Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 27
DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 27 Spilverksins og ég gerði annan þátt síðar í tilefni af 17. júní, en þessir þættir virðast báðir glataðir. Ég held að ef menn sæju síðari þáttinn í dag myndu þeir sjá að hann var töluvert á undan sinni samtíð. Ég segi það nú líka stundum, ef viðbrögð markað- arins eru ekki eins og maður vonast eftir – þá hugga ég mig við það að ég er alltaf á undan minni samtíð,“ seg- ir Valgeir og nú gefur svipurinn til kynna húmoríska kaldhæðni. Frjór tími Í Noregi samdi Valgeir mikið af lög- um – þar á meðal sum af sínum þekkt- ustu. „Ég samdi töluvert af tónlist á þessu tímabili, t.d. lög við ljóð Jóhann- esar úr Kötlum. Sú tónlist stendur mér mjög nærri og er mér afar hjartfólgin. Þarna urðu líka til lög eins og Bíldu- dals grænar baunir og Taktu til við að tvista, sem nýttust mér síðar. Ég hóf svo störf á félagsmiðstöð í Árbænum þeg- ar ég kom heim úr námi, sem var mjög skemmtilegt og næsta sumarið gerðu Stuðmenn Með allt á hreinu.“ Eftir það var ekki aftur snúið og Valgeir fór al- farið út í tónlistina, en þangað til hafði hann ekki hugsað sér að gera hana að sínu aðalstarfi, enda menntaður fé- lagsráðgjafi með reynslu af kennslu og vinnu með unglingum. „Ég hugsaði bara ekki þannig á þessum tíma, þrátt fyrir að mikið væri að gera í tónlistinni og þetta hafi verið mjög frjór tími.“ Meint pólitísk tónlist Textar Spilverksins fjölluðu oft um samfélagsleg og pólitísk mál og sumir myndu segja að þessi „þjóðlagahljóm- sveit“ hafi verið býsna gagnrýnin. Val- geir vill þó ekki skilgreina tónlist sveit- arinnar sem mótmælatónlist. „Vinstri menn vildu nú svolítið eiga okkur – en í rauninni vorum við bara alltaf að skjóta á þá sem vildu okkur best. Núna hef ég tekið sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins og fólk er svolítið hvumsa yfir því að maðurinn sem samdi Grænu byltinguna sé genginn í Sjálfstæðis- flokkinn. En þessi tónlist okkar var ekki mótmælatónlist heldur ef til vill frekar einhverskonar samfélagsleg rýni. Ég kaus samt til vinstri á þessum tíma, en svo fór ég að kjósa fólk en ekki flokka og mín pólitíska stefnufesta fór mjög að gliðna. Ég hef gjarnan stutt fólk sem mér hefur hugnast, frekar en einstaka flokka. Þetta er eitthvað sem stjórn- málamenn mega gjarnan taka til at- hugunar, enda margir kjósendur sem eru eins og ég. Eða eru eins og ég var – öllu heldur,“ segir Valgeir hlæjandi. Stuðið búið Valgeir starfaði með Stuðmönn- um á árunum 1975 til 1988, þegar hann hætti skyndilega í þessari vin- sælustu hljómsveit Íslands, sem þá hafði gert 7 hljómplötur, tvær kvik- myndir, bók og borðspil svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta var bara ekki gaman lengur,“ segir Valgeir þegar hann er spurður um ástæður þess að hann hætti í sveitinni. „Við fórum að starf- rækja hljómsveitina Strax á þess- um tíma og sveitin leitaði í auknum mæli til erlendra upptökustjóra, mis- viturra – og mér fannst ég kannski ekki fá nægilega útrás fyrir það sem ég hafði fram að færa. Á þessum tíma fannst mér minn hlutur í sveitinni bara vera orðinn heldur rýr. Ég spil- aði ekki á gítar inn á þessar plötur okkar og hef aldrei sungið mikið með Stuðmönnum, nema helst bakradd- ir, enda hef ég aldrei litið á sjálfan mig sem söngvara. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gott fyrir hljóm- sveitina á þessum tíma, ég var nokk- uð áberandi meðlimur og mjög virk- ur í lagasmíðum. Raunar má segja að höfundarheilkennið sé ástæða þess að ég hafi verið í tónlist. Ég finn ekki knýjandi þörf til að standa fyrir fram- an fólk og syngja, þó það sé skemmti- legt. Það verður þá að vera tónlist eftir sjálfan mig – eða vini mína.“ Val- geir kom síðast fram sem meðlimur Stuðmanna í Húsafelli 1988 en hefur undanfarið komið fram sem gestur á tónleikum sveitarinnar, sem hugn- ast honum ágætlega. „Það er mjög skemmtilegt að fá að koma fram sem gestur með hljómsveitinni og þægi- legt að geta gert þetta án allra skuld- bindinga. Þessi Stuðmannabálkur er náttúrulega einstakur hér á landi, sem sást til dæmis vel þegar við lék- um í Kaupmannahöfn um daginn og maður sá heilan sal af fólki kyrja lögin og stíga trylltan dans. Það var ekkert leiðinlegt og maður finnur við slíkar aðstæður að maður hefur komið ein- hverju til leiðar, enda mættu þarna hundruð manna frá Íslandi.“ Geðlyfið texti Valgeir hefur jafnan sjálfur ort texta við lög sín, sem hann segist þó gera af illri nauðsyn. „Það er miklu erfiðari iðja að semja texta en lög, en ég fæ nú orðið mikið út úr því að skrifa. Ég skrifa í blöðin og það virk- ar á mig eins og geðlyf að fá útrás á þeim vettvangi,“ segir hann. Hann segist þó ekki yrkja til að veita tilfinn- ingum sínum útrás en viðurkennir þó að hann eigi efni í ljóðabók ofan í skúffu. „Já, ég á reyndar ljóðabók tilbúna ofan í skúffu, ef til vill er rétt að nota tækifærið og vekja athygli út- gefenda á þessu. Ég gæti ef til vill efnt til uppboðs á e-Bay um útgáfurétt- inn.“ Valgeir skrifaði líka skáldsög- una Tvær grímur, sem byggir meðal annars á reynslu hans sjálfs. „Hún er að hluta til byggð á sönnum og lognum atburðum úr mínu eigin lífi og vina og kunningja, en hún er fyrst og fremst ætluð til að skemmta þessi bók - ég eftirlæt öðrum þundlyndið.“ Hann tekur ekki fyrir að hann eigi eftir að skrifa aðra skáldsögu. „Mig langar til þess, en það er tímafrekt og gefur svosem ekki mikið í aðra hönd. Ég byrjaði reyndar á bók á sínum tíma sem gaman væri að klára ein- hvern daginn.“ Vinsæll lagahöfundur Þó Valgeir væri ekki lengur í Stuð- mönnum var hann langt frá því hætt- ur að búa til tónlist, en hann gaf út sólóplötuna Góðir áheyrendur 1989 og tók þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í tvígang. „Það var mikill harmur fyrir þjóðina þegar við fengum núll stig fyrir lagið sem Dan- íel Ágúst söng, um það sem enginn sá. Reyndar er ég afar sáttur við það lag, en kannski er útskýringin sú að Danni kom þarna fram sköllóttur í gráum fötum - langt á undan sinni samtíð. Annars er þessi keppni nátt- úrulega bara sirkús - en það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu.“ Á þessum tíma má segja að Valgeir hafi verið vinsælasti lagahöfundur þjóð- arinnar, en honum finnst þó ekki mikið til frægðarinnar koma. „Það er mjög auðvelt að verða frægur á Ís- landi og það er að sama skapi auð- velt að affrægjast. Bara það að vera í hljómsveit, hafa tekið þátt í Eur- ovision, samið vinsæl lög og leikið í Með allt á hreinu verður til þess að maður affrægist hægar. Ég hef unnið mjög markvisst að þessu affræging- arferli mínu og geri enn. En ég upp- lifði aldrei neina frægð - fyrir mér er hún ekki til á Íslandi, en það var svosem mikið með mig látið þarna á tímabili.“ Kvikmyndatónlist í Bandaríkjunum Í upphafi tíunda áratugarins fór Valgeir að vinna með kvikmynda- gerðarmönnum sem komu til Ís- lands að taka upp. Hann fór svo í sögulega ferð með víkingaskipinu Gaia frá Noregi til Orkneyja. „Ég var þar dulbúinn sem blaðamaður Morgunblaðsins og skrifaði þrjár opnugreinar um ferðina. Ég gerði svo plötu með Eyþóri Gunnarssyni undir merkjum Gaia, en sú plata er klárlega ein af mínum bestu plöt- um. Eftir það hófst ákveðið skeið sem varð til þess að leitað var til mín um að semja tónlist fyrir sjón- varp í Bandaríkjunum. Ég dvaldi þar nokkurnveginn samfleytt í 2 ár á ár- unum 1998–2000, á stundum ásamt konunni minni og yngri börnunum okkar tveimur. Ég vann aðallega fyr- ir Discovery Channel og PBS sjón- varpsstöðina og ég hugleiddi það mjög á þessum tíma að setjast þarna að. Það fór þó svo að við fórum heim og ég þáði vinnu í hugbúnaðarfyrir- tæki, sem var að gera frábæra hluti, en þegar hryðjuverkin voru fram- in í Bandaríkjunum 11. september þá bara staðnæmdist þessi bransi. Menn sem höfðu gert sig gildandi á þessum vettvangi og þóttu mikl- ir spámenn í þessum bransa úti í heimi hurfu þá eins og dögg fyrri sólu. Þá prísaði ég mig sælan að hafa ekki flutt vestur. En ég kynnt- ist þarna þessum hugbúnaðargeira, sem nýtist mér í dag í verkefnum okkar Ástu.“ Námsstofan og Nemanet Valgeir rekur nú ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Námsstofuna sem vinnur um þessar mundir einkum að verkefninu Nemaneti. „Þetta er tæki fyrir fólk sem vill koma bönd- um á sjálft sig og þær upplýsingar sem það er að fást við í námi hverju sinni,“ útskýrir hann. „Það er komið að ákveðnum vatnaskilum í þessu starfi okkar, því við eigum von á nýrri útgáfu Nemanetsins á allra næstu dögum.“ Þau hjónin hafa líka haldið námskeið fyrir fólk sem er að hætta störfum vegna aldurs. „Þeg- ar fólk hættir að vinna eru mjög skemmtileg ár framundan, sem fólk getur notað á mjög spennandi og skapandi hátt. Þetta er náttúrulega nokkuð sem verður að bregðast við – sjálfur verð ég til dæmis sjötugur eftir 15 ár og ef ég get haft áhrif á að þessi mál beinist í betri farveg þá stendur ekki á mér – eins og segir í kvæðinu.“ Pólitískur poppari Valgeir býður sig nú fram í 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, sem hann kall- ar „baráttusætið í Kraganum“. Hann hefur sterkar skoðanir á þeim verk- efnum sem bíða flokksins á næsta kjörtímabili. „Ég vil sjá Sjálfstæð- isflokkinn taka svolítið duglega til hendinni í velferðarmálum. Nú erum við búin að græða vel og kom- inn tími til að setja manneskjuna í öndvegi. Ég vinn núna á vettvangi menntamála og hitti þess vegna mikið af kennurum og nemend- um. Þetta fólk er flest sammála um að þessi vettvangur sé undirstaða samfélagsins. Mér finnst að skólinn þurfi að vera framsæknari og rekinn með það fyrir augum að við séum hér í samkeppni við aðrar þjóðir. Um þetta snúast einmitt verkefni okkar Ástu þessa dagana að miklu leyti, sem ég lýsi stundum sem gæðastjórnunarkerfi fyrir nemend- ur. Gæðastjórnunarkerfi fyrir skóla er ekkert nýtt, en þau hafa snúið að kennurum og rekstri, ekki nem- endum. Það þarf að kenna íslensk- um skólanemendum að vinna. Það er ekki kennt í dag. Ég tel að meira en helmingur íslenskra skólanema vinni undir getu og því viljum við breyta,“ segir Valgeir og segist í beinu framhaldi auðveldlega geta talað sig hásan um þessi mál. „Ef maður telur sig hafa eitthvað fram að færa þá er það skylda manns að finna því brautargengi. Stjórnmála- þátttaka er allt of oft töluð niður, menn kallaðir framapotarar og þess háttar sem vilja starfa í stjórnmál- um. Mér finnst ég hinsvegar vita af hlutum sem gætu betur farið og vil koma mér í aðstöðu til að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar. Valgeir fór með sitt litla lóð á landsfund Sjálfstæðisflokksins og varð mjög hrifinn af því sem þar bar fyrir augu. „Það var alveg mögn- uð upplifun. Að sjá þennan stóra trukk, sem ég kalla svo, á akstri – þú bremsar hann ekki svo glatt af. Öll þessi skipulagning og mikla vinna er aðdáunarverð. Ég tók til dæm- is þátt í að gera breytingar á álykt- unum landsfundarins hvað varðar menntamál og hafi ég einhverntím- ann efast um að ég væri á réttum stað, í mínu 17. sæti, þá hurfu þær áhyggjur sem dögg fyrir sólu á fund- inum. Minn örstutti pólitíski ferill hefur þannig hingaðtil verið mjög skemmtilegur og gefandi. Og svo vil ég að Geir Hilmar haldi áfram sem forsætisráðherra – ekki síst til að gefa gamla laginu mínu Sirkus Geira Smart nýja vídd!“ Einfaldleikinn er erfiðastur Valgeir heldur áfram að semja tónlist, þrátt fyrir annir á öðrum vett- vangi en hyggur þó ekki á útgáfu á næstunni. „Ég er ekki beinlínis að vinna sérstaklega að plötu, en það stendur reyndar til í haust að gefa út safn laga eftir mig. Annars hafa hinir og þessir verið að hvísla því að mér að það sé kominn tími á sólóplötu og ég á nóg af efni. Það er plata sem yrði líklega þeim að skapi sem hafa yfir- leitt fellt sig við mína tónlist. Ég hef ákveðið að reyna ekki mikið að þróa mig meðvitað í nýjar áttir eða fara í einhverja tilraunamennsku enda hef ég komist að því að einfaldleikinn er erfiðastur,“ segir Valgeir Guðjóns- son. gudmundurp@dv.is „Mér fannst ég kannski ekki fá nægilega útrás fyrir það sem ég hafði fram að færa. Á þessum tíma fannst mér minn hlutur í sveitinni bara vera orðinn heldur rýr.“ óeirð Frambjóðandinn í 17. sæti „Ég vil sjá sjálfstæðisflokkinn taka svolítið duglega til hendinni í velferðarmálum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.