Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 30
þriðjudagur 17. apríl 200730 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is miðvikudagurþriðjudagur Sandkorn Það eru ekki næstum því allir sem að komast frá í vinnunni til þess að hreyfa sig í hádeginu. Fólk situr við tölvur allan daginn og brennir ekki mikið við það, nema þá kannski augunum fyrir framan tölvuskjáinn. Núna er hins vegar hægt að fá þjálf- ara frá Bootcamp til þess að mæta á vinnustaði í hádeginu til þess að taka flokkinn í gegn. Hvort sem að það er inni eða fyrir utan þá finna þessir harðjaxlar einhvern stað í ná- greninu til þess að fá fólk til þess að svitna. Verum flott í sumar. Núna fer veðrið hlýnandi þótt að það detti ennþá inn ein og ein hríð af hagléli. Það er fátt meira hressandi en að skella sér út í garð og tendra í grillinu. Hvort sem það er með fjölskyldunni, vinunum eða bara með þínum eða þinni heitt elskuðu. Hægt er að grilla nánast hvað sem er og þarf maður ekki að vera neinn meistara kokkur til þess að gera vel á grillinu góða. Ef það kemur haglél í miðjum klíðum er bara málið að skella upp sólhlífinni og brosa. Framboðið á mismunandi músík er alltaf að aukast á klakanum og tónleikahald í leiðinni. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því alveg málið að breyta til frá sjónvarpsglápinu og skella sér á tónleika. Ekki vera hrædd heldur við að prófa eitthvað nýtt. Það borg- ar sig aldrei að dæma hljómsveitir fyrir fram og oftar en ekki uppgötv- ar maður nýja uppáhalds bandið sitt á tónleikum, þó svo að maður hafi oft heyrt í þeim áður. Það virðist ekki bera jafn mikið á því og áður að gefa gjafir á sumar- daginn fyrsta. Það þarf ekkert að vera eitthvað stórræði heldur eitt- hvað sumarlegt og sætt sem gleður þá nánustu. Bolti handa stákunum og sippuband handa stelpunum er ekki svo vitlaus hugmynd. Jafnvel einhver sundleikföng Eitthvað sem að krakkarnir geta leikið sér með utan dyra. Eitthvað annað en að sitja bara og spila tölvuleiki. Auð- vitað er ekki vitlaust fyrir fullorðna fólkið að gleðja hvort annað líka með hugmyndaríkum og öðruvísi gjöfum. Sælla er að gefa en þiggja. Við mælum með... ...grilli í garðinum ...vinnustaðalíkamsrækt ...tónleikum n1 og n4 Bílanaust og Esso hafa sameinast undir nafninu N1. Nýja nafnið er auglýst mikið þessa dagana og sitt sýnist hverjum um nafngift- ina. Einhverjir hafa bent á það að nafnið líkist bæði nafni og lógói N4 afar mikið, en lógó þess fyrirtækis er einnig rautt og hvítt. N4 er norðlenskt fjöl- miðlafyrirtæki sem stofnað var á síðasta ári og hefur aðsetur í hjarta Akureyrar í Amarohús- inu. N4 rekur tvo miðla; N4 Extra dagskrána og N4 Sjónvarp Norð- urlands. Einnig rekur fyrirtækið hönnunardeild, auglýsinga- og markaðsráðgjöf og framleiðslu- deild sem fram- leiðir innlent sjónvarpsefni, kynninga- og auglýsingaefni. Hægt er að lesa nánar um þenn- an norðlenska fjölmiðlarisa á heimasíðunni www.n4.is. Svo má líka velta fyrir sér hvort þessi tvö fyrirtæki, N1 og N4, myndu síðar sameinast, þá er spurning hvort nafnið verði ekki N5? dj. sóley gæsuð Tími gæsananna er runninn upp, mörgum til mikillar gleði en öðrum til armæðu. Þannig mátti á Vegamótum sjá tvær gæsir í stuði á laug- ardagskvöldið. Önnur þeirra var afar hress með tippagler- augu á nefinu og með gervi- brjóst. Hin var öllu penni í fram- komu með bleikt slör á höfði. Sú sem slörið bar var engin önnur en Dj. Sóley sem gengur fljótlega upp að altarinu. Sóley skemmti sér vel með vinkon- unum sínum þetta kvöld sem sýndu góða takta á dansgólfinu. Cliff íslands stofnandi gróttu Það er stutt stórra högga á milli hjá tónlistarmanninum Garðari Guðmunds- syni, einnig þekktum sem Cliff Íslands. Á fimmtudaginn mun íþróttafé- lagið Grótta á Seltjarnarnesi halda upp á 40 ára afmæli sitt en Garðar er einmitt stofn- andi þess. Boðið verður upp á skrúðgöngu frá sundlauginni að íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði auk kaffi- veitinga. Garðar er í skemmti- legu viðtali í nýjasta tölublaði Nesfrétta í tilefni af afmælinu og þar segist hann eiga 50 ára tón- listarafmæli í haust og upp á það verði haldið með útgáfu á geisla- diski sem nú er í smíðum. ...sumardagsgjöfum PANTONE 485 C0 / M100 / Y100 / K0 Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is 4 7 4 7 1 4 447 4 5 5 3 5 5 3 44 3 4 4 47 -1 1 4 1 7 2 45 7 34 5 4 4 7 2 7 SkrímSli og aðrar dularfullar verur Elfar Logi segir að það sé full ástæða til þess að frumsýna verkið á Bíldudal því Arnarfjörðurinn sé mekka skrímsla á Íslandi. „Skrímslafræðingurinn Jónatan mun svara uppáþrengjandi spurn- ingum, svo sem þeim hverjar þess- ara dularfullu verur eru í raun og veru, hvar þær er helst að finna og hvernig best sé að finna þær. Sam- tímis því mun hann setja fram óvé- fengjanlegar sannanir fyrir tilvist skrímsla í sjó og vötnum á Íslandi. Þetta er einleikur, eins og önnur verk sem sett eru upp af Kómedíu- leikhúsinu og við Pétur Eggerz, leikstjóri sýningarinnar, sömdum textann í sameiningu. Tónlistin er eftir Guðna Franzson og Marsibil G. Kristjánsdóttir á heiðurinn af skrímslamyndunum.“ Elfar Logi segir enga tilviljun að verkið sé sett upp núna því það sé nokkurs konar forleikur að því sem koma skal í skrímslaheiminum. „Það stendur mikið til hjá okk- ur Bílddælingum því ætlunin er að opna skrímslasetur sumarið 2008. Við erum enn í hugmyndavinnu og líklega fáum við hönnuð í lið með okkur til þess að gera hugmyndirn- ar að veruleika. Um þessar mundir erum við að leita að hentugu hús- næði og höfum augastað á ákveðnu húsi. Þar munum við sýna leikritið Skrímslið í framtíðinni og auk þess verður þar alls kyns starfsemi sem tengist dularfullum verum, litlum, stórum, grimmum, ljúfum, illskeytt- um og stundum jafnvel stórhættu- legum. Ég verð að viðurkenna að sjálfur hef ég aldrei komið auga á skrímsli þótt Arnarfjörðurinn sé fullur af þeim, þar una þau sér vel og búa við bestu skilyrði.“ skrímsli á ferð um landið Elfar Logi lærði leiklist í Dan- mörku og flutti fljótlega að námi loknu heim til Bíldudals. Þar stofn- aði hann, ásamt Róberti Snorrasyni, atvinnuleikhúsið Komedíuleikhús- ið sem er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og annað tveggja sem er starfrækt utan höfuðborgarsvæðis- ins. Síðan árið 2001 hefur Kómedíu- leikhúsið einbeitt sér að einleikjum og er Skrímsli annað leikritið sem leikhúsið frumsýnir á Bíldudal. „Við höfum sýnt talsvert af ein- leikjum, Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur við mikl- ar vinsældir bæði hér heima og er- lendis og eru sýningar orðnar 140 talsins. Við höfum einnig sýnt einleik um Steinn Steinarr, um Dimmalimm og um Mugg ásamt fleiri verkum.“ Það er greinilega líf og fjör í skrímslabænum Bíldudal en sem betur fer fá fleiri en bæjarbúar tæki- færi til þess að berja skrímslin aug- um. „Skrímsli er ferðasýning. Við ætlum að ferðast með hana og leika í skólum og víða um land á næstu misserum. Íbúum höfuðstaðarins gefst síðan kostur á að berja Skrímsli Kómedíuleikhússins augum laug- ardaginn 21. apríl en þá verður Reykjavíkurfrumsýning á verkinu í Möguleikhúsinu við Hlemm.“ Árleg leiklistarhátíð Kómedíuleikhúsið lætur sér ekki nægja að semja og setja upp ein- þáttunga; það stendur líka fyrir ár- legri leiklistarhátíð á Ísafirði. „Við byrjuðum á þessu sumar- ið 2004 og köllum hátíðina ACT ALONE. Hátíðin er helguð einleikj- um og er meðal fárra slíkra í heim- inum. Í ár verður sýningin haldin dagana 27. júní til 1. júlí og þá verð- ur boðið upp á 20 einleiki. Framtakið hefur heppnast vel og sem merki um það hafa sýningun- um fjölgað, því þær voru 13 talsins á síðasta ári. Auk þess að mæta á leiksýn- ingar geta gestir farið á námskeið. Aðgangur að hátíðinni er ókeyp- is og við vonumst til þess að sjá sem flesta,“ segir Elfa Logi hress í bragði. Þess má geta að Kómedíuleik- húsið hefur gefið út tvær bækur og til stendur að leikhúsið verði öflugt á hljóðbókamarkaðnum. Leikarinn elfar logi Hannesson ætlar að bregða sér í gervi skrímslafræðingsins jónatans þorvaldssonar á sumardaginn fyrsta, en þá frumsýnir Kómedíuleikhúsið einleikinn Skrímsli, í Baldurshaga á Bíldudal. Sagt er að skrímsli af ýmsum toga hafi lifað góðu lífi í sjó og vötnum á þessum slóðum þótt leikarinn við- urkenni að hafa aldrei rekist á þau sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.