Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 43 Þættirnir um Ugly Betty eru fullir af áhugaverð- um og litríkum karakterum og er ekki að furða að þáttur eins og þessi hafi notið svo mikilla vin- sælda. Einkum vegna þess að Betty Suarez er, ólíkt öðrum aðalpersónum í bandarísku sjónvarpi í dag, ekki tággrönn, fullkomin og íklædd nýjustu tísku heldur þvert á móti öllum fegurðarstöðl- um nútímans er hún ósköp venjuleg í vextinum, með teina, þykkar augabrúnir og hallærislegan fatasmekk. Það eru einmitt svona karakterar sem hafa hingað til ekki sést í jafnvönduðum þátt- um og Ugly Betty og er greinilegt að vöntun var á slíkum sjónvarpsþætti á skjáinn þar sem algjört Ugly Betty-æði hefur gripið um sig um heim all- an í kjölfar þáttanna. Þátturinn hefur virkað sem hvatning á ungar stúlkur víðs vegar um heiminn og boðskapurinn er einfaldur og góður, vertu þú sjálf og ekki reyna að breyta þér til að falla inn í ákveðinn hóp. Betty er orðin að fyrirmynd og eru þættirnir ekki lengur bara sjónvarpsþættir heldur eru þeir orðnir að heilu konsepti sem meðal ann- ars er ábyrgt fyrir herferð sem heitir einfaldlega Be Ugly 07. Herferðin gengur út á það að hvetja fólk til að vera gáfað, hafa eldmóð, vera trútt sjálfu sér og að vera ljótt. Tilgangurinn er einfaldlega að koma fólki í skilning um það að í rauninni sé eng- inn sem ákveði hvað sé ljótt og hvað sé fallegt svo um öfugsnúinn orðaleik er að ræða þegar kem- ur að nafni herferðarinnar Be Ugly. Söngvarinn og lagahöfundurinn Jason Mraz hefur samið sér- stakt titillag fyrir herferðina. Lagið heitir The Bea- uty in Ugly og rennur allur ágóði af því til styrkt- ar samtökunum Girls inc. sem hvetja allar stúlkur til að vera sterkar, klárar og djarfar. Einnig er svo sérstakt við þættina að markmið aðalpersónunn- ar er ekki að ná í draumaprinsinn heldur að öðl- ast virðingu á vinnustaðnum og meðal samstarfs- mannanna. Þetta virkar vel og er skemmtilegur vinkill á meginatriði í sjónvarpsþætti. UGLY BETTY ÆÐIÐ Justin suarez: sonur Hildu systur Bettyar. aðaláhuga- mál Justins er tíska og hann elskar vinn- una hennar Bettyar meira en hún sjálf. Þegar hann er ekki að fletta tískutímarit- um horfir hann á spænskar sápuóperur og Fashion tV-sjónvarpsstöðina. Justin elskar líka söngleiki og dans og á síð- asta ári sá hann um uppfærslu á YMCa- dansatriðinu í skólanum sínum þar sem hann hannaði búningana sjálfur. Hilda suarez: systir Bettyar og fyrrverandi fegurð- ardrottning. Áhugamál hennar eru að finna góðar útsölur, láta slétta á sér hár- ið og deila við nágrannakonuna. Hún selur megrunarlyf sem kallast Herbalize og er mjög öflug í þeim bransa. Einstæð móðir sem býr heima hjá pabba sínum með systur sinni og syni. Hilda er ekki alveg nógu sannfærð um að rétta vinn- an fyrir Betty sé í tískubransanum. Walter: Kærastinn hennar Bettyar. Er stöðugt að reyna að gera Betty til geðs eftir að hafa sagt henni upp til að byrja með nágrannakonunni. Það samband entist í einn dag og Betty var ekki alveg á því að taka við honum aftur. Áhugamál hans eru að kenna páfagauknum sín- um að tala Klingon-málið og heilla fólk með 20% afslættinum sem hann fær í pro-Buy raftækjaversluninni sem hann vinnur í. ignacio suarez: pabbi Bettyar, sem er ólöglegur inn- flytjandi í Bandaríkjunum. sótti aldrei um græna kortið af ótta við að vera rekinn úr landi. Hann elskar að elda og hugsa um fjölskylduna sína. Honum finnst kaffi besti drykkur í heimi og er ekki sáttur við að læknirinn hafi bannað honum að drekka kaffi. daniel Meade: Yfirmaður Bettyar og algjör kvennabósi. Er alltaf að reyna að sanna sig fyrir föður sínum eftir að hafa tekið við fjölskyldu- fyrirtækinu Mode. Betty er hans stoð og stytta og er sífellt að bjarga honum úr vandræðum. VilHelMina slater: Hefur unnið hjá Mode í tuttugu ár og er goðsögn í tískubransanum. Er ekki sátt með að daniel hafi verið tekinn fram yfir hana sem ritstjóri tímaritsins og vinnur hörðum höndum að því að taka yfir fyrirtækið. Hún er hörð og tíkarleg á yfirborðinu en innst inni er hún indæl- ismanneskja. aManda: Vinnur í móttökunni á Mode-tímarit- inu og gerir Betty lífið leitt. Er sjúklega ástfangin af daniel og gerir nánast hvað sem er til að koma sér á framfæri. Þjáist af lotugræðgi á hæsta stigi og treður sig út af sætindum og beyglum þegar hún verður stressuð. týpískt fórnarlamb tískunnar. Marc: aðstoðarmaður Vilhelminu og hennar besti vinur. samkynhneigður tískugúrú sem gerir allt fyrir yfirmann sinn. Elskar að klæða sig upp í glamúrkjóla sem hann finnur í fataskápnum hjá Mode. Bradford Meade: stofnandi og eigandi Mode-tímaritsins. Faðir daniels og er flæktur í eitthvað mjög skuggalegt morðmál. Kuldalegur og leyndardómsfullur maður með ýmis- legt óhreint í pokahorninu. cHristina: Besta vinkona Betty hjá Mode. Er al- gjörlega bjargvætturinn hennar hjá fyr- irtækinu og hefur lag á að hughreysta Betty með hnyttnum tilsvörum sínum. Christina er skoskættuð og litríkur og skemmtilegur karakter. Aðalpersónurnar: Byggðir á kólumBískri sápuóperu Þættirnir um Ugly Betty eru byggðir á kólumbískri sápuóperu sem heitir á upprunalega málinu Yo soy Betty, la fea, sem myndi þýðast sem: Ég er hin ljóta Betty. Höfundur sápuóp- erunnar er Fernando Gaitán sem hefur skrifað þó nokkra sjónvarps- þætti sem hafa náð miklum vin- sældum í Kólumbíu. Yo soy Betty, la fea hefur verið þýddur á fjölda tungumála en af útgáfum af upp- runalegu sápuóperunni er amer- íska útgáfan um Ugly Betty líkleg- ast ólíkust öllum öðrum útfærslum. Það voru þau Silvio Horta, Salma Hayek og Ben Silverman sem fengu hugmyndina að amerísku útfærsl- unni á Ugly Betty og hófu þau sam- starf við ABC-sjónvarpsstöðina um framleiðslu á klukkutíma löngum sjónvarpsþætti um Betty Suarez. Salma Hayek kemur einnig fram sem gestaleikkona í þáttunum og fer þar með hlutverk hinnar kyn- þokafullu Sofiu Reyes sem vinnur algjörlega hug og hjarta kvennabós- ans Daniel Meade og er mikil fyrir- mynd Bettyar. Það sem fáir vita þó er að Hayek leikur líka einn karakt- erinn í sápuóperuþætti sem er vin- sæll á heimili Bettyar og má oft sjá glitta í sápuna á skjánum í stofunni hjá fjölskyldunni í Queens. salma Hayek Framleiðir þættina og leikur gestahlutverk Upprunalega útgáfan af þattunum heitir „Yo soy Betty, la fea“ eða Ég er hin ljóta Betty. Salma Hayek er einn af framleiðendum þáttanna og fer einnig með gestahlutverk í þáttunum. selma Hayek og america ferrera Þátturinn ugly Betty er byggður á kólumbískri sápuóperu. Í þáttunum er jákvæður og einfaldur boðskapur sem höfðar til ungra stúlkna um heim allan: Af hverju er ugly Betty svonA vinsæl?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.