Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 31
Auk þess að þjálfa meist-araflokk karla er Bene-dikt Guðmundsson að þjálfa 8 ára stráka, er aðstoðarþjálfari í 5–7 ára flokki karla, einnig sér hann um séræfingar leikmanna í KR og þá er hann með 16 ára landslið karla. Benedikt snéri aftur „heim“ fyrir þetta tímabil, eftir útlegð hjá Fjölni, Grindavík og fleiri liðum, en hann er eins og það heitir fæddur KR-ingur. „Þegar ég kem aftur, þá setti ég mér það markmið að ná í einhverja titla með KR. Mér fannst liðið í fyrra, áður en ég kom, þannig uppbyggt að það væri hægt að byggja ofan á þann grunn. Mér fannst búið að bæta ým- islegt og leist vel á liðið. Lagði áherslu á að það yrði nánast sami mannskap- ur sem nánast tókst. Mér fannst vanta afgerandi skor- ara, einhvern sem væri að skora 25 stig í leik og gæti búið eitthvað til fyr- ir sig og liðið. Þetta var jafnt lið og menn skiptust á að eiga góða leiki sóknarlega. En ég var á því að við gætum spilað um titilinn strax um haustið.“ Þegar úrslitakeppnin hófst var KR ekki spáð mikilli velgengni þrátt fyrir að lenda í öðru sæti í deildinni. Sum- ir spáðu jafnvel að liðið myndi falla úr keppni strax í fyrstu umferð þar sem það mætti ÍR. „Það hefur verið með KR ansi lengi að menn hafa ekki mikla trú á KR í þessu. Þetta hefur verið Suður- nesjaíþrótt og talað um að KR klikki alltaf þegar þetta fer að telja eitt- hvað. Það er einhvern veginn þannig í körfunni að menn trúa ekki að KR fari alla leið, þeir muni klikka á ein- hverjum tímapunkti. Menn spáðu okkur tapi strax í átta liða úrslitum, maður skildi svo sem rökin því ÍR var að koma gríðarlega sterkt upp á þeim tíma. En við töldum okkur samt alveg með ekkert síðra lið. Svo spáðu flestir að við myndum tapa í undanúrslitunum gegn Snæfelli og það átti enginn von á að við ættum von á móti Njarðvík. Þar burstuðu þeir fyrsta leikinn og menn innan hreyfingarinnar spáðu að þetta færi 3-0 og voru að lauma að manni að reyna að hafa þetta spenn- andi, þetta mætti ekki vera sóp. Svo þegar við unnum annan leikinn þá töluðu menn um að þetta hefði ver- ið gott fyrir einvígið. Þannig að menn höfðu litla sem enga trú á okkur allan tímann.“ Fór bara úr böndunum í úrslitakeppninni Umgjörðin hjá KR í vetur hefur sett nýja staðla í vetraríþróttum hér á landi. Böðvar Guðjónsson formað- ur körfuknattleiksdeildar KR hef- ur staðið sig með miklum sóma í að skapa umgjörð og stemmingu sem eftir er tekið. „Böðvar er kóngurinn í þessari deild og stýrir henni ásamt topp- mönnum. Það leynir sér ekkert að það eru háleit markmið hérna. Deild- in er gríðarlega vel rekin og er braut- ryðjandi í umgjörð og fleiru sem lof- ar virkilega góðu. Oft eru félög með háleit markmið og drauma sem er síðan ekkert gert til að framkvæma en hérna er alveg fullt af vinnu sem verður sýnileg innan tíðar. Við vor- um að fá rúmlega 400 áhorfendur á venjulegan deildarleik í vetur sem er með því mesta sem gerist í vetrar- íþrótt í öllum greinum. Það er búið að gera fullt af góðum hlutum, mark- aðssetja þetta vel og það hefur skilað sér í öflugum hópi áhorfenda yfir allt tímabilið. Svo fór þetta bara úr böndunum í úrslitakeppninni og ég var nánast kominn með áhorfendur á bekkinn hjá mér í fjórða leiknum. Það voru allir að reyna að finna sæti. En toppurinn í þessu er að Guð- jón Kristinsson framkvæmdastjóri KR Sport kom til okkar og nefndi hvort við ættum ekki að fá Miðjuna, stráka sem eru harður kjarni í fót- boltanum í nokkur ár. Við tókum vel í það og strákarnir skemmtu sér svona líka vel. Síðan vatt þetta upp á sig og þessi hópur stækkaði bara og alls konar fólk var farið að syngja og tralla með þeim. Það var ómetanleg- ur stuðningur frá þessum hóp, því hann studdi okkur gífurlega þegar við vorum vel undir. Hann á stóran þátt í því að við komum alltaf til baka. Að finna þessa hvatningu þegar hitt lið- ið er með yfirhöndina því það er oft þannig á Íslandi og í mannlegu eðli eflaust að mesta hvatningin kem- ur þegar liðið er að spila vel. Þannig að Guðjón á heiðurinn af þessu öllu saman.“ Fagnaði titlinum voðalega lítið Benedikt segir að þegar hann vaknaði daginn eftir að Íslandsmeist- aratitillinn var kominn í hús hafi ein- faldlega hið venjulega líf tekið við. „Ég er nú þannig týpa að maður er mikið á jörðinni og fagnaði titl- inum voðalega lítið. Eins þegar ég ræði um þennan titil, þá er hann bara í fortíðinni hjá mér og maður er bara að spá í framtíðina en auðvitað vill maður gera þetta aftur. Stefnan er að endurtaka leikinn en núna er maður bara að hugsa hvað maður ætlar að gera næsta vetur. Taktík, leikmannahópur og fleira. Maður staldraði ekkert voðalega lengi við þennan titil. Þegar ég var ráðinn á sínum tíma var sagt við mig að við myndum fara í Evrópukeppni kæmumst við það langt. Það er búið að ganga frá því, fengum Iceland Express með okk- ur í lið þannig að þetta er frágengið. Við förum væntalega í Evrópukeppni félagsliða þar sem dregið er í ágúst. Það er mikil spenna í leikmönnum að taka þátt í því. KR hefur ekki tekið þátt í Evrópukeppni í langan tíma.“ Benedikt hefur verið boðið að þjálfa utan landsteinanna en segir að það sé erfitt að taka við þjálfun ytra þar sem hann sé kominn með stóra fjölskyldu. „Fyrir mér breytir það engu hvort ég þjálfa minni bolta eða meistara- flokk. Ég vil bara getað þjálfað. Ef það er óskað eftir mér einhvers stað- ar þá skoða ég það. Í fyrra fékk ég fyr- irspurn frá Sviss og í ágúst var mér boðið yngri flokka staða í Grikklandi en ég er kominn með stóra fjölskyldu og maður rífur hana ekki svo glatt af stað. Maður hefði bara átt að fara út þegar maður var yngri og barnlaus. Þó ég hafi verið með meistaraflokk síðustu ár hef ég alltaf verið með guttana líka. Að þjálfa yngri flokka er gríð- arlega gefandi og það þarf ekki að mótivera guttana að taka á því í öll- um leikjum. Þeir bara mæta og eru í botni, það þarf frekar að róa þá niður ef eitthvað er. Í meistaraflokki þarftu að standa í alls konar hlutum og taka á vandamálum. Ég lít á meistaraflokkinn sem út- rás fyrir ákveðna spennufíkn sem maður sækir í og ég fæ hörkuútrás út úr því en skemmtanagildið í minni bolta er mun meira. Þar er maður að kenna leikinn og búa til leikmenn og gera það er það allra skemmtilegasta sem ég geri,“ sagði hinn geðþekki Benedikt að lokum. benni@dv.is DV Sport Föstudagur 27. apríl 2007 31 Vil bArA þjálfA Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta segist fá ómælda ánægju af að þjálfa körfubolta. Hrópað og kallað Benedikt messar hér yfir liði sínu í leik gegn Njarðvík. Umgjörð sem tekið er eftir Kr fékk rúmlega 400 áhorfendur að meðaltali á leiki hjá sér í vetur sem er með því mesta sem gerist í vetraríþróttum hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.