Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 6
föstudagur 27. apríl 20076 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Óvissa ríkir um framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum. Ingimar Ingimarsson, formaður
nemendafélags skólans, segir yfirvöld hafa látið skólann grotna niður. Bjarni Harðarson,
frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, telur Garðyrkjuskólanum á
Reykjum best borgið á Hvanneyri í Norðvesturkjördæmi.
„Byggingarnar hérna eru að grotna
niður og eru við það að hrynja,“ segir
Ingimar Ingimarsson, formaður nem-
endafélags Garðyrkjuskólans á Reykj-
um. Hann vill meina að landbúnaðar-
ráðherrann Guðni Ágústsson, sem fer
með yfirumsjón skólans, sé markvisst
að leyfa skólanum að grotna niður. Á
framboðsfundi með Bjarna Harðar-
syni framskóknarmanni á Litlu kaffi-
stofunni á dögunum sagði Bjarni að
hann vildi sjá Garðyrkjuskólann fara
til Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri. Hann áréttaði að það yrði ekki
gert nema sveitarfélagið fengi annan
skóla í staðinn.
„Það er ótrúlegt að menn vilji færa
skólann enda yrði slíkt óhagkvæmt
og í raun fokdýrt,“ segir Ingimar sem
sér hag skólans best borgið í Ölfusi
þar sem hann stendur nú. Hann seg-
ir að á svæðinu séu kjöraðstæður til
ræktunar og sjálfur viti hann ekki til
þess að mikið sé ræktað á Hvanneyri.
Hann segir þar að auki að andvara-
leysi stjórnmálamanna valdi því að
skólinn grotni niður.
„Ég fæ það á tilfinninguna að
menn séu að leyfa skólanum að
grotna niður vísvitandi,“ segir Ingi-
mar. Hann hefur þegar sent land-
búnaðarráðherra fyrirspurn fyr-
ir hönd nemenda. Þar spyr hann
spurninga um betrumbætur á hús-
næði og námsfyrirkomulagi. Því bréfi
hefur ekki verið svarað. Ingimar seg-
ir skólann myndu líða fyrir samein-
ingu við Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri og segir það upphafið að
hugsanlegum endalokum ef menn
færa námið til Hvanneyrar.
„Það er líka merkilegt að skólinn
skuli heyra undir landbúnaðarráðu-
neytið en ekki menntamálaráðu-
neytið eins og allir aðrir skólar ríkis-
ins,“ segir Ingimar sem vill skýr svör
um framtíð skólans.
„Það er ljóst að Garðyrkjuskól-
inn eins og hann er í dag er ekki al-
veg í lagi,“ sagði Bjarni Harðarson
frambjóðandi Framsóknarflokksins á
framboðsfundi sínum og Árna John-
sen sjálfstæðismanns á Litlu kaffistof-
unni á þriðjudag. Hann segist ekki
sannfærður um að endurreisa eigi
skólann þar sem hann er og hyggur að
það væri farsælli lausn að færa hann á
Hvanneyri. Hann bendir á að staðan
sé erfið og málið afar viðkvæmt á Suð-
urlandi. Að sögn Bjarna hefur dregist
að taka endanlega ákvörðun um skól-
ann. Hann áréttar þó að fari Garð-
yrkjuskólinn af Suðurlandi vilji hann
sjá uppbyggingu á öðru háskólanámi
koma í staðinn.
„Það er grundvallaratriði að styrkja
skólann og það ætti að tengja hann
við Fjölbrautaskólann á Suðurlandi,“
sagði Árni Johnsen, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins, á sama fundi.
Hann sagði að skólinn væri góður og
styrkja ætti hann með öllum tiltækum
ráðum. Að mati Árna eiga menn að
finna leið til þess að styrkja hann og
gera það myndarlega.
„Þetta er bara kerfiskjaftæði,“ sagði
Árni að lokum um drátt á skýrum
svörum um bága stöðu skólans.
VILL FLYTJA SKÓLA
ÚR KJÖRDÆMI SÍNU
valur grettIsson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Framboðsfundur Á framboðs-
fundi Bjarna Harðarsonar
framsóknarmanns sagði hann að
hugsanlega væri garðyrkjuskólan-
um best komið á Hvanneyri.
Ingimar Ingimarsson formaður
nemendafélagsins vill skýr svör um
framtíð garðyrkjuskólans á reykjum og
telur landbúnaðarráðuneytið leyfa
skólanum að grotna niður.
Greiða meira í
tannlækningum
Hlutur ríkisins í tannlækna-
kostnaði þroskaheftra einstakl-
inga og langveikra barna sem
njóta umönnunargreiðslna eykst
samkvæmt nýrri reglugerð sem
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra hefur undirritað.
Eftir þessa breytingu hækkar
greiðsluhlutfall Tryggingastofn-
unar úr 90 prósentum í hundrað
prósent af gjaldskrá ráðherra.
Þetta þýðir þó ekki að ríkið greiði
allan kostnaðinn. Gjaldskrá
ráðherra er í flestum tilfellum
lægri en gjaldskrá tannlækna og í
mörgum tilfellum töluvert lægri.
Því má búast við að sjúklingarn-
ir og aðstandendur þeirra þurfi
áfram að greiða hluta meðferð-
arinnar.
Cantat-3 er
kominn í lag
Cantat-3 sæstrengurinn er
kominn í lag, rúmum fjórum
mánuðum eftir að hann bilaði.
Áhöfn kapalskipsins Pacific
Guardian lauk fullnaðarvið-
gerð á strengnum og var þá
þegar hafist handa við að setja
fjarskiptaumferð um strenginn
í gang að nýju. Búist er við að
umferðin verði komin í fyrra
horf fyrir vikulokin.
Strengurinn bilaði upphaf-
lega 16. desember. Viðgerð-
arskip fór á vettvang í janúar
en ekki var hægt að gera við
strenginn þá vegna veðurs.
Lögreglan messar
Lögreglukór Reykjavíkur og
Landssamband lögreglumanna
standa fyrir messu í Digranes-
kirkju í Kópavogi þann 1. maí.
Messan er haldin árlega en
prestar verða séra Kjartan Örn
Sigurbjörnsson, sjúkrahús-
prestur og prestur lögreglunn-
ar, og sóknarprestar í Digra-
nessókn. Ræðumaður verður
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðsins. Þá mun
Lögreglukórinn taka lagið. Eftir
guðþjónustuna verður boðið
upp á kaffiveitingar í safnaðar-
heimilinu og býður lögreglan alla
velkomna.
Ungt fólk hefur búið í leiguíbúð sem er nú án hita og rafmagns:
Leita réttar síns hjá kærunefnd
„Það er skylda að gera skriflegan
húsaleigusamning. Hafi hann hins
vegar ekki verið gerður er litið svo
á að ótímabundinn samningur hafi
verið gerður og um hann gilda sömu
reglur,“ segir Valtýr Sigurðsson, for-
maður kærunefndar húsleigumála.
Valtýr segir ekki marga leita til nefnd-
arinnar vegna ágreinings um leigu-
íbúðir en segir úrskurðað í sex til tíu
málum á ári.
Þau Árni Sveinsson, Kristin S.
Henriksen og Elin Svennberg hafa
búið án hita í mánuð og án rafmagns
í rúma viku í leiguíbúð á Laugavegin-
um. Leigusalinn ætlar ekkert að gera
í málinu en hann hefur selt húsið og
segir þau geta búið þarna frítt þar til
í lok maí. Unga fólkið er ósátt og vill
fá mánuð sem þau höfðu greitt fyr-
irfram endurgreiddan þar sem íbúð-
in er ekki íbúðarhæf eins og stendur.
Unga fólkið vissi ekki hvert það ætti
að leita en hefur nú fengið upplýs-
ingar um kærunefnd húsaleigumála
og þangað ætlar það að leita réttar
síns.
Helsta hlutverk nefndarinnar er
að túlka húsaleigusamninga og skilar
af sér áliti eftir að hafa gefið báðum
aðilum kost á að koma sínum sjón-
armiðun á framfæri. Ekkert kostar að
leita til nefndarinnar sem er innan
félagsmálráðuneytisins.
hrs@dv.is
Hús án hita og rafmagns Eigandi íbúðarinnar á laugavegi ætlar ekki að koma hita
og rafmagni á húsið. leigjendurnir eru ósáttir.