eftir að fara spila fótbolta að nýju með Newcastle. Hann getur skorað mörk og ég hef mikla trú á honum,“ sagði roeder. Owen hefur verið frá vegna meiðsla á hné eftir að hafa meiðst með Englendingum á HM síðastliðið sumar. aNcelotti áNægður aC Milan komst á sunnudag uppí fjórða sæti ítölsku deildarinnar með 3- 1 sigri á Messina. Eftir að hafa komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið mætir Man utd, og komið í fjórða sætið sem gefur rétt til að leika í Meistara- deildinni að ári var þjálfari aC Milan Carlo ancelotti sáttur eftir leikinn gegn Messina. Hann hrósaði ronaldo sem skoraði enn á ný og virðist hann vera farinn að njóta þess að spila fótbolta að nýju. „liðið er að leika vel þessa stundina. það er góður taktur í því og við ætlum okkur að njóta þess sem lengst. ronaldo er einstakur leikmaður og það er ekkert nýtt að hann sé að skora mörk. Baráttan um fjórða sætið er hörð en við munum taka þátt í þeirri baráttu allt til loka.“ aC Milan byrjaði með 8 stig í mínus eftir að hafa verið dæmt í svikamill- unni sem skók ítalskan fótbolta í upphafi tímabilsins. leitar laNgt yfir skammt rafa Benitez ætlar sér að fjárfesta í ungviði livepool þrátt fyrir að hafa fengið vilyrði frá nýjum eigendum félagsins um að fá 40 miljónir punda til leikmannakaupa, um 5 milljarða króna. Benitez vill að eithvað af peningunum sem nýjir eigendur hafa komið með í félagið fari í akademíu liverpool sem Steven gerrard og jamie Carragher komu í gegnum „þegar ég var hjá real Madrid var aðalliðið skipað 40 leikmönnum. af þeim voru 14 heimalingar. það er frábær árangur. Ef einn jamie Carragher eða Steven gerrard kæmu úr skólanum hér á ári yrði það frábært. það gæti tekið nokkur ár en ímyndið ykkur lið með fimm Carragher og fimm gerrard.“ Benitez bennti einnig á að ekki væri hægt að byggja upp stórlið í Evrópu eingöngu á uppöldum leikmönnum og sagði að alltaf væri erfiðara að komast í aðallið hjá stórliði. lucarelli brjálaður Cristiano lucarelli leikmaður livorno var brjálaður eftir leik sinna manna gegn reggina sem endaði 1-1. Áhorfendur og stuðningsmenn livorno sungu niðrandi söngva um sitt eigið lið allan leikinn og var lucarelli allt annað en hrifinn af framkomu stuðningsmannanna. „Framkoma áhorfendana var hneisa. að saka okkur um að leggja okkur ekki fram er fáránlegt. Ég mun gera mínar skyldur til loka tímabilsins en síðan ekki meir. Minn tími er kominn og ég mun fara héðan,“ sagði lucarelli eftir leikinn. Hann var orðaður við nokkur af stærri liðum á ítalíu eftir síðasta keppnistíma- bil en ákvað að vera áfram. Hins vegar virðist ferli hans með liðinu nú vera lokið. Guðmundur Guðmundsson hefur látið af störfum sem þjálf- ari meistaraflokks karla hjá Fram. Guðmundur mun innan tíðar hefja störf hjá Kaupþing banka, starf sem hann telur ekki samrýmast þjálfun hjá handknattleiksliði í efstu deild. Guðmundur tók við Fram árið 2005 og stýrði liðinu til sigurs á Ís- landsmótinu á sínu fyrsta tímabili. Framarar hafa ekki náð að fylgja þeim sigri nægilega vel eftir, eru í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Val og HK sem sitja í tveim- ur efstu sætunum. Fram mætir ÍR í síðasta leik tímabilsins á sunnu- daginn í leik sem hefur enga þýð- ingu, hvorki fyrir Framara né ÍR- inga. Mikið fjaðrafok var í kringum ráðiningu Guðmundar á sínum tíma. Heimir Ríkharðsson hafði þá verið þjálfari Framara og uppsögn hans kom mörgum leikmönnun sem og stuðningsmönnum liðsins í opna skjöldu. Guðmundur á þrjá syni sem stunda handknattleik hjá Fram og hann hefur í hyggju að koma að uppbyggingu yngri flokka hjá félag- inu í framtíðinni. Samkvæmt heimildum DV er Jón Þorbjörn Jóhannesson, leikmaður Skjern, á leið til Fram. Jón Þorbjörn er stór og stæðilegur varnarmaður sem einnig er liðtækur sem línu- maður, en fyrir á línunni hjá Fram eru þeir Einar Ingi Hrafnsson og Haraldur Þorvarðarson. dagur@dv.is Miklar hræringar eru hjá handknattleiksliði Fram, í gær sagði þjálfarinn af sér og Jón Þorbjörn Jóhannesson er á leið til liðsins: Guðmundur hættur sem þjálfari Fram Hyggst koma að starfi yngri flokka guðmundur á þrjá syni sem stunda handbolta hjá Fram og hann hyggst koma að starfi yngri flokka hjá félaginu. Önnur eins stemning og var í íþróttahúsi KR í gær hefur ekki ver- ið á íþróttakappleik hér á landi í háa herrans tíð. KR-ingar lögðu þá Njarðvíkinga í hreint mögnuðum leik 83-81 og tryggði sér Íslands- meistaratitilinn. KR-ingar urðu síð- ast Íslandsmeistarar árið 2000 en þeir unnu úrslitaeinvígið í ár 3-1 þar sem Njarðvíkingar vou tald- ir sigurstranglegri fyrirfram enda höfðu þeir titil að verja. Njarðvíkingar voru yfir allan leik- inn í gær en Jeremiah Sola jafnaði fyrir KR í 73-73 þegar 0,75 sekúndur voru eftir og tryggði framlengingu. Stemingin var með heimamönnum á þessum tímapunkti og þeir skor- uðu fjögur fyrstu stig framlenging- arinnar og komust í fyrsta skipti yfir. Gestunum gekk brösuglega í sóknarleiknum í framlengingunni en á lokamínútu hennar tók Jó- hann Ólafsson tvö víti, skoraði úr þeim báðum, og minnkaði muninn í tvö stig 83-81. Tyson Patterson hitti ekki körfuna þegar um fimm sekúndur voru eftir og Jóhann hljóp upp all- an völlinn á ögurstundu. Hann fór þó illa að ráði sínu, hljóp í of þröngt færi og skotið misheppnaðist. KR- ingar hömpuðu þar með Íslands- meistaratitlinum. Þeir lentu undir í einvíginu en unnu síðan þrjá leiki í röð, þar á meðal á útivelli í Ljóna- gryfjunni í Njarðvík um síðustu helgi og kom það mörgum á óvart. breytt hugarfar í Vesturbænum „Allur þessi fjöldi sem mætti á þennan leik var ekki svikinn af skemmtuninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-inga, eftir leikinn. Íþróttahúsið var pakk- fullt og voru stuðningsmenn KR þar allsráðandi og sungu fjölbreyti- lega stuðningsmannasöngva allan leikinn og lengur en það. „Ég mætti klukkutíma fyrir leikinn og þurfti að leggja einhverstaðar í Skerja- firði. Það voru þúsund manns sem voru mættir á undan mér,“ sagði Benedikt. „Það er bara ekki hægt að lýsa því hvernig er að fá þennan stuðn- ing. Áhorfendur voru alltaf hvetj- andi þegar við vorum undir, al- veg jafn mikið og þegar við vorum yfir. Það er mannlegt eðli að vera að röfla þegar gengur illa og hvetja þegar vel gengur en að fá svona stuðning var okkur ómetanlegt á lokakaflanum. Við vorum búnir að vera skrefi eftir á allan leikinn en heyrðum þennan söng og hvatn- ingu og það hafði mikið að segja,“ sagði Benedikt sem var að vonum gríðarlega ánægður með sína leik- menn. „Ég held að okkur hafi tekið að setja saman mjög sterkt lið. Það voru ekki margir sem spáðu okk- ur alla leið og verið að tala um að liðið geri alltaf mistök á ögurstund- um en við blásum á það. Það er breytt hugarfar í Vesturbænum og við erum með samansafn af mönn- um sem kunna að vinna. Þetta eru strákar sem hafa unnið allt í yngri flokkunum, meistaratitilinn í Kos- ovo... bara nefndu það!“ sagði Benedikt. misstu ekki trúna Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í gær betur og höfðu yfir 24-15 að loknum fyrsta leiktíma. Eftir það voru KR-ingar alltaf skrefinu á eft- ir, náðu að saxa á forskotið í öðr- um leikhluta og forysta Njarðvík- inga í hálfleik var fimm stig, 39-44. Mikið jafnræði var með liðunum í þriðja leiklhuta en snemma í þeim fjórða náði Njarðvík tíu stiga for- skoti. Voru þá margir sem bjuggust við að þeirri forystu myndu þeir Gríðarleg gleði ríkir í Vesturbæ Reykja- víkur en KR-ingar eru Íslandsmeistar- ar í körfuknattleik 2007. Þeir lögðu Njarðvíkinga í hádramatískum leik á heimavelli sínum fyrir framan troð- fulla áhorfenda- palla. Hádramatískur endir á frábæru tímabili sárt að tapa Njarðvíkingar voru að vonum súrir á svipinn eftir leikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.