Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 17. apríl 2007 25 Heimsfrumsýning á Þriðja myndin um Kóngulóarmann- inn, sem hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu, var heimsfrum- sýnd í Tókýó á mánudag: Furðufuglinn Marilyn Manson skildi við þokkadísina Ditu Von Teese í fyrra en segist nú þeg-ar vera búinn að finna sér nýjan sálufélaga. Það ku vera hin 19 ára gamla Evan Rachel Wood en sjálf- ur er Manson 38 ára. Hann segir að þrátt fyrir mikinn aldursmun líði honum eins og hún sé tvíburasystir hans, þar sem þau eigi öll sömu áhugamálin og hún skilji fullkomlega lífsstíl hans. „Ég vil fara á fætur rétt fyrir miðnætti og vaka alla nóttina og sofa svo yfir daginn og það skilur Rachel,“ segir rokkarinn og myrkra- höfðinginn Manson. Parið kynntist við tökur á hryllingsmynd sem Manson leikstýrði og er talið að kynni þeirra hafi átt stóran þátt í því að Dita Von Teese sótti um skilnað í desember. „Ég var giftur konu sem vildi breyta mér og mér var farið að líða hræðilega illa, hún vildi að ég færi að þroskast og taka meiri ábyrgð. Í kjölfarið fór mér að líka illa við sjálfan mig,“ segir Manson og bætir því við að hann hafi í depurð sinni leigt sér húsnæði úti í óbyggðum og farið að vinna í nýrri plötu sem er væntan- leg í júní. „Platan hjálpaði mér við að binda enda á samband okkar Ditu og hún yfirgaf mig um jólin meðan ég var í upptökum,“ segir rokkarinn sem loksins virðist hafa höndlað hamingjuna. Parið á öll sömu áhugamálin og rok k- arinn segir Wood eins og tvíbura sinn . Manson búinn að finna sálufélaga Tobey Maguire Hefur slegið í gegn í hlutverki kóngulóarmannsins. Spider-Man Var mættur á svæðið við mikinn fögnuð viðstaddra. Flott umgjörð það var ekkert til sparað á heimsfrumsýningu Spider-Man 3. Nóg að gera Tobey var önnum kafinn við að árita plaggöt fyrir aðdáendur. Myndarlegur hópur Theresa russell, Kirsten dunst, james Franco, Tobey Maguire, Thomas Haden Church, Topher grace, rosemary Harris og Howard Stringer, yfirmaður hjá Sony. Æstir aðdáendur japanar settu sig í stellingar og sumir mættu í búningum. Tískan leikur fólk stundum grátt og fær það til að klæðast alls kyns múnderingum. Það sem gerir þetta þó skemmtilegt er að allir hafa sinn smekk og því erfitt að dæma hvað er ljótt og hvað ekki, eða hvað? Paula abdul idol-dómarinn mætti í þessum fötum á Kids Choice awards fyrir stuttu. Hvað myndi Simon segja? Sarah JeSSica Parker Hittir ekki alveg í mark að þessu sinni þó svo að hún sé ein af þeim betur klæddu í bransanum. leaNN riMeS Skartaði þessum kjól á Brick- verðlaununum í New York og einhver hafði orð á því að hún hefði klippt lakið sitt til. JeNNiFer coNNelly þessi kjóll frá Oscar de la renta er ekki að gera neinar rósir fyrir leikkonuna fögru. Komin með nýjan Hin þrjátíu og átta ára gamla ástralska söngkona Kylie Minogue er sögð verða nánari og nánari Calvin Harris sem vinnur með henni að nýjustu plötu hennar. ítrekað hefur sést til þeirra skötuhjúa á mjög rómantískum stefnumótum og hafa þau dvalið mörgum stundum saman við vinnu í plötunni. Calvin er skoskur plötusnúður og segja vinir söngkonunnar að hún sé loksins búin að finna hamingjuna í örmum Calvins en einungis eru liðnir tveir mánuðir síðan Kylie sagði skilið við franska leikarann Olivier Martinez. Fílar að vera bundin Hin undurfagra Eva longoria, betur þekkt sem gabrielle í desperate Housewives segist fíla að láta binda sig niður meðan hún hefur samfarir. Eva er gift körfuboltastjörnunni Tony parker og segir í viðtali við tímaritið live að hún vilji láta manninn sinn sjá um að stjórna sér í rúminu. „það er eitthvað mjög kynæsandi við að láta stjórna sér,“ segir hin þrjátíu og tveggja ára gamla leikkona. þrátt fyrir að vera sjö árum yngri en unnustinn segist Eva vera gefin fyrir eldri og þroskaðri menn og að gáfur og viska séu eitthvað sem heilli hana mikið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.