Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 19
DV Umræða þriðjudagur 17. apríl 2007 19 Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir m.a.: „Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og Sjálfstæðis- flokkurinn mun sem endranær standa vörð um þau gildi sem gott fjölskyldulíf byggir á. Samvera fjölskyldunnar, heilbrigð og uppbyggjandi afþreying, góðir skólar, auð- velt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öruggt umhverfi eru dýrmæt og eftirsóknarverð lífsgæði.“ Aðför að barnafjölskyldum Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár hefur þrengt að barnafjölskyldum með margvíslegum hætti. Í síðustu viku rakti ég hér hvernig hagstjórnar- mistök dúettsins Davíðs og Geirs hefðu valdið heimatil- búinni ofþenslu sem leitt hefur af sér ofurvexti og verð- bólgu. Þessi hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins hafa bitnað verst á fólki sem stendur í íbúðakaupum og greiðir af verðtryggðum lánum. Það fólk er almennt líka það fólk sem sinnir uppvexti barna í ríkustum mæli. Þetta er verðbólguskattur Sjálfstæðisflokksins sem hefur valdið hækkun verðtryggðra lána og því þyngri af- borgunum. Vextir yfirdráttarlána eru á þriðja tug pró- senta. Þetta heimatilbúna okurvaxtaumhverfi á sér enga hliðstæðu í löndum sem við höfum áhuga á að bera okk- ur saman við. Húsnæðislánaklúður af verstu sort Mistök ríkisstjórnarinnar á lánamarkaði valda því að barnafjölskyldur landsins borga nú upp undir tvöfalt hærra verð fyrir sama húsnæði en fyrir fjórum árum. Með öðrum orðum: Við búum í sömu íbúðunum – en þær eru bara tvöfalt dýrari og afborganirnar margfalt hærri. Þetta er sannarlega „kaupmáttaraukning“ og „framfarasókn“ sem bragð er að, svo vitnað sé í tvo margtuggna orða- leppa úr landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins. Fjöldi barnafjölskyldna sem áður naut vaxtabóta til að létta greiðslubyrði vegna afborgana húsnæðislána hefur nú misst vaxtabætur vegna hækkandi húsnæðisverðs. En þótt húsið sem þú býrð í sé dýrara en áður ert þú engu bættari. Þú þarft eftir sem áður stað til að búa á og annað húsnæði hefur hækkað jafn mikið og þitt eigið. Yfirvinna í boði Davíðs og Geirs Geir Haarde talar af nokkrum þjósti um mikla „kaup- máttaraukningu almennings“ þegar efnahagsklúður hans og Davíðs er gagnrýnt. Vera kann að unnt sé að reikna einhverja meðaltalskaupmáttaraukningu sem máli skipt- ir. Slíkur reikningur tekur þá ekki með í reikninginn að meðaltals„almenningurinn“ – þessi sem er með annan fótinn í eldi og hinn í ís – er ekki til. Sá „almenningur“ sem elur upp börn og kaupir sér íbúð þekkir annan veruleika og í honum er ekki allt útmakað í „samveru fjölskyldunn- ar, heilbrigðri og uppbyggjandi afþreyingu“ svo vitnað sé aftur í hina sykurklístruðu stemmningu úr landsfundará- lyktun Geirs. Vinnudagurinn lengist stöðugt. Aldrei hef- ur verið erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Heimilin eru skuldsettari en nokkru sinni fyrr. Það er hinn kaldi veruleiki. Að tala tungum tveim – og segja sitt með hvorri Árni PÁll ÁrnAson frambjóðandi skrifar „Hagstjórnarmistök Sjálfstæðis- flokksins hafa bitnað verst á fólki sem stendur í íbúðakaupum og greiðir af verðtryggðum lánum – því fólki sem sinnir uppvexti barna.“ Tveir vinir mínir frá Englandi, sem höfðu aldrei áður komið til Íslands, heimsóttu mig núna um pásk- ana. Þeir eru tónlistarmenn að atvinnu og komu hér aðallega til að sjá tónleika Bjarkar en einnig að kynna sér lítillega í leiðinni íslenskt tónlistarlíf. Á þriðjudag- inn var fór ég með þá á pöbbarölt í leit að lifandi tónlist til að sýna þeim að Ísland ætti nú meira en bara Björk. Hvergi var lifandi tónlist að finna nema hvað að á Kaffi Rósenberg var einhver Fabúla að reyna að spila skelfi- leg frumsamin lög með ennþá afleitara bandi. Við sett- umst þar blá edrú niður og hlustuðum hálf hneykslað- ir á þessa amatörmennsku, alveg gáttaðir. Þessi Fábúla var með eitthvað tilgerðarlegt svæfandi söngl og vissi greinilega ekkert hvað hún var að gera á píanóinu. Hún og bandið voru svo ósamstíga og illa spilandi að það var hryllilegt á að hlýða. Alveg afspyrnu lélegt og leiðinlegt alltsaman, enda var stemningin vandræðaleg og þess- um örfáu gestum sem voru þarna leið greinilega ekki vel. Við vinirnir vorum fljótlega sammála um að þenn- an hroða vildum við ekki hafa í eyrunum og hröðuðum okkur út. Ég sagði þeim að það væri sjaldgæft að heyra svona vonlausa tónlist á íslenskum krám en þeir trúðu því mátulega og héldu heim á leið. Ég kunni náttúru- lega alls ekki við að segja þeim að ég hafði lesið í blaði að þessi Fabúla væri víst að fara að halda einhverja tón- leika í Kanada í sumar því þá hefði þeim gjörsamlega misboðið og haldið að hún væri með því skárra sem við ættum. Mér finnst að Kaffi Rósenberg og aðrir hugguleg- ir staðir sem eru stundum með lifandi tónlist verði að hafa meiri metnað og bjóða aldrei upp á lélega tónlist- armenn sem flæma gestina út. Ef þeir vilja halda virð- ingu og dampi þá mega þeir hreinlega ekki bjóða upp á svona hörmung eins og við urðum vitni að, þó þeir hafi eflaust fengið hana fyrir lítið. Þeir eiga ekki að láta algera viðvaninga, sem hafa ekkert að bjóða nema ama og leiðindi, undirbjóða alvöru listamenn og gleðigjafa. Túristum sem gera einhverjar kröfur fer hér fjölgandi og þeir vilja, eins og Íslendingar, heyra vel flutta góða tónlist hér í borginni. Ekkert er verri landkynning en lé- leg list og ekkert er verra fyrir ímynd skemmtistaðanna sjálfra. Það er fáránleg tilhugsun að þessi Fabúla sé að fara að kynna kunnáttuleysi sitt erlendis sem íslenskur „listamaður“. Það ætti eiginlega að borga afthylgisþurf- andi viðvaningum fyrir að halda sig við dagvinnuna og láta ekki á sér kræla í listalífinu. Bragi Bragason skrifar: Vonlaus kráar„tónlist“ Malarvegurinn frá Kjalarnesi og inn Miðdalinn í Kjós er einfaldlega til skammar. Það er óvíða á landinu sem fólki býðst jafn slæmur vegur og í Miðdalnum, það er sérstaklega sorglegt vegna þess að malarvegur- inn er nokkuð fjölfarinn og í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð frá höfuð- borginni. Í dalnum eru tíu bóndabýli og í Esjuhlíðum við Eilífsdal er rúm- lega sextíu sumarhúsa byggð. Allt það fólk sem sækir í Miðdalinn og Ei- lífsdalinn þarf að sætta sig við malar- veg, sem nú á leysingatímanum telst vart fólksbílafær og er í þessu ástandi stórhættulegur. Lengi hefur vegurinn verið slakur og bændur og sumarhúsaeigend- ur hafa árangurslítið krafist úrbóta. Nýjustu tilraunir Vegagerðarinnar til þess að laga veginn slá hins veg- ar botninn úr skömminni. Svo virðist sem stórvirk vinnutæki Vegagerðar- innar hafi borið möl í veginn á þeim tíma sem hann var eitt drullusvað vegna vor-leysinga. Tilraunin mis- heppnaðist algjörlega því á mörg- um köflum á veginum eru stórar hol- ur og háir hryggir eftir þunglamaleg vinnutæki á fjörutíu og fimm tommu dekkjum. Afrakstur framkvæmd- ana er lélegri og hættulegri vegur en nokkurn tíman fyrr og eiga margir fólksbílar í mestu erfiðleikum með að fara þennan veg. Það er ótrúlegt að Vegagerðin skuli ganga frá veg- inum í þessu ástandi og það ber vott um kæruleysi af þeirra hálfu. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra ætti ekki að líða slíkt á kosningavori. Í nálægri sumarhúsabyggð við Meðalfellstvatn, eru nær allir vegir malbikaðir. Það er kominn tími til að bjóða vegfarendum um Miðdal upp á annað en stórhættulega og handó- nýta vegi. Sigurður Sigurðarson skrifar: Vegur um Miðdal er til skammar Sælt veri fólkið! Maðurinn minn segir að ég sé að verða plága á ykk- ur en það verður bara að hafa það. Við hjónin vorum að taka til í bíl- skúrnum á sunnudaginn, enda sum- ardagurinn fyrsti að nálgast og mað- ur vill helst vera búinn að losa mesta draslið þegar sá merkisdagur renn- ur upp. Við eigum lítinn fólksbíl sem dugði engan veginn til að ferja dótið í Sorpu svo við ætluðum nú bara að hringja á greiðabíl. En nei takk, það er ekki hægt að fá sendiferðarbíl á sunnudegi! Við hringdum í Þröst og Nýju Sendibílastöðina og fengum bara símsvara á öðrum staðnum, á hinum svaraði ekki. Það endaði með að ég hringdi á leigubílastöð í þeirri von að þeir væru með einhvern á sín- um snærum en svo var ekki. Draslið stendur því ennþá í innkeyrslunni, fáum við augnayndis. Mér finnst nú lágmarkið að greiðabílar og sendi- ferðabílar séu til taks um helgar þeg- ar almenningur á frí og hefur tíma til að fara í Sorpu. Jóhanna B hringdi: Sendibílaleysi á sunnudegi Fyrir páska keypti ég tilbúnar, kryddaðar kalkúnabringur frá fyrir- tæki fyrir austan fjall. Á pakkanum stóð að kjötið væri legið í hvítlauk og kryddjurtum. Á daginn kom að ekkert hvítlauksbragð var af þess- um annars ágætu bringum. Í staðinn var yfirgnæfandi allt of sterkt bragð af paprikukryddi fyrir utan að kjötið var brimsalt. Þetta virtist vera nákvæmlega sama kryddblanda og allar aðrar til- búnar kjötvörur á Íslandi eru seld- ar í. Það er alveg sama hvort maður kaupir lambakjöt, svínakjöt, kjúkl- ing eða eitthvað annað kjöt tilbúið á grillið, þetta kjöt bragðast allt eins og er allt falið í sama paprikusaltpækil- smyrkrinu. Þetta hefði ég mátt vita og að sjálf- sögðu átti ég að krydda kjötið sjálfur í stað þess að bjóða fjölskyldunni upp á þennan óþverra. En ég velti því samt fyrir mér hvers vegna fram- leiðendum dettur ekkert gáfulegra í hug en að setja allt sitt hráefni í sama smekklausa búninginn. Aldrei kaupi ég aftur kjöt í myrkri. Sigurður Jónsson skrifar: Kjöt í myrkri Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.