Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 37
Menning Straumrof í Gljúfrasteini Í stofuspjalli sínu á sunnu- daginn mun Jón Viðar Jónsson fil.dr., forstöðumaður Leik- minjasafns Íslands ræða al- mennt um leikritagerð Halldórs Laxness, leikhúsáhuga hans og leikhúsafskiptum. Straum- rof verður þó aðalviðfangsefni spjallsins. Í fyrirlestri sem Jón Viðar hélt nýlega á Hugvís- indaþingi leitast hann við að sýna fram á að Straumrof sé miklu áhugaverðara verk en al- mennt hefur verið talið. Bryjna Benediktsdóttir leikstjóri setti Straumrof á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1977 og fylgd- ist skáldið með sviðsetningar- vinnunni af miklum áhuga. Barokkveisla í Óperunni Hin nýstofnaða barroksveit Camerata Drammatica heldur sína fyrstu tónleika í Íslensku óperunni laugardaginn 28. apríl. Á efnisskrá tónleik- anna, sem bera yfirskriftina „Af ástum og vindmyllum“ er flutt barroktónlist flutt á upprunaleg hljóðfæri. Einsöngvarar á tónleikunum eru Ágúst Ólafsson og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Leiðari hljómsveitarinnar er Peter Spissky fiðluleikari. uppboð DV Menning föstudagur 27. apríl 2007 37 Spennandi listmunauppboð Gallerís Foldar Sífellt fleiri kaupa list með fjárfestingu í huga Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar fer fram á sunnudaginn kl. 19 á Hótel Sögu. Þar verða boðin upp 130 listaverk af ýmsum toga, þar á með- al fjöldi verka eftir gömlu, íslensku meistaranna. Einnig verða boðin upp verk eftir fjóra alþjóðlega stórlista- menn, þau Dieter Roth, Cindy Sher- man, Richard Serra og Andy Warhol. Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold segir verk eftir Dieter Roth oft hafa selst hér á landi en þetta sé í fyrsta sinn sem verk eft- ir hina listamennina þrjá séu boðin upp hér á landi. „Verk eftir Andy Warhol hafa ver- ið sýnd hér á landi og einnig verk eft- ir Richard Serra. Mér skilst að sýnd hafi verið verk eftir Andy Warhol árið 1987 í Norræna húsinu og við vorum með stóra sýningu á olíuverkum eftir Warhol árið 2003.“ Verk eftir fræga listamenn selj- ast dýrum dómum erlendis þar sem markaðurinn er stór og stærri hópur fólk sem fjármagn til þess að kaupa dýr listamerk. Jóhann segir að hópur þeirra sem kaupa dýr verk fari stækk- andi hér á landi. „Töluverður fjöldi Íslendinga kaupir dýr listaverk og við höfum orðið vör við það upp á síðkastið að þeim fer fjölgandi. Vissulega fer verð- ið eftir gerð verkanna og sem dæmi má nefna að olíuverk eftir Andy War- hol seljast á hundruð milljóna. Gra- fíkverkin hans, eða offset prent, eins og hér er um að ræða, hafa verið að seljast á 6-40 þúsund dollara og upp á síðkastið hefur algengt verð fyrir sambærilegar myndir selst á bilinu 10-12 þúsund dollarar.“ Jóhann segir að verð á listaverk- um sé almennt að hækka hér á landi og það sé í takt við það sem hefur ver- ið að gerast um allan heim á síðustu árum. „Við verðmetum mynd Warhols, sem er á uppboðinu núna, á eitthvað í kringum eina milljón króna. Fyrir stuttu seldum við mynd eftir Picasso á uppboði og hún fór á rétt tæplega milljón króna. Ég býst við að þessi mynd sé í svipuðum verðflokki,“ segir Jóhann að lokum. Samtal tveggja kvenna, Ástu Ingibjartsdóttur og Margrétar Ósk- arsdóttur, haustið 2005 leiddi í ljós sameiginlegan áhuga þeirra á frönskum rithöfundi; Xavier Durr- inger. Þær urðu himinlifandi þeg- ar þær uppgötvuðu að fyrsti kynni þeirra a beggja af rithöfundinum var sami textinn, „La poire“. „Þegar þetta gerðist var Ásta ný- komin til Íslands eftir langa dvöl í Frakklandi, en þar lauk hún lauk meistaragráðu í frönskum kennslu- fræðum og starfaði sem kennari. Ég var nýkomin frá París þar sem ég lauk leiklistarnámi við skólann „Acting International“ en Xavier Durringer var nemandi þar fyrir tuttugu árum. Við Ásta kynntumst í Háskóla Íslands, þar sem hún er frönskukennari og ég frönskunem- andi, og við ákváðum að ráðast í það verkefni að þýða texta úr verk- inu „Chroniques des jours et des nuits entieres“ og útkoman varð sýningin Krónikur dags og nætur.“ Þegar kom að því að sviðsetja verkið voru margar dyr lokaðar en rétta manneskjan reyndist leynast innan veggja Háskólans. ,,Kraftaverkakonan Ingibjörg Þórisdóttir, leikkona og dramatúrg og starfsmaður í Hugvísindadeild skólans hreyfst af textum Durringer og það varð úr að við þrjár unnum saman handrit. Tilgangur verksins er sá að fólk velti upp spurningum sem ekki þarf endilega að svara. Ingibjörg tók að sér leikstjórn og fékk gott fólk í lið með sér. Sýningar voru í mars og nú verður leikurinn endurtekinn með sýningu í Stúd- entakjallaranum 9. maí.“ Margrét segir að textar Durrin- gers séu frábærir fyrir frönskunem- endur. ,,Hann skrifar mál eins og það er talað á götunni og það sem ger- ir texta hans sérstakan eru bann- orð og blót sem sjást yfirleitt ekki í frönskum bókmennum. Við vin- konurnar þrjár bókstaflega elskum hann og mér finnst unun að vinna með textann hans, bæði sem leik- kona og nemandi.“ Þær stöllur eru ekki einu aðdá- endur Durringers því verk hans fara verið sýnd víða um Evrópu. Árið 2000 stofnaði hann ásamt Bruno Petit kvikmyndafyrirtækið „7eme Apache Film“ sem hefur það að markmiði að hjálpa ungum rithöf- unum og leikstjórum að koma sér á framfæri. „Þess vegna finnst mér skemmti- legt að frumraun mín sem leikkona sé í þessu verki Durringers. Það er erfitt að koma sér á framfæri sem leikkona á Íslandi og ákvað því að gera eitthvað í því sjálf“ Þeir sem vilja kynna sér franskt leikhús ættu að leggja leið sína til Avignon í Frakklandi á árlega leik- listarhátíð þar sem frumsýnt verður nýtt verk eftir Durringer sem heitir Surfeur. „Durringer var sjálfur uppgötv- aður á þessari hátíð, sem er stærsta leiklistarhátíðin í Frakklandi, árið 1988. Hátíðin er heimur út af fyr- ir sig. Avignon er virki, þú ert inni í umkringdri borg og þar er ekkert annað en leikhús. Leikið er á göt- unni og leikhúsum og alls staðar þar sem hægt er að koma því við. Verkið Krónikur dags og nætur verður sýnt í Leikhúskjallaranum 9. maí. Sýningin er á íslensku, með smá frönskuívafi, og segir Ásta að þangað séu allir velkomnir. Margrét stefnir að því að þýða verk Durrin- gers á íslensku og verður spennandi fyrir Íslendinga að kynnast þessum fræga rithöfundi nánar. Viðleitni Margrétar Ólafsdóttur leikkonu við að koma sér á framfæri á Íslandi leiddi til þess að hún kynntist konum sem hafa sama áhugamál og hún; bækur franska rithöf- undarins Xavier Durringer. LeikList Spurningar sem er ekki nauðsynlegt að svara Mynd Andy Warhols liz, sem verður boðin upp á sunnudaginn. „I am a Tree Now“ Burtfarartónleikar Þóru Bjarkar Þórðardóttur söng- konu verða haldnir í Tónlist- arskóla F.Í.H. laugardaginn 28. apríl kl. 17.00 í hátíðarsal skólans, Rauðagerði 27. Á efn- isskránni eru eingöngu frum- samin popp-rokk lög eftir Þóru Björk og henni til aðstoðar eru ýmsir tónlistarmenn, bæði hljóðfæraleikarar og söngv- arar. Dramatík út- hverfabúans Nú stendur yfir sýning Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur myndlist- armanns, La Grande Colline, í 101 Gallery. Lóa Hlín útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2003 og er þetta fyrsta einkasýning hennar hérlendis. Nafn sýningarinnar er lausleg frönsk þýðing á Breiðholti, en þess má geta að myndlistarmaðurinn er fyrrverandi Breiðhyltingur. Á sýningunni eru portrettmyndir af úthverfabarónessum, smágreifum og ýmsu hefðar- fólki. Umhverfis fólkið eru félagsmálablokkir, hálf tómar íbúðir og gróðurlaus auðn. Umfjöllunarefnið er hvernig umhverfi og innri líðan fara ekki endilega saman, um hin ómerkilegu dramtík úthverfabú- ans. Einnig verða til sýnis tvennir skúlptúrar sem hafa m.a. sést í Kastljósi, vakið lukku, valdið símapöntunum og indælu ónæði. Margrét Ólafsdóttir leikkkona sérstakur aðdáandi franska rithöfundarins Xavier durringer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.