Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 24
A
rndís Björns-
dóttir lýsir sjálfri
sér sem gríð-
arlega mikilli
hugsjónamann-
eskju. Hún seg-
ist sjálf hafa
gengið í gegn
um margt mis-
jafnt og velferðarkerfið á Íslandi hafi
gróflega misboðið henni. Arndís sit-
ur nú í forsvari fyrir litla hreyfingu ör-
yrkja og eldri borgara, Baráttuhreyf-
inguna, sem hyggur á framboð í öllum
kjördæmum til Alþingis. Þó svo fylgið
sé varla mælanlegt, lætur Arndís eng-
an bilbug á sér finna og segist una sér
sátt með að komast á blað. Hún gagn-
rýnir fjölmiðla harðlega fyrir algjört af-
skiptaleysi af sér og Baráttuhreyfing-
unni í aðdraganda kosninganna.
„Við höfum verið látin mjög mik-
ið í friði af fjölmiðlum, sérstaklega af
Morgunblaðinu. Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokkur eiga mestan ef ekki allan
þátt í þeim skerðingum sem hafa verið
viðhafðar á þeim hóp sem alls ekki má
við því, öryrkjum og eldri borgurum.
Og Morgunblaðinu er ekki vel við að
hér rísi upp flokkur sem mótmælir því
óréttlæti sem fylgir stjórnarstefnunni
sem það hefur stutt,“ segir hún.
Baráttuhreyfingin hefur hvergi ver-
ið sjáanleg á kosningafundum Ríkis-
sjónvarpsins og Stöðvar 2, hvers vegna
hefur hreyfingin haldið sig svona til
hlés og hvernig skýrir hún þetta litla
fylgi? „Fylgið er lítið fyrst og fremst
vegna þess að því var komið á kreik
að við værum hætt við framboðið,
síðan þá höfum við fengið mjög litla
fjölmiðlaumfjöllun. Við sóttumst eftir
því að vera með í kosningasjónvarp-
inu en við fengum þau skilaboð að við
þyrftum að hafa alla 20 frambjóðend-
urna tilbúna og skila öllum meðmæl-
endalistum inn til dómsmálaráðu-
neytisins. Íslandshreyfingin gerði það
hins vegar ekki, en þeir hafa fengið að
vera með en ekki við. Þetta eru ekki
lýðræðisleg vinnubrögð,“ segir hún.
Arndís gagnrýnir jafnframt nýsam-
þykkt lög um að ný framboð fái engan
opinberan fjárstyrk og því verði afar
erfitt fyrir flokkinn að kynna sig.
Grunnlífeyrir hækki
Helstu baráttumál Baráttuhreyf-
ingarinnar snúa að málefnum öryrkja
og aldraðra. Flokkurinn berst fyr-
ir því að grunnlífeyrir verði hækkað-
ur verulega miðað við það sem nú er.
„Það eru talsvert margir sem lifa bara
á bótum frá Tryggingastofnun og ef
bótaþegi vinnur sér inn einhverjar
tekjur er grunnlífeyrir þeirra skert-
ur. Grunnlífeyrir þyrfti að hækka að
minnsta kosti fimmfalt, hann þyrfti að
vera að lágmarki 125 þúsund krónur,
en ekki tæpar 25 þúsund krónur eins
og hann er í dag. Það er skýlaus krafa
okkar að skattleysismörk verði 140
þúsund krónur. Okkur finnst að lág-
markslífeyrir bótaþega eigi að verða
210 þúsund krónur á mánuði, það
samræmist útreikningum Hagstof-
unnar,“ segir hún og heldur áfram:
„Þegar ráðamenn tala um þetta í
sjónvarpi, þá hljómar þetta óskaplega
mikið í eyrum þess sem veit ekki hvað
þetta eru miklar smánarupphæðir.
Bótaþegi getur mest fengið 126 þús-
und krónur á mánuði og þegar búið
er að draga frá skatta, þá fær hann
113 þúsund krónur til að lifa af. Þing-
menn og ráðherrar eru svo fjarlæg-
ir lífi venjulegs fólks að þeir gera sér
ekki grein fyrir þeirri fátækt sem þeir
hafa skapað á Íslandi.“
Ættu að steinþegja
Flestir stjórnmálaflokkar hafa
lofað mikilli uppbyggingu á sviði
aldraðra og öryrkja, komist þeir
í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
varaformaður Sjáfstæðisflokksins,
sagði í viðtali við helgarblað DV í
síðustu viku að forgangsraða þyrfti
í þágu aldraðra. Arndís segist ekki
gefa mikið fyrir slíkar yfirlýsingar.
„Ég get ekki annað en hlegið, því
miðað við loforð Sjálfstæðisflokks-
ins hingað til er nákvæmlega ekk-
ert að marka svona orð. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur ættu
að steinþegja um eldri borgara og
afkomu þeirra, því þeir hafa haft 12
ár til að gera eitthvað, en hafa ekki
gert neitt.“
Hún segir fundarsamþykkt
Landsfundar Sjáfstæðisflokksins
um málefni eldri borgara vera fárán-
lega. „Í þetta sinn lofuðu þeir að leyfa
fólki eftir sjötugt að vinna án þess að
skerða lífeyrinn. Hér á landi er 67 ára
lífeyrisaldur, þá hættir fólk að vinna
úti, svo allt í einu á það að taka sig
upp um sjötugt og hver vill fá það
fólk í vinnu?“
Staðið verði við loforð
Arndís segir Baráttuhreyfinguna
berjast fyrir því að staðið verði við
loforð um húsnæðisuppbyggingu
fyrir eldri borgara. „Það er svo ein-
kennilegt að það þarf alltaf að fara í
arkiktektasamkeppnir þegar byggja
á blokkir fyrir eldri borgara að á
endanum verða þær svo dýrar að
það er ekki nokkur leið til að ljúka
við að byggja þær.“
Hún boðar nýja lausn til þess
að leysa háan kostnað við húsa-
byggingu. „Okkar leið er að lífeyr-
issjóðirnir gætu séð af tveggja daga
vöxtum á ári, sem nemur um það
bil tveimur milljörðum króna. Það
þarf að koma upp sérbýliskjörnum
fyrir eldra fólk sem vill búa eitt og
getur það, 50 fermetra sérbýli fyrir
einstaklinga og síðan yrðu byggðar
blokkir fyrir fólk sem getur hugsað
um sig sjálft, en vill vera í nágrenni
við öryggi,“ segir hún.
„Hjúkrunarheimilin eru hneisa,
móðir mín var höfð á herbergi með
mörgum heilabiluðum konum. Hún
þurfti að umbera þær á herbergi
með sér í fimm og hálft ár, sjálf með
fulla geðheilsu. Einhver benti mér
á að það léti enginn fangi bjóða sér
upp á minna en einbýli, þeir hafa
sjónvörp og tölvur í klefum sínum,
en gamla fólkinu er hrúgað saman
og það hefur ekki einu sinni pláss
fyrir myndir upp á vegg eða eina
kommóðu. Mér ofbýður að heim-
sækja slík heimili.“
Ekki eins máls flokkur
Baráttusamtökin eru að sögn Arn-
dísar langt frá því að vera flokkur sem
berst aðeins í einum málaflokki. Hún
segir flokkinn vera með heilsteypta
málefnaskrá og standa á miðju
stjórnmálanna. Hún segir flokkinn
styðja uppbyggingu stóriðju á svæð-
um þar sem við á. „Við erum með þá
stefnu að fara sem best með okkar
land, en það er ekki okkar stefna að
vera græn, vistvæn og bíta gras.“
Hún gagnrýnir einnig mennta-
kerfið á Íslandi og vill sjá breyting-
ar. „Alls staðar á að byggja háskóla,
ég vil frekar sjá verkmenntaskóla.
Okkur sárvantar iðnmenntað fólk,
en það er eins og enginn sé mað-
ur með mönnum nema hann fari í
háskóla. Okkur finnst ekki vænleg
stefna að háskólanám verði svo dýrt
að fólk eigi ekki kost á því að fara í
nám. Í utanríkismálum viljum við að
íslensk stjórnvöld lýsi því yfir að við
styðjum ekki Íraksstríðið. Þar að auki
setjum við ofarlega á okkar lista að
fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum um
málefni sem varða þjóðina alla,“ seg-
ir hún.
Hver verður framtíð Baráttu-
hreyfingarinnar ef svo fer sem horf-
ir í kosningunum? „Við gefumst ekki
upp, Í Ísrael voru stofnuð sambæri-
leg samtök og fólk hló að þeim í byrj-
un. Flokkurinn náði níu þingmönn-
um kjörnum í síðustu kosningum og
hefur öldrunarmálaráðherra í ríkis-
stjórn. Það er alveg ljóst að hvað sem
gerist, þá verður Baráttuhreyfingin
ekki stöðvuð héðan af.“
valgeir@dv.is
Föstudagur 27. apríl 200724 Helgarblað DV
„Þingmenn og ráðherr-
ar eru svo fjarlægir lífi
venjulegs fólks að þeir
gera sér ekki grein fyrir
þeirri fátækt sem þeir
hafa skapað á Íslandi.“
Arndís Björnsdóttir fer fyrir
Baráttuhreyfingunni, flokki
aldraðra og öryrkja, sem hygg-
ur á framboð í öllum kjördæm-
um til alþingiskosninga. Hún
segir að velferðarkerfið hér á
landi hafi misboðið henni gróf-
lega og segir að ríkisstjórnar-
flokkarnir ættu að steinþegja
um málefni eldri borgara, þeir
hafi haft langan tíma til þess
að gera eitthvað, en engu
breytt. Hún gagnrýnir fjöl-
miðla fyrir afskiptaleysi af sér
og hreyfingunni.
VELFERÐARKERFIÐOFBÝÐUR