Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 13
og hafi gert mikið í málaflokki sínum á valdatíð sinni. Sjálfum finnst Birni breytingarnar á lögreglulögunum og nýskipan lögreglumála, auk breyt- inganna á Landhelgisgæslunni helst standa upp úr. Björn er ánægður með hversu vel breytingarnar á lögreglunni hafa gengið eftir og segir mikið hafa bæst við frá því að hann lagði fram hug- myndir sínar að breyttri skipan lög- reglumála haustið 2003. Síðan þá hafi greiningardeild ríkislögreglu- stjóra verið komið á laggirnar, sér- sveitin efld, dómsmálaráðuneytið tekið við yfirstjórn allrar lögreglu á Suðurnesjum eftir brotthvarf varn- arliðsins og lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu styrkst svo eitthvað sé nefnt. „Ég sé það núna þegar ég horfi til baka að breytingarnar eru miklu róttækari heldur en lagt var af stað með í upphafi,“ segir Björn sem hef- ur mikla ánægju af því að takast á við breytingaverkefni. Með fækkun lögregluumdæma segir Björn víðtæka þróun hafa farið af stað. Lögreglustjórum var fækkað en ekki sýslumönnum og hefur ráðu- neytið flutt verkefni til þeirra út á land. „Þetta tel ég vera gott fordæmi fyrir önnur ráðuneyti.“ Hann er líka ánægður með hvern- ig hefur tekist til með Landhelg- isgæsluna og eflingu hennar eft- ir hvarf varnarliðsins. Skrifað hefur verið undir samning um kaup á nýju varðskipi og lagt á ráðin um hvernig þyrlukostur Gæslunnar verður stór- efldur. Með nýjum lögum um Land- helgisgæsluna hefur hún víðtækara umboð til að fara í samstarf við aðrar þjóðir í öryggis- og varnarmálum. Þarf að stofna varalið Verkefnum í dómsmálaráðuneyt- inu er þó síður en svo lokið að mati ráðherra. „Það er ýmislegt sem ég hefði gjarnan viljað klára eins og að breyta lögunum um almannavarn- ir. Þar er gert ráð fyrir að sett verði á fót almannavarna- og öryggis- málaráð undir forystu forsætisráð- herra.“ Björn telur líka mikilvægt að klárað verði að stofna varalið. Það hafi sannað sig síðasta dag vetrar þegar bruninn varð í miðbænum og vatn flæddi á Vitastíg og Laugavegi. Þá hafi reynt á slökkvilið og lögreglu til hins ýtrasta. „Kerfið var fullþanið. Ef eitthvað eitt hefði komið þessu til viðbótar hefði þörf á varaliði sýnt sig en slíkur hópur getur létt undir með lögreglu og slökkviliði,“ segir Björn. Fyrst og fremst sér Björn fyrir sér að varalið yrði skipað björgun- arsveitarmönnum sem séu þunga- miðja í allri viðbót við lögreglu og slökkvilið. Hann segir björgunar- sveitarmenn hafa kvartað undan því að hafa ekki alltaf nægilega skýrar heimildir þegar þeir eru kallaðar á vettvang. „Þeir gætu í sérstökum til- vikum beitt heimildum sem hluti af þjálfuðu varaliði og gætu gengið ör- uggari fram á vettvangi en ella.“ Fangaverðir hafa setið eftir Erfið staða er í málefnum fanga- varða sem sagt hafa upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Björn segir að með breytingu á lögum um fullnustu refsinga sem hann hafi beitt sér fyrir sé gert ráð fyrir aukn- um verkefnum fangavarða. „Mér hefur fundist alveg augljóst þegar litið er á stöðu fangavarða að þeir hafa setið eftir við síðustu samn- ingagerð. Samningar voru hins vegar gerðir og samningar skulu standa,“ segir Björn. Hann segir erf- itt að segja til um hvaða leiðir eigi að fara þegar heil stétt situr eftir eins og staðan er nú. Viðræður séu á milli fangavarða, stéttarfélags þeirra og fjármálaráðuneytisins. Fangaverð- ir telja laun sín eiga að miðast við laun lögreglumanna en samkvæmt athugun hefur komið í ljós að laun þeirra eru þrjátíu prósentum lægri. „Það blasir við að eitthvað hefur gerst því bilið á milli fangavarða og lögreglumanna hefur aukist. Þeir ættu að vera nær lögreglumönnum í launum,“ segir Björn og bætir við að menntun fangavarða hafi verið færð meira inn í Lögregluskóla ríkisins. Með auknum kröfum vinnuveit- andans segir hann greiðslur þurfa að hækka á móti. „Ég vona að það gangi eftir að nýtt fangelsi verði komið á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt þeirri áætlun, sem fyrir liggur. Fangelsin eru of lítil og að sama skapi svigrúmið til þess að veita meðferð og betrun. Búið er að leggja fram hugmyndir og skyn- samlegar áætlanir um hvernig best sé að byggja fangelsin upp,“ segir Björn og bætir við að engin höft ættu að vera á því að framkvæma og veita fjármagni til þess, því að verkefnið sé mjög aðkallandi og vel hafi verið staðið að öllum undirbúningi. Þarf mitt viðhorf til Aðspurður segir Björn ástæðu til að óttast fari svo að einhver annar flokkur en hans taki við dómsmála- ráðuneytinu. „Mér finnst ástæða til að óttast miðað við það sem sagt hef- ur verið á þinginu þegar ég hef kom- ið fram með mínar hugmyndir. Mér finnst menn ekki nógu raunsæir í mati sínu á stöðu okkar Íslendinga þegar horft er á hvað gera þurfi til að tryggja öryggi borgaranna,“ seg- ir Björn, því mikilvægt sé að dragast ekki aftur úr. Glaðlega bætir Björn því við að best væri ef Sjálfstæðis- flokkurinn fengi öll ráðuneyti að loknum kosningum. Hann segir stjórnarandstöðuna alltaf hafa mætt hugmyndum sínum um auknar öryggisráðstafanir í fyrstu með þeim orðum að hann væri öfga- fullur og vildi ganga alltof langt. Það hafi hins vegar yfirleitt breyst þeg- ar málin hafi verið rædd og stjórn- arandstaðan hafi áttað sig á að hug- myndir hans hafi verið innan þeirra marka sem eðlilegt og nauðsynlegt sé. „Það þarf að hafa það viðhorf sem ég hef til að ýtt sé úr vör, annars ger- ist ekkert. Ég sé ekki að stjórnarand- staðan hafi það viðhorf.“ Heilibrigðisráðuneytið heillar Þegar rætt er við Björn um ráð- herraembætti og hvort hann muni sækjast eftir því fari Sjálfstæðisflokk- urinn í ríkisstjórn eftir næstu kosn- ingar segist hann tilbúinn í ráðu- neyti þar sem taka þurfi til hendinni sé vilji til að nýta krafta hans. „Ég hef mikla reynslu bæði úr menntamála- ráðuneytinu og dómsmálaráðuneyt- inu þar sem miklar breytingar voru gerðar í minni tíð án þess að allt færi í háaloft,“ segir Björn honum líki vel í starfi sínu nú og sjái þar mörg spenn- andi verkefni, hann sé ekki spenntur fyrir ráðherrastól, þar sem allt eigi að vera við það sama. Heilbrigðismálin eru Birni hug- leikin vegna reynslu hans undanfar- ið og einnig vegna þess hve viðamikil þau eru í ríkiskerfinu, hann telur að sjónarmið einkarekstrar hafi alls ekki fengið að njóta sín sem skyldi á þeim vettvangi þau eigi ekki síður heima þar en í menntakerfinu þaðan sem hann hefur mikla reynslu. „Ég er ekki að bjóða mig fram í neitt ráðuneyti en ítreka að ég er tilbúinn til verka þar sem verkefnin eru stór og breyt- ingar eiga að verða,“ segir Björn. Björn telur flutning grunnskól- anna til sveitarfélaganna ekki hafa heppnast sem skyldi þar sem R-list- inn hafi verið við völd í Reykjavík. „Skólinn hefði þróast á allt annan veg, ef R-listinn hefði tekið á móti grunnskólunum eins og Ásdís Halla Bragadóttir gerði í Garðabæ. Hún leyfði Hjallastefnunni og þar með einkarekstri að njóta sín. Ef hið sama hefði verið gert í Reykjavík væri grunnskólastigið enn öflugra í borg- inni.“ Saknar Davíðs „Auðvitað saknar maður skemmtilegs samstarfsmanns til margra ára. Ég sakna líka að hafa hann ekki með okkur í mörgum slag sem við erum að taka því hann er mikill baráttumaður og glöggur að greina hluti og takast á við viðfangs- efni,“ segir Björn um Davíð Odds- son, vin sinn og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó gott að vita af honum í Seðlabank- anum þar sem hann stigi fast til jarð- ar þegar nauðsyn krefst. Hann segir Davíð ekki tjá sig of mikið um sínar skoðanir miðað við stöðu sína. „Ef hann hætti að segja hvað honum fyndist hlyti að vera eitthvað að hon- um.“ Umskipti þegar Kjartan hætti „Eftir að Davíð fór er eðlilegt að flokkurinn þróist á nýjan hátt og mér finnst það hafa tekist farsællega, því að það getur verið erfitt fyrir flokka að fóta sig, eftir að hafa verið undir forystu jafnöflugs leiðtoga og Dav- íðs,“ segir Björn. Hann telur flokk- inn þó ekki hafa skipt um stefnu með nýjum formanni. Á þessum breyt- ingatíma segir Björn ekki aðeins hafa reynt á þá sem kjörnir eru til forystu heldur líka þá sem vinna með þeim. Allt þetta telur Björn hafa lukkast vel og það megi sjá á því að fólk hafi ekki misst traust á flokknum eins og gerst hafi eftir formannskjörið í Samfylk- ingunni. „Mín kynslóð er nú að flytja flokk- inn frá okkar kynslóð, undir forystu Davíðs Oddssonar, yfir til nýrrar kyn- slóðar með nýja forystu. Það er okkar verk að smíða brúna, svo að menn geti gengið öruggum fótum þarna á milli og ég held að okkur sé að takast það,“ segir Björn. Björn segir það hafa verið ákveð- in umskipti fyrir sig þegar Kjart- an Gunnarsson hætti sem fram- kvæmdastjóri flokksins enda sé þeim vel til vina og hafi unnið mikið sam- an. Hann hafi þó alltaf haft þá burði innan Sjálfstæðisflokksins, sem til þurfi án þess að vera endilega háð- ur skrifstofu flokksins. Hann vonast til að nýir starfsmenn skrifstofunnar vinni sitt verk eins vel og gert hefur verið en á það muni reyna í kosning- unum og hefur hann fulla trú á að það takist. Missti af Landsfundinum í fyrsta sinn Í fysta skipti frá því á sjötta ára- tugnum vantaði Björn á Landsfund sjálfstæðismanna. En nú er meira en hálf öld síðan hann fór með föður sín- um í fyrsta sinn á fundinn. Björn segir sig því aðeins skorta tilfinningu fyrir því, sem gerðist á fundinum núna og erfitt hafi verið að geta ekki verið með. Hann fylgdist þó með því sem fram fór úr fjarlægð eins vel og hann mátti. Hann er ánægður með umfjöllunina sem fundurinn fékk. Hann telur þó fjölmiðla hafa gert lítið úr landsfundi sjálfstæðismanna með því að leggja hann að jöfnu við fund Samfylkingar- innar sem hafi verið sviðsett eftirlík- ing. „Landsfundur sjálfstæðismanna er raunverulegur fundur þar sem menn hittast til að vinna, komast að niðurstöðu með atkvæðagreiðslu og kjósa fólk til forystu.“ Lítið upptekinn af stjórnaandstöðunni Björn hugsar sig um þegar hann er spurður hverjir séu erfiðustu and- stæðingarnir. „Mér finnst einhvern veginn að öll framganga andstæð- inganna hafi verið upphlaupskennd. Raunverulegir andstæðingar myndu benda manni markvisst á að maður væri á rangri leið með rökum og ef svo væri þyrfti að taka tillit til þeirra, öðru gegnir um andstæðinga sem hrópa og hoppa upp við fyrsta orð án þess að meira búi þar að baki en upphlaupið eitt.“ DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 13 „Mér hefur fundist al- veg augljóst þegar litið er á stöðu fangavarða að þeir hafa setið eftir við síðustu samninga- gerð.“ Best að leggjast frískur inn á sjúkrahús Björn þakkar sundi, göngum og Qi gong-æfingum góða heilsu. Björn á heimili sínu Björn segir ástæðu til að óttast fari svo að annar flokkur fái dómsmálaráðu- neytið eftir kosningar. Hann segist allavega ekki sjá viðhorfið sem þarf hjá stjórnarandstöðunni. dV myndir gúndi Tilbúinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.